Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1994, Blaðsíða 4
4
' FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1994
Fréttir
Rótleysi meöal þingmanna Alþýðuflokksins á kjörtímabilinu:
Þrír af f imm ráðhemim
eru farnir úr stólunum
- sjö af tíu alþingismönnum flokksins enn á þingi
Frá því ríkisstjóm Davíðs Odds-
sonar var mynduð vorið 1991 hafa
þrír af fimm ráðherrum Alþýðu-
flokksins yfirgefið ráðherrastóla
sína. Á sama tíma hafa allir fimm
ráðherrar Sjálfstæðisflokksins setið
sem fastast í ríkisstjórninni.
Þrír af tíu þingmönnum Alþýðu-
flokksins hafa hætt þingsetu á kjör-
tímahilinu og horfið tfl annarra
starfa, þar af tveir af þremur kjöm-
um þingmönnum Reykjaneskjör-
dæmis. Þingflokkur Sjálfstæðis-
flokksins er hins vegar skipaður
sömu mönnum og í upphafi kjör-
tímabflsins.
Kratamir sem yfirgefið hafa ráð-
herrastólana era þau Eiður Guöna-
son, fyrrverandi umhverfisráðherra,
Jón Sigurðsson, fyrrverandi iðnaðar-
og viðskiptaráðherra, og Jóhanna
Siguröardóttir sem á næstu dögum
hættir sem félagsmálaráðherra. Auk
þessara hætti Karl Steinar Guðnason
á þingi síðasthðið haust og tók við
starfi forstjóra Tryggingastofnunar
ríkisins.
Eiður var skipaður sendiherra í
Noregi og hætti jafnframt á þingi
vorið 1993. Jón Sigurðsson var skip-
aður seðlabankastjóri síðastliðið
sumar og hætti þá jafnframt á þingi.
Síðar hætti hann í Seðlabankanum
og tók við stöðu bankastjóra hjá
Norræna fjárfestingabankanum. Jó-
hanna hyggst hins vegar sitja sem
óbreyttur þingmaður á Alþingi fram
að næstu kosningum.
Vegna brotthvarfs krata úr þing-
flokki og ríkisstjórn hafa þrír vara-
þingmenn verið kallaðir til starfa á
kjörtímabflinu. Það eru þau Guð-
mundur Árni Stefánsson, sem kom í
stað Jóns Sigurðssonar, Gísli S. Ein-
arsson, sem kom í stað Eiðs Guðna-
sonar, og Petrína Baldursdóttir sem
kom í stað Karl Steinars.
Þegar Eiður Guðnason og Jón Sig-
urðsson yfirgáfu ríkisstjómina vom
þeir Össur Skarphéðinsson og Guð-
mundur Árni Stefánsson gerðir að
ráðherrum. Össur tók við umhverf-
isráðuneytinu en Guðmundur Ami
við heilbrigðis- og tryggingaráðu-
neytinu. Forveri Guðmundar í ráðu-
neytinu var Sighvatur Björgvinsson
sem tók við iðnaöar- og viðskipta-
ráðuneytinu.
Örn flaug rétt
framanvið
bifreið
„Við vorum að keyra frá Reyk-
hólum að Bjarkarlundi og vorum
komnar að Barmahlíð þegar stór
og mikill örn flaug rétt fyrir fram-
an bílinn hjá okkur. Okkur brá
mikið við þetta enda munaði
minnstu að við ækjum á fugflnn.
Vinkona mín, sem sat \dð stýrið,
var eðlilega smátima að jafna sig.
Örninn virtist hins vegar ekkert
kippa sér upp við atvikið, settist
á hól rétt hjá okkur og undi sér
þar dágóða stund. Þetta var mjög
sterk upplifun en við vorum fegn-
ar að hafa ekki skaðað örninn,"
sagði Brynía Harðardóttir, hótel-
stýra á Hótel Bjarkarlundi i Aust-
ur-Barðastrandarsýslu, víð DV.
