Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1994, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1994, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 1994 Afrnæli Marteinn Friðriksson Marteinn Friðriksson, fyrrv. fram- kvæmdastjóri, Kársnesbraut 35, Kópavogi, er sjötugur í dag. Starfsferill Marteinn fæddist á Hofsósi og ólst þar upp. Hann gekk þar í bama- og unglingaskóla, tók haustið 1940 inn- tökupróf í Laugarvatnsskóla og vor- ið 1941 í annan bekk Samvinnuskól- ans með undanþágu vegna ungs ald- urs. Marteinn stundaði sjósókn á smá- bátum á bams- og unglingsárum á Hofsósi, stundaði skrifstofustörf hjá Kaupfélagi Árnesinga á Selfossi 1942-44 og hjá Kaupfélagi Eyfirðinga og Útgerðarfélagi KEA1944-50 að undanteknum meginhluta ársins 1946 er hann stundaði endurskoðun bókhalds hjá kaupfélögum landsins, var kaupfélagsstjóri í Olafsfirði 1950-54, var forstöðumaður Bóka- búðar POB á Akureyri 1954-55, starfaði hjá Kaupfélagi Skagfirðinga á Sauðárkróki frá 1955, var skrif- stofustj óri þar í tíu ár og fram- kvæmdastjóri Fiskiðju Sauðárkróks hf. frá stofnun 1956 en starfrækir nú bókhalds- og ráðgjafarskrifstofu. Marteinn hefur setið í stjóm Út- gerðarfélags Skagfirðinga hf. frá stofnun 1967 og lengst af formaður, sat í stjórn SAFF1967-85, í stjóm Iceland Seafood Corp. í Bandaríkj- unum 1973-90, fulltrúi Norölend- inga á Fiskiþingi 1974-91 og þingfor- seti þar 1984-91, sinnti stjórnarfor- mennsku í fiskvinnslufyrirtækjum á vegum ÚTSAM og starfaði við fjár- hagslega og rekstrarlega endur- skipulagningu þeirra 1989-92. Hann var þátttakandi í íþróttahreyfing- unni á Selfossi og á Akureyri, sat í stjóm KA og var formaður þess eitt ár og í stjóm íþróttabandalags Ak- ureyrarumskeið. Fjölskylda Marteinn kvæntist 24.5.1947 Ragnheiði Bjarman, f. 26.5.1927, húsmóður. Hún er dóttir Sveins Bjarman Ámasonar, aðalbókara KEA á Akureyri, og konu hans, Guðbjargar Björnsdóttur húsmóð- ur. Börn Marteins og Ragnheiöar eru Sveinn Bjarman, f. 2.2.1948, dr. í kjameðlisfræði og kennari við há- skólann í Uppsölum, kvæntur Evu Bjarman, f. Cars, hjúkmnarfræð- ingi og era böm þeirra Sveinn Frið- rik, f. 6.9.1972 og Nanna Kristina, f. 7.5.1975; Friðrik, f. 31.12.1949, kerfisfræðingur og forstöðumaður tölvudeildar Ríkisútvarpsins, var kvæntur Þórhildi Þorkelsdóttur en þau skildu og eru böm þeirra Sól- veig, f. 26.9.1976, Marteinn, f. 1.12. 1979, og Stefán, f. 31.1.1982; Guðrún, f. 15.1.1952, hjúkrunarfræðingur og dósent við HI, gift Haraldi Þór Skarphéðinssyni skrúðgarðameist- ara og em böm þeirra Héðinn Þór, f.7.7.1981, ogMarenFreyja.f. 23.1. 1986, en dóttir Guðrúnar og Eiríks Baldurssonar vísindafræðings er Ragnheiður, f. 3.10.1971, hjúkrunar- fræðinemi sem á soninn Hlyn, f. 14.8.1992, með Jóhann Pálmasyni garðyrkjufræðingi, auk þess sem stjúpdætur Guðrúnar em Rakel Haraldsdóttir, f. 16.3.1970, og Svava Haraldsdóttir, f. 10.10.1972; Guð- björg, f. 5.4.1953, viðskiptafræðing- ur og fjármálastjóri RARIK, gift Helga Baldurssyni kaupmanni og era börn þeirra Marteinn Breki, f. 20.8.1973, Baldur Steinn, f. 24.3.1977, og AnnaMagdalena, f. 27.6.1980; Sigurður, f. 3.7.1955, píanóleikari og tónlistarkennari, kvæntur Guð- rúnu Árnadóttur tannfræðingi og eru börn þeirra Helgi Páll, f. 14.1. 