Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1994, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 1994
13
Fréttir
Grásleppuveiðamar ganga mjög illa fyrir vestan:
Ofveiði er ekki ástæðan
- segir fiskifræðingur - búið að ganga allt of nærri stofninum, segir verkandi
„Vertíðin hefur gengið mjög illa á
Vestfjörðum. Þetta er okkar versta
ár í rekstri en við erum búin að vera
í þessu síðan 1984. Samdrátturinn í
veiðum hjá okkur er um 20% það sem
af er vertíðinni sem lýkur 20. júlí,“
segir Guðrún Pálsdóttir sem rekur
ásamt manni sínum grásleppuverk-
un á Flateyri.
Guðrún segir að hvorki veður né
veiðarfæratjón hafi spillt veiðum.
Eingöngu sé um að kenna beinum
samdrætti í veiðum.
„Ég hef það á tilfinningunni að það
Heildarafli á grásleppu 1971-1993
í þúsundum tunna
30000-
DS3P
Akureyri:
Enginn starfandi bæjarstjóri
Akureyringar búa við það óvenju-
lega ástand þessa dagana að enginn
starfandi bæjarstjóri er í bænum.
Halldór Jónsson, sem gegndi því
starfi sl. kjörtímabil, hætti störfum
13. júní sl. og Jakob Bjömsson, ný-
kjörinn bæjarstjóri, tekur ekki form-
lega við því starfi fyrr en um næstu
mánaöamót.
Jakob er í starfi hjá Skinnaiðnaði
hf. sem bókari og sagðist í samtali
við DV ekki vita nákvæmlega hve-
nær hann gæti fengið sig lausan frá
því starfi. Hann sagði þó að innan
Skinnaiðnaðar væri fullur skilning-
ur á að hann losnaði eins fljótt og
hægt væri. Þar til hann sest í bæjar-
stjórastólinn gegnir bæjarritari dag-
legum störfum bæjarstjóra.
Halldór Jónsson, fyrrverandi bæj-
arstjóri, fékk fjögurra ára leyfi 1.
ágúst 1990 frá Fjórðungssjúkrahús-
inu á Akureyri þar sem hann starf-
aði sem framkvæmdastjóri og er ekki
annað vitað en að hann muni taka
við því starfi 1. ágúst nk.
Sigurvegararnir fjórir: Magnús, Ólafur Víðir, Andrei Malin, Steinar Wong.
Söluhæstu blaðsölubörnin
Vikuna 5.-12. júní stóð DV fyrir.
samkeppni meðal blaðsölubama og
gekk keppnin út á það að reyna að
selja sem flest blöð.
Yfir 100 krakkar tóku þátt en þegar
upp var staðið var ljóst að um fjóra
sigurvegara var að ræða þá Magnús,
Ólaf Víði, Andrei Malin og Steinar
Wong.
í verðlaun fengu drengimir kassa
af Cóte d’Or karamellum sem sjálfur
karamellufillinn afhenti.
Önnur keppni er nú í gangi og
stendur hún út vikuna.
sé búið að ganga alltof nærri stofnin-
um, þessi fiskur er mjög lítið rann-
sakaður," sagði Guðrún.
Öm Pálsson, framkvæmdasfjóri
Landssambands smábátaeigenda,
tók í sama streng en segir þó að und-
antekning sé á norðausturhorni
landsins þar sem veiði sé svipuð og
í fyrra. Almennt sé þó mjög léleg
veiði. „Það eru miklar gloppur í veið-
inni og misjafnt milli báta - sumir
eru með mjög þokkalega afkomu á
meðan aðrir em á hungurmörkum,"
sagði Öm.
Góðu fréttirnar í greininni em að
gott verð fæst og markaðurinn tekur
vel við. „Verðiö er efiítið skárra en í
fyrra og meiri sveigjanleiki upp á
við,“ sagði Öm Pálsson.
Vilhjálmur Þorsteinsson hjá Haf-
rannsóknastofnun sagði að ekki væri
um ofveiði að ræða. Hann sagði að
það væri mat hans og margra þeirra
sem veiðamar stunda að þær hafi
ekki úrslitaáhrif má viðgang stofns-
ins. Tfi dæmis éti selurinn jafn mikið
og maðurinn veiði.
„Veiðamar hafa verið mjög sveiflu-
kenndar, mismunandi göngur upp
að landi og em þessar veiðar við-
kvæmar fyrir veðurfari. Við gefum
ekki út kvóta, það em sett tímamörk
á veiðarnar og það hefur ekkert að
gera með viðgang stofnsins heldur
er eingöngu verið að stjóma því sem
á land kemur tfi að freista þess að
hafa stjórn á markaðnum."
Vilhjálmur segir að fram tfi 1988
hafi verið sveiflur í veiðinni sem
hafi gefið mjög góð ár á fjögurra ára
fresti.
„Frá 1988 hefur ekki staðið steinn
yfir steini og engar mínar veiðispár
staðist. Það vantar alveg góðu árin
inn í,“ sagði Vilhjálmur Þorsteins-
son.
I b°ði
markt
TOPP 40
I HVERRI VIKU
Islenski listinn er birtur í DV á hverjum fimmtudegi og á
fimmtudagskvöldum á milli kl. 20 og 23 kynnir Jón Axel
Ólafsson stöðu laganna á Bylgjunni og greinir frá sög-
um á bakvið athyglisverða flytjendur og
lög þeirra. Á Bylgjunni, laugardaga milli
kl. 16 og 19 er staöa laganna 40 svo '
kynnt á ný og þau endurflutt.
.989
'usMMsuan
80TT ÚTVARPI
ÍSIENSKI USTINN er unnlnn I samvinnu OV,
Yfirumsjón og handrlt eru I höndum'
junnar og CocæCola ð íslandi. Miklll IJðldl fólks tekur þðtt I aö velja ISLENSKA USTANNI hverrl viku.
ÁgústsHéC------------------ -- -----------------------------------