Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1994, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 1994
5
Fréttir
Afsögn Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra:
Ég tel að afsögnin
veiki ríkisstjórnina
- segir Davíð Oddsson forsætisraðherra
„Ég tel að afsögn Jóhönnu Sigurð-
ardóttur veiki ríkisstjómina. Jó-
hanna hefur verið ráðherra í 7 ár,
þar af á fjórða ár í núverandi ríkis-
stjóm. Ég hefði kosið að þetta gerðist
ekki. En þetta er ekki neitt sem ég
fæ við ráðið og er ekki beint inni á
mínu borði,“ sagði Davíð Oddsson
forsætisráðherra í gær eftir að Jó-
hanna Sigurðardóttir félagsmálaráð-
herra hafði beðist lausnar.
Hann sagðist ekki hafa reynt að
telja Jóhönnu hughvarf. Þama hefði
verið um ákvöröun að ræða sem hún
hefði endanlega tekið og hann sagð-
ist þeirrar skoðunar að hefðu menn
tekið ákvörðun um að fara úr ein-
hveiju starfi þá gerðu þeir það.
„Lausnarbeiðni Jóhönnu Sigurð-
ardóttur er ekki tiikomin vegna
óánægju hennar með ríkisstjómina
eða samstarfið innan hennar. Þetta
er mál innan Alþýðuflokksins. Af-
sögn hennar kom mér ekki fullkom-
lega á óvart. Það hefur vakað í loftinu
að ákvörðunar af þessu tagi gæti
verið að vænta. Eins og menn vita
tók félagsmálaráðherrann sér um-
hugsunarfrest eftir flokksþing Al-
þýðuflokksins um hvort hún yrði
kyrr í ríkisstjóminni eða ekki. Hún
hafði rætt það að hún vildi fá tiltek-
inn lágmarksstuðning 1 formanns-
kjöri til þess að hún teldi ástæðu til
þess að sitja áfram í ríkisstjóm. Síð-
an átti hún langar viðræður við
formann Alþýðuflokksins síðastlið-
inn sunnudag og þessi er niðurstað-
an,“ sagði Davíð Oddsson forsætis-
ráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir fyrir utan Stjórnarráðshúsið við Lækjargötu eftir að hún sagði af sér sem félagsmálaráð-
herra. DV-mynd S
-Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra:
Sé eftir Jóhönnu úr stjórninni
„Ég mun sjá eftir Jóhönnu Sigurð-
ardóttur úr ríkisstjóminni. Ég tel
hana tvímælalaust hafa styrkt Al-
þýðuflokkinn og gert hann að sterk-
ari samstarfsflokki en ella og að því
leyti er eftirsjá aö henni úr ríkis-
stjórn," sagði Þorsteinn Pálsson sjáv-
arútvegsráðherra um afsögn Jó-
hönnu Sigurðardóttur félagsmála-
ráðherra að loknum ríkisstjómar-
fundi í gær.
Hann var spurður hvort hann teldi
afsögn Jóhönnu veikja ríkisstjómar-
samstarfið?
„Ég er ekki frá því að afsögn henn-
ar veiki Alþýðuflokkinn í ríkisstjóm-
arsamstarfinu," sagði Þorsteinn
Pálsson.
Álftum landsins fannst við hæfi að minnast 50 ára afmælis lýðveldisins
íslands með því að fljúga oddaflug yfir þjóðhátiðargesti á Þingvöllum þann
17. júní. Tignarlegt flugið heillaði lýðinn og norræna kóngafólkiö og var
fuglunum klappað lof i lófa fyrir tiltækið. Var það mat margra þjóðhátíðar-
gesta að með fluginu vildu álftirnar hvetja þjóðhöfðingjana til aukinnar
samvinnu enda er það stærsti sigur einnar þjóðar að ávinna sér traust og
vináttu annarrar. DV-mynd Ólafur Grétar Guðmundsson
Þakleki?
Við leysum málið.
PETURSSON HF.
Sími: 91-673730
Chicony
far- og fistölvur
Fartölvur
♦ Örgjörvar: DX-33, DX2-50 og DX266
♦ 4 MB minni, stækkanlegt í 20 MB
♦ Grátóna- eöa litaskjór
♦ 120 / 210 MB diskur
♦ Tengikví (Docking Station)
Fistölvur
^stöfvur
Chicony
far- og fistölvurnar
eru afgreiddar meb
MS-DOS 6.2 og
Windows 3.1.
Einnig fylgja
hlífðortasko, spennu-
breytir og handbækur
meö hverri tölvu.
♦ Örgjörvi: 25 MHz SX
♦ 4 MB minni, stækkanlegt í 20 MB
♦ Grátóna- eöa litaskjár
♦ 125MBdiskur
♦ Tengikví (Docking Station)
CO> ( PcMCIA
NÝHERJI
SKAFTAHUÐ 24 - SiMI 69 77 00
Alltaf skrefi á undan
FJOLSKYLDUBILL A FINU VERÐI!
Lada Samara hefur notiö gífurlegra vinsælda
hérlendis. Sífellt fleiri eru komnir á þá
skoðun að það vegi þyngst að aka um á
rúmgóðum, sparneytnum og ódýrum bíl þótt
eitthvað vanti á þann íburð sem einkennir
marga bíla, en kemur akstrinum ekkert við.
NY LADA SAMARA
1300 cc, 5 dyra, 5 gíra
ræður
594.000
LITTU A
VERÐIÐ
kr. á götuna
Útvarp, segulband, hátalarar og mottur
IBs&þ
40
ÁRMÚLA 13 • SÍMI: 68 12 00 • BEINN SÍMI: 3 12 36