1981, og Heiða Rún, f. 22.5.1987; Bjöm Ragnar, f. 20.3.1957, kerfis- fræðingur og þjónustufulltrúi HP á íslandi, kvæntur Sigríði Önnu Guö- jónsdóttur kennara og eru böm þeirra Margrét, f. 10.6.1983, Ragn- Marteinn Friðriksson. heiður, f. 24.10.1984, og Guðjón, f. 19.5.1992; Sigríður Jóna, f. 16.12. 1958, skrifstofumaöur og húsmóðir í Svíþjóð, var fyrst gift Atla Má Ósk- arssyni en þau skildu og er dóttir þeirra Margrét Jensína, f. 27.11. 1973, en sambýlismaður Sigríðar Jónu er Timo Allan Kallio, f. 28.10. 1957, sálfræðingur og eru börn þeirra Maarit Eva Björg, f. 21.4.1989, og Tinna Bryndis, f. 6.7.1991. Foreldrar Marteins: Jón Friöriks- son, f. 23.10.1894, d. 16.5.1978, út- vegsb. á Hofsósi, og kona hans, Guð- rún Sigurðardóttir, f. 17.10.1902, d. 3.4.1992, verkakona og húsmóðir. Erlingur Loftsson Erlingur Loftsson, bóndi á Sand- læk í Gnúpverjahreppi, er sextugur ídag. Starfsferill Erlingur fæddist á Sandlæk og ólst þar upp við öll almenn sveitastörf. Hann lauk landsprófi frá Héraðs- skólanum á Laugarvatni 1953. Hann stundaöi bústörf hjá foreldrum sín- um á Sandlæk en hóf þar sjálfur búskap 1955 og hefur verið með hefðbundinn blandaðan búskap þar síðan. ErUngur sat í stjóm Ungmennafé- lags Gnúpverja, var formaður þess um skeið, sat í hreppsnefnd í tólf ár, situr í sóknamefnd Stóra-Núps- sóknar og er formaður hennar og formaður Kaupfélags Árnesinga frá 1992. Fjölskylda Erlingur kvæntist 25.6.1955 Guð- rúnu Helgadóttur, f. 17.8.1934, hús- freyju og bönda. Hún er dóttir Helga Jónssonar, b. á TungufelU, og konu hans, Valgerðar Ingvarsdóttur frá Laugardalshólum, húsfreyju. Börn Erlings og Guðrúnar eru Helgi, f. 29.8.1956, d. 1981, vinnu- maður í foreldrahúsum; Elín, f. 25.5. 1959, landfræðingur og rekur fyrir- tækið Landkosti hf. á Selfossi en sonur hennar er Helgi Haukur Hauksson; Valgerður, f. 11.4.1963, landfræðingur og starfsmaður við ferðaþjónustu á HvolsvelU, búsett á Sandlæk; Loftur, f. 14.6.1968, söngv- ari við nýju ópemna í Glenborough og við söngnám á Englandi, kvænt- ur Sólveigu Þórðardóttur, starfs- manni við sýslumannsskrifstofurn- ar í Vík í Mýrdal, og eiga þau einn son, Erling Snæ. Systkin Erlings: Baldur Loftsson, bifreiðastjóri í Þorlákshöfn; Loftur Loftsson, tónUstarkennari í Breiða- nesi; Sigríður, iðjuþjálfi í Reykjavík, nú látin; Elínborg Loftsdóttir, tón- Ustarkennari á Akureyri. Foreldrar Erlings: Loftur Lofts- son, f. 8.10.1896, nú látinn, bóndi á Sandlæk, og kona hans, Elín Guð- jónsdóttir, f. 14.9.1901, nú látin, hús- freyja. Erlingur og Guðrún em á ferða- lagi um þessar mundir. Til hamingju med afmaelið 22. júní 80 