Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1994, Blaðsíða 24
36
oo
FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1994
m
U
Jóhanna Siguröardóttir.
Margir
eru í
biðstöðu
„Ég vil láta reyna á það núna
hvemig gengur að vinna að fram-
gangi jafnaðarstefnunnar og ég
veit að margir eru í biðstöðu og
vilja meta hvemig til tekst,“ sagði
Jóhanna Sigurðardóttir á blaða-
mannafundi.
ímyndaður brotamaður
barinn
„Þetta er eins og lögreglumaður
hjá okkur sem vildi halda uppi
einhverri reglu en teldi sig ekki
hafa nægilega heimild í málinu
Ummæli
og léti því nægja að beija ímynd-
aðan brotamann en þyrði aldrei
að fara með hann fyrir dómara,“
segir Davíð Oddsson í Tímanum.
Engar spár staðist
„Frá 1988 hefur ekki staðið steinn
yfir steini og eiigar mínar veiði-
spár staðist. Það vantar alveg
góðu árin,“ segir Vilhjálmur Þor-
steinsson hjá Hafrannsókna-
stofnum um grásleppuna í DV.
Fyrirtækið mun lifa
„Meginatriðið í þessu máli er sú
staðreynd að fyrirtækið mun lifa
áfram og halda áfram fram-
leiðslu. Enginn mun af þessum
sökum missa atvinnu sína, sem
er ekki hvað síst mikilvægt í mín-
um huga...,“ segir Davíð Sche-
ving Thorsteinsson í Morgun-
blaðinu.
Dómaraskandall
„Þetta var hreinn leikaraskapur.
Jóna kastar sér fram í návíginu
og það er dómaraskandall að tapa
á svona leikaraskap," segir
Ragna Lóa Stefánsdóttir, leik-
maður Stjömunnar í DV.
Bridgefélag
helduraðal-
fund
Aðalfundur Bridgefélags
Reykjavíkur fyrir starfsárið
1993-1994 veröur haldinn í sal
Lionsmanna, Sigtúni 9, í kvöld,
fimmtudaginn 23. júní, kl. 18.00.
Venjuleg aöalfundarstörf. Boðið
verður upp á kökur og kafli.
Sagtvar
Hann lá lengi veikur en er nú
batnað.
Gætum timguimar
Betra væri: Hatm lá lengi veik-
ur en nú er Aonurabatnað.
Birtir til fyrir austan
í dag verður norðaustangola í fyrstu
og víða súld sunnanlands og vestan
en bjartviðri um suðaustan- og aust-
Veðrið í dag
anvert landið. Gengur í suðvestan-
og sunnanátt þegar hður á morgun-
inn með súld eða rigningu um sunn-
anvert landið en úrkomulítið í öðrum
landshlutum. Hiti 3 til 12 stig. Á höf-
uðborgarsvæðinu verður hægviðri
og súld í fyrstu en sunnangola og
rigning þegar líður á morguninn.
Suðvestangola eöa kaldi verður og
skúrir þegar líður á daginn. Hiti 5 til
8 stig.
Sólarlag í Reykjavík: 24.04.
Sólarupprás á morgun: 2.56
Síðdegisflóð í Reykjavík 18.27.
Árdegisflóð á morgun: 06.49.
Heimild: Almanak Háskólans.
Veðrið kl. 6 í morgun:
Akureyrí rigning 5
Egilsstaðir skýjaö 5
Galtarviti skýjað 3
Kefla ríkurflugvöllur rigning 6
Kirkjubæjarklaustur léttskýjað 7
Raufarhöfn skýjaö 5
Reykjavík skýjað 5
Vestmannaeyjar úrkoma 7
Bergen úrkoma 9
Helsinki skýjað 11
Kaupmannahöfn skúr 11
Ósló skýjað 14
Stokkhólmur léttskýjað 12
Þórshöfn skýjað 9
Amsterdam léttskýjað 14
Barcelona heiðskírt 21
Berlín léttskýjað 14
Chicago alskýjað 22
Feneyjar þokumóða 20
Frankfurt léttskýjað 16
Glasgow skýjað 8
Hamborg léttskýjað 13
London léttskýjað 12
LosAngeles heiðskírt 19
Lúxemborg heiðskírt 14
Madríd heiðskírt 18
Malaga heiðskirt 19
Mallorca heiðskírt 20
Montreal léttskýjaö 15
New York skýjað 23
Oríando alskýjað 24
París hálfskýjað 18
Róm þokumóða 21
Valencia heiðskirt 18
Vín skýjað 21
Guðfríöur Lilja Grétarsdóttir, íslandsmeistari í skák:
„Ég lærði mannganginn fimm
ára gömul af ömmu minni og nöfnu
og tefldi um tíma mikið í Taílfélagi
Reykjavikur og þá aðallega við
stráka því að lítið var um stelpur
á æííngum. Ég hef líkast til verið
tíu ára þegar ég keppti á mínu
fyrsta alvöru móti,“ segir Guðfríð-
Maöur dagsins
ur Lilja Grétarsdóttir sem um síð-
ustu helgi hlaut titilinn íslands-
meistari kvenna í skák. Guðfríður
er ekki óvön þessum titli því að hún
hefur unnið hann átta sinnum.