Brynja segir að hefðu þær stöll-
ur verið á verulegurn hraða hefðu
þær eflaust ekið á örninn sem
kom skyndilega fljúgandi fram-
undan baröi rétt viö veginn. Hún
segist oft hafa séð örn á flugi á
þessari leið og að lögreglan frá
Patreksfirði hafi lent í svipaðri
uppákomu fyrr í vor.
Tvær litlar stúlkur, 3 og 4 ára,
vora í aftursætinu og þótti mikíð
tfl arnarins koma.
Helgafærbjart-
sýnisverðlaun
Helga Ingólfsdóttir tekur við
bjartsýnisverðlaunum Bröstes
um helgina, en þau nema 35.000
krónum dönskum.
Helga Ingólfsdóttir, sem er sem-
balleikari, kvaðst mjög ánægð en
jafnframt hissa. „Ég gæti hugsað
mér að nota peningana til að gefa
út einleiksplötu en annars er ekk-
ert ákveðíð í þessum efnum,“
sagði Helga.
Ekki vantraust á íslenska sérfræðinga
Islendingar hafa aldrei fyrr en nú
leitað til erlendra þjóðréttarfræðinga
varðandi sín deilumál við erlendar
þjóðir. En nú hefur verið ákveðið að
leita til erlendra þjóðréttarsérfræð-
inga og er sú ákvörðun tafln álits-
hnekkir fyrir íslenska fræðinga. Því
hafna þeir Þorsteinn Pálsson sjávar-
útvegsráðherrra og Sighvatur Björg-
vinsson, starfandi utanríkisráð-
herra.
„Ég tel mjög mikilvægt í þessari
stöðu að leita tfl erlendra þjóðréttar-
fræðinga um réttarstöðu okkar í
Svalbarðadeflunni. Það þarf aö huga
að mörgum þáttum í því sambandi.
Þaö þarf að huga að því hvemig rétt-
arstaða okkar samræmist kröfugerð
okkar á öðrum sviðum. Það er því
brýnt að mínu mati að fá álit færustu
þjóðréttarsérfræðinga á þessum
áfltaefnum öllum. Við eigum ágæta
þjóðréttarfræðinga. En hér er um
mjög mikla hagsmuni að ræöa og því
full ástæða fyrir okkur að fá færustu
menn á þessu sviði og eins að fá
menn sem standa aðeins fyrir utan
þetta og horfa á málin út frá öðrum
sjónarhófl,“ sagði Þorsteinn Pálsson
sjávarútvegsráðherra um það mál.
„Menn vilja einfaldlega leita áflts
aðila sem ekki er hægt að segja að
kunni að vera hlutdrægir vegna
hagsmunatengsla. Við eigum líka
hagsmuna að gæta varðandi veiðar
á Reykjaneshrygg og við verðum að
gæta okkar á að hafa ekki uppi rök
í þessu máli sem stangast á við hags-
muni okkar annars staðar," sagði
Sighvatur Björgvinsson.
í dag mælir Dagfari
Minn tími mun koma
Þegar Jóhanna Sigurðardóttir
hafði tapað formannsslagnum í
Alþýðuflokknum fyrir Jóni Bald-
vin hrópaði hún til þingheims:
„Minn tími mun koma“.
Það sló hálfgerðum óhug á við-
stadda svo að ekki sé talað um sjón-
varpsáhorfendur þegar þeir
heyrðu þessa hótun. Menn héldu
að Jóhanna skildi skflaboðin frá
flokksþinginu og mundi nú pakka
saman eða að minnsta kosti halda
sér saman.
En það var nú öðru nær. Jóhanna
hótaði þjóðinni og Alþýðuflokkn-
um að hún mundi koma aftur og
að hennar tími mundi koma.
Þessa endurkomu sína er Jó-
hanna nú að undirbúa með því að
hætta sem ráðherra. Raunar hefur
Jóhanna haft það fyrir sið að hætta
til að geta byrjað. Hún fer tfl að
geta komið. Nú hefur hún hætt sem
ráðherra til að geta komið aftur.