ára Ragnar Stefáns- son, fyrrv. bóndi og þjóðgarös- vðrður í Skafta- felli, SkaftafeUí O, Freysnesi, Hofsbreppi. Ragnar er að heiman á aftnæl- 60 ára Kristján G. Halldórsson, Einimel 7, Reykjavík. LúUa María Ólafsdóttir, Sigtúni 19, Selfossi. Páirai Steingrimsson, Hávegi 15, Kópavogi- 50 ára isdaginn. Jón Pétursson, Eyrarhrauni, Haiharfirði. Guðmundur ---- Finnbogason i#, verkstjóri, Melhaga 15, |H| Reykjavík. l|j| Pétur Guðtnundsson, Dælengi 7, Selfossí. Margrét Guðmundsdóttir, Daisbyggö 5, Garðabæ. Þórdís Harðardóttir, Garðsenda 9, Reylgavík. Sóldís Björnsdóttir, ritngholti 19, Keilavík. Hjördís Böðvarsdóttir, Haðaiandi 11, Reykjavik. Anna Herskind, Þúfubarði 19, Hafharfirði. 40 ára Þóra Ellen Þórhallsdóttir Þóra EUen ÞórhaUsdóttir, dósent í grasafræði við Háskóla íslands, Aragötu 1, Reykjavík, er fertug í dag. Starfsferill Þóra fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hún útskrifaðist frá M.H. 1974, lauk B.S.-prófi í grasafræði frá University of Wales 1977 og dokt- orsgráðu frá sama skóla 1984. Þóra vann sem sérfræðingur og stundakennari við Háskóla íslands 1981-1988, var sett prófessor í grasa- fræði 1988-1990, er núna dósent viö Uffræðiskor Háskóla íslands og stjómarformaður Náttúrufræði- stofnunar íslands. í tengslum við nám sitt hefur Þóra einnig stundað fjölmargar rannsóknir á gróðurlífi landsins fyrir hinar ýmsu stofnanir. Þóra var varamaður í Náttúm- vemdarráði 1984-1987, aðalmaður 1987-1990, formaður Hins íslenska náttúrufræðifélags 1986-1990, í stjóm Ferðafélags íslands 1986-1991, formaður ritnefndar árbókar F.í. og ritari félagsins, fuUtrúi íslands í Nordisk Kollegium for Ekologi 1991-1993, í íslensku UNESCO nefndinni frá 1990, kjörin félagi í vísindafélagi íslendinga 1994, einnig hefur hún skrifað ýmsar greinar fyrir erlend og innlend fræðirit. Fjölskylda Maður Þóm er Helgi Bjömsson, f. 6.12.1942, vísindamaður við Raun- vísindastofnun Háskólans og pró- fessor við Óslóarháskóla. Hann er sonur Bjöms Sigfússonar háskóla- bókavarðar og Droplaugar Svein- bjarnardóttur búsfreyju. Sonur Þóra og Helga er Þórhallur Helgason.f. 11.11.1990. Systkin Þóm: Anna Guðrún Þór- hallsdóttir, f. 28.5.1957, kennari við búvisindadeild Bændaskólans á Hvanneyri, maki Bjöm Þorsteins- son kennari, þau eiga eitt barn, Þóra Ellen Þórhallsdóttir. Tryggvi ÞórhaUsson, f. 20.6.1962, laganemi, maki Steinunn Stefáns- dóttir málfræðingur, þau eiga 3 böm. Foreldrar Þóm em Þórhahur Tryggvason, f. 21.5.1917, fv. banka- stjóri Búnaðarbankans, og Esther Pétursdóttir, f. 27.12.1922, húsmóð- ir. Metta Jónsdóttir Metta Jónsdóttir húsmóðir, Geirakoti, Ólafsvík, er sextug í dag. Starfsferill Metta fæddist í Ólafsvík og ólst þar upp. Auk þeirra aðalstarfa Mettu að vera húsfreyja og bóndi í Geirakoti hefur hún stundað ýmsa aöra vinnu í gegnum árin, t.d. neta- vinnu, ræstingar, skrifstofuvinnu ogfleira. Metta hefur verið mjög virk í fé- lagsmálum, m.a. í Kvenfélagi Ólafs- víkur, Skógræktarfélagi Ólafsvíkur, slysavarnafélaginu Sumargjöf og fleirifélögum. Fjölskylda Mettagiftist31.12.1957, Bjama Ólafssyni, f. 16.9.1933, bónda. Hann er sonur Olafs Gíslasonar, b. í Geira koti, og konu hans, Ólafar Einars- dótturhúsmóður. Böm Mettu og Bjama em Sigur- jón, f. 6.3.1954, rafverktaki í Ólafs- vík, kvæntur Björgu Bám HaUdórs- dóttur skrifstofumanni og eiga þau tvö böm; Ólafur Bjamason, f. 8.10. 