Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1994, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1994, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNl 1994 Fréttir Stjórnarmenn í Lionsklúbbnum. Frá vinstri Grímur Benediktsson, Þorsteinn Sigfússon og Sturla Eðvarðsson. DV-mynd Guðfinnur Sjónskoðunartæki á Hólmavík: Kveikjan hlutavelta þriggja ungra stúlkna Guðfiraiur Firmbogason, DV, Hölmavflc Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi, segir máltækið. Hlutavelta, sem þijár ungar stúlkur á Hólmavík héldu fyrir um ári, varð kveikjan að fjársöfnum til kaupa á sjónskoðunar- tækjum fyrir heilsugæslustöðina á Hólmavík en þau voru afhent nýlega. Um er aö ræða smásjá, augnþrýsti- mæli og gleraugnamæli. Lionsklúbbur Hólmavíkur tók málið upp á sína arma og fylgdi því til afhendingardags tækjanna. Fram- lög bárust m.a. frá Jakobínu Áskels- dóttur, til minningar um eiginmann hennar, Vilhjálm Sigurösson, sem var einn af stofnendum lionsklúbbs- ins. Frá Rósu Kjartansdóttur og Þor- steini Sigfússyni, til minningar um son þeirra, Kjartan Friðgeir, og frá Sigríði Sigurðardóttur, húsfreyju í Kollaíjarðamesi. Þá lögðu kvenfélög og sveitarfélög fram fé. Tilkoma tækjanna er þýðingarmik- il fyrir byggðarlagið. Hér eftir þurfa þeir augnlæknar sem þjónustuna taka að sér ekki lengur að hafa slík tæki meðferðis en þau eru mjög við- kvæm í flutningi. Úlfar Þórðarson augnlæknir þjónaði héraðinu í fjölda ára en hefur nú aldurs vegna látið af því starfi. Formaöur Lionsklúbbs Hólmavíkur er Þorsteinn Sigfússon. Vikuna 20.-24. júní efnir DV til samkeppni meðal blaðsölubarna. Þrjú söluhæstu blaðsölubömin þessa viku fá að launum glæsilegar Cote d'or sælgætiskörfur. Verðlaunin verða afhent mánudaginn 27. júní kl. 16. - DV Nýtt íbúðarhús á Ströndum: Allt timbur rekavið- ur og smáviður upphitunarefnið Guöfinnur Firaibogason, DV, Hölinavflc Nýlega fluttu ung hjón með tvö börn sín í nýtt hús að Þorpum við Steingrímsfjörð í Strandasýslu. Það út af fyrir sig væri ekki frásagnar- vert ef ekki kæmi til það sem sér- stakt er. Húsið, 138 m2 að stærð, er allt byggt úr timbri sem rekið hefur á fjörur þessarar jarðar. Þorpar eru ein mesta rekajörð Strandasýslu og í áratugi hefur öll umhirða búenda þar mn rekann verið til fyrirmyndar og mikils sóma. í kjölfar samdráttar í hefðbundn- um búskap sveitanna hafa á síðustu árum nokkuð breyst áherslur um gildi þess heimaiéngna. Þegar ungu hjónin, Bjöm Halldór Pálsson og Fjóla Líndal Jónsdóttir, tóku þá ákvörðun aö byggja íbúðarhús ákváöu þau einnig að úr timbri skyldi það vera og allt skyldi þaö koma af Þorparekanum. Við það var staðið. Þeir feðgar Björn Halldór og Páll Traustason, faðir hans, hafa sagað allt timbur sem í húsið hefur farið, bæði burðarvið sem og viö til klæðn- ingar en að utan er það með stand- andi viðarklæðningu. Þijár hurðir em á íbúðarhæðinni. Timbrið í þeim er einnig rekaviður sem og allt gluggaefni. Húsið er á steyptum grunni og 30 m2 kjallari er undir því - kyndiklefi þar sem er viðarketill sem hitar húsið upp. Smáviöur af Fjóla Líndal með Guðjón Hraunberg í fanginu og Björn Halldór meó Höddu Borg í nýja íbúðarhúsinu i Þorpum. DV-mynd Guðfinnur rekanum verður upphitunarefnið. Tvö önnur íbúðarhús em á jörð- inni og eru þau bæði hituð upp með efni af Þorparekanum. Bróðir Bjöms Halldórs - Ómar Már - hefur reist sér hús á Hólmavík. Allir buröarvið- ir í því húsi svo og gluggar eru af Þorparekanum. Ari Jóhannesson og Jóhannes Arason, á miðri mynd, ásamt aðstoðarmönnum viö klömbruhleðsluna, DV-mynd Sigrún Egilsstaðir: Klömbruhleðsla Sigrún Björgvinsdóttir, DV, Egflsstöðum; „Við erum upppantaðir í sumar,“ sagði Ari Jóhannesson, hleðslu- meistari frá Múla í Kollafirði, en hann ásamt föður sínum, Jóhannesi Arasyni, var nýlega viö klömbm- hleöslu á Egilsstöðum. Fólki var boð- ið að koma og læra þetta foma verk- lag og nýttu margir sér það. Hlaðin var sölu- og sýningarað- staða í Selskógi, útivistarlandi Egils- staðabæjar. Nú í sumar verður að- staðan notuö fyrir útileikhúsið sem Philip Voglar stendur fyrir annað áriö í röö og þaö var hann sem haföi veg og vanda af að fá þá feðga austur til þessa verks. Þeir hafa starfað aö hleðslu víða um land, m.a. í Glaumbæ og á Hólum í Skagaflrði á vegum Þjóðminjasafns.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.