Annars hefði hún ekki lýst því yfir
að hennar tími mundi koma nema
vegna þess að hún ætlar að hætta
sem ráðherra. Og hún hættir ekki
sem ráðherra nema vegna þess að
það er liður í því að koma aftur.
Þetta er heldur ekki í fyrsta skipti
sem Jóhanna hættir. Hún var lengi
varaformaður í Alþýðuflokknum
en hætti þar tfl að geta orðið form-
aður. Svo bauð hún sig fram sem
formaður og hefur nú hætt sem
ráðherra til að geta komið aftur.
Sagt er að Jóhanna hafi margoft
gengið á dyr og skellt á eftir sér í
ríkisstjóminni en alltaf komið aft-
ur.
Það er kannske það sem hún
meinar. Að hún meini ekkert með
þessum hurðarskellum annað en
það að láta menn skilja að hún sé
ekki að hætta tfl að hætta heldur
að hætta til að koma aftur.
Nú er Jóhanna sem sagt búin að
segja af sér ráðherradómi og maður
veltir því fyrir sér hvort þetta sé
tímapunkturinn sem hún átti við
þegar hún hrópaði það yfir þing-
heim hjá Alþýðuflokknum að
hennar tími mundi koma. Átti hún
þá við að hennar tími mundi renna
upp þegar hún færi? Eða átti hún
við það að hún mundi fara til að
geta komið og hennar tími mundi
koma þegar hún væri farin?
Þessu getur Jóhanna ein svarað
og það getur reynst býsna erfitt að
fá úr því skorið hvort tími Jóhönnu
sé runninn upp með því að hún
yfirgefi ráðherrastóflnn því að Jó-
hanna er ekki beint gefin fyrir að
tala við blaðamenn. Þegar blaða-
menn og fjölmiðlafólk vill fá Jó-
hönnu til að tjá sig um sínar endur-
komur og brottfarir, úthlaup ,og
afarkosti, þá er hún eins og snúið
roð í hund. Hún setur trndir sig
hausinn og segir helst ekki neitt.
Þannig hefur þjóðin verið logandi
hrædd um að Jóhcmna hóti fjölm-
iðlunum að segja þeim stríð á hend-
ur ef þeir láti sig ekki í friði þegar
þeir eru að gefa henni kost á að
tala tfl þjóðarinnar.
En Jóhanna hefur slegið sér upp
á þessari geðvonsku sinni og vin-
sældir hennar aukast jafn og þétt
og í réttu hlutfalli við geðvonskuna
og aldrei era vinsældir Jóhönnu
meiri heldur en þegar hún hefur í
hótunum um að hætta. Þetta veit
Jóhanna og þessvegna hefur hún
hótað eða hætt með reglulegu milli-
bifl mestallan sinn stjórnmálaferil
tfl að viðhalda vinsældum sínum.
Þetta hefur ekkert með sannfær-
ingu að gera né heldur málefnaleg-
an ágreining og Jóhönnu er það vel
ljóst að ef hún færi að asnast tfl að
segja frá sannfæringu sinni eða
útskýra hvaða málefni hún beri
fyrir brjósti þá snarminnki vin-
sældimar. Hún segist hafa átt
þriggja klukkutíma fund með Jóni
Baldvin og sá fundur hafi skorið
úr um að hún hætti sem ráðherra.
Hún segir hins vegar ekkert frá því
hvað þeim fór á milfi, enda aukatr-
iði. Jóhanna veit sem er að fólk
hefur engan áhuga á að vita um
málefnin sem hún berst fyrir held-
ur hinu; hvort hún sé að koma eða
fara. Fólk veit að ef hún fer þá er
hún að fara tfl að koma og ef hún
kemur og þegar hennar tími kemur
þá er það eftir að hún er farin.
Þetta er allt mjög lógískt því eng-
inn getur komið nema hann fari
fyrst og það getur enginn farið
nema hann hafi komið á undan.
Það er af þessum ástæðum sem
ástæða er tfl að bjóða Jóhönnu vel-
komna á þeirri stundu sem hún
hættir. Hennar tími mun koma.
Dagfari