1957, sölumaður í Geirakoti, kvænt- ur Gerði Þórðardóttur húsmóður og eiga þau þijú böm; Unnur Fanney, f. 24.8.1959, húsmóðir í Ólafsvík, gjft Magnúsi Eiríkssyni fram- kvæmdastjóra og eiga þau tvö börn; Hanna Metta Bjamadóttir, f. 31.10. 1970, skrifstofustjóri í Geirakoti en sambýhsmaður hennar er Jón Jó- hann Tryggvason rafvirki; Gísh, f. 26.6.1981. Foreldrar Mettu vom Jón Skúla- son, f. 24.7.1903, d. 12.2.1979, verka- maður í Ólafsvík, og Sigríöur Hans- dóttir, f. 12.7.1902, d. 27.9.1985, mat- seija. Metta verður að heiman á afmæl- isdaginn. 75 ára Þórir Sigtryggsson, Völusteinsstræti 16, Bolungarvík. Þorbjörg Bjarnadóttir, Eiríksgötu 9, Reykjavík. Andrés Magnússon, Kleþpsvegi 10, Reykjavik. Elisabet Guðmundsdóttir, Skipholti 14, Reykjavík. Jens Sigurbjörnsson, Selhóli, Neshreppi. Gyifi Bergmann, Heiðarholti 42d, Keílavík. Sigrún Reynisdóttir, Mánastíg 6, Hafnarfiröi. Kristján S. Thorarensen, Boliagörðum 12, Seltjarnarnesi. Ragnheiður L. Kristjánsdóttir, Bogabraut 13, Skagaströnd. Magnús V. Magnússon, Hvassaleiti 41, Reykjavík. Hjördís Reykdai Jónsdóttir, Fifurima 12, Reykjavik. Sigriður Stefánsdóttir, Skeijagranda 1, Reykjavik. María Svanfríður Símonardóttir María Svanfríður Símonardóttir, húsmóðir og verkakona, Hríseyjar- götu 5, Akureyri, varð fimmtug í gær. Starfsferill María fæddist í Fljótum 1 Skaga- firði og ólst þar upp. Hún hefur starfaö við uppeldisstörf, í öldr- unarþjónustu, við verslunarstörf og starfar sem verkakona í dag. Fjölskylda Maður Maríu er Siguijón Gunn- laugsson, f. 18.8.1944, verkamaður. Hann er sonur Gunnlaugs Sigur- jónssonar bónda og konu hans, Ingi- bjargar Finnbogadóttur húsfreyju. Fyrri maður Maríu er Jón Dal- mann, f. 3.4.1942, bifreiðarstjóri á Sauðárkróki. Sonur Maríu og Guðmundar Sæ- mundssonar, f. 3.12.1946, kennara að Skógum, er Ólafur Kristinn Guð- mundsson, f. 11.2.1965, verkamaður. Böm Maríu og Jóns eru Sigríður Huld Jónsdóttir, f. 25.11.1969, nemi, maki Ath Örn Snorrason og eiga þau eitt barn; Símon Guðvaröur Jónsson, f. 10.12.1972, nemi. Systkin Maríu: Kolbrún Ingibjörg María Símonardóttir. Símonardóttir, f. 21.12.1945, fram- kvæmdastjóri á Siglufirði, maki Jó- hann Jónsson og eiga þau eitt bam, og Aðalsteinn Jón Símonarson, f. 13.9.1955, verkamaður, maki Guðný Ólafsdóttir og eiga þau 2 böm. Foreldrar Maríu em Símon Guö- varöur Jónsson, f. 5.11.1923, smiöur á Sauðárkróki, og Sigríður Þor- steinsdóttir, f. 5.11.1918, ljósmóðir á Sauðárkróki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.