Þess má einnig geta að hún var eitt
sinn í Unglingalandsliði íslands í
skák og fór með því í keppnisferð.
Guðfríður er af mikilh skákfjöl-
skyldu og bræður hennar tveir,
Helgi Áss Grétarsson og Andri Áss
Grétarsson, eru þekktir tallmenn.
„Ég var þrettán ára þegar ég vann
fyrsta íslandsmeistaratithinn og
hef unnið hann síðan að undan-
skildu einu ári þegar ég var skipti-
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir.
nemi í Bandarikjunum.“
Guöíriður Lílja er í námí í Banda-
ríkjunum, nemur sagniræði og
stjórnmálafræöi við Haryard há-
skólann, og sagðist ekki tefla mik-
iö. „Námið er það skemmtilegt og
tímafrekt að ég hef lítinn tima til
annars." Guðfríður Lilja var spurð
hvort hún fengi mikla kepprú frá
öðru kvenfólki hér heima. „Því
miöur er ekki um mikla keppni að
ræða. Ég hef alla tíð teflt miklu
meira við stráka en stelpur. Það er
eiginlega ekki nema á þessu eina
móti sem haldið er fyrir kvenfólk
hér á landi að ég tefh við aðrar
skákkonur."
Guðfríður Lilja hefur teflt á al-
þjóðlegum mótnm og staðið sig vel.
„Eg keppti síðast á Norðurlanda-
móti kvenna og varð þá í öðru sæti
og vann mér rétt til að taka þátt 1
svæðamóti fyrir heimsmeistara-
keppnina en fór aldrei á mótið
vegna þess að þegar það var haldið
var ég skiptinemi i Bandaríkjun-
um.“
Um það hvort framhald yrði á
skákferh hennar sagðist Guðfríður
Lilja ekkert geta sagt um það. „Ég
á eftir eitt ár af náminu. Hvað svo
verður er ómögulegt að segja en ég
hef mjög gaman af því aö tefla
þannig að það er aldrei að vita
nema ég tefli eitthvað áfram,“
Myndgátan
Konungborinn maður
Norðmenn
mætaítölum
Tveir leikir i Heímsmeistara-
keppninni í knattspyrnu eru á
dagskrá Sjónvarpsins í kvöld.
Fyrri leikurinn er leikur Norð-
manna og ítala og fer hann fram
íþróttir
í New York. Bein útsending í
Sjónvarpinu hefst að loknum
kvöldfréttum kl. 20.20 eöa þar um
bil. Seinni leikurinn sem sýndur
verður í heild seiima um kvöldið
er á mihi Suður-Kóreu og Bóliviu
og fer sá leikur fram í Boston.
Þótt handboltinn sé ekki á dag-
skrá yfir sumarið ríkir nokkur
spenna í herbúðum HSÍ því að í
kvöld verður dregið í riðla
Heimsmeistarakeppninnar 1995
sem fram fer hér á landi. Það
verður gert i Laugardalshöh og
hefst kl. 21.00.
Skák
Þetta tafl er frá meistaramóti Skák-
skóla íslands sem fram fór fyrir skömmu.
Magnús Örn Úlfarsson, sem hafði hvítt
og átti leik gegn Braga Þorfinnssyni,
tefldi skemmtilega úr stööunni.
17. e6! d5 Ef 17. - hxg5 18. exf7+ KÍ8 19.
Re6+ og drottningin fehur og fleira. 18.
Bxe7 Kxe7 19. Rxf5 +! Bxf5 20. Hxd5 Dc8
21. Db4+ Kf6 22. Hxfö + ! Kxf5 23. Hfl +
og svartur gafst upp.
Jón L. Árnason
Bridge
Fjölmargir spUarar nota ýmiss konar
óræðar hindrunarsagnir sem eru tíl þess
ætlaðar að rugla andstæðingana í ríminu
og gera þeim erfiðar fyrir í sögnum. Það
er oft beitt vopn, en getiu- í mörgum tU-
feUum snúist í höndum þeirra sem nota
þessi vopn og komið niöur á þeim sjálf-
um. Hér er eitt dæmi sem kom upp við
heimaspilamennsku í þessari viku. Sagn-
ir gengu þannig, vestur gjafari og aUir á
hættu:
♦ 106
V 43
♦ K5
+ KDG9765
* KG97543
* 7
* D102
+ 103
* Á82
.¥ ÁKD10865
+ 842
m u
f G92
♦ ÁG987643
Vestur Norður Austur Suður
2* Pass 3+ 4V
Pass Pass Dobl p/h
Opnun vesturs var gervisögn og var
hindrun í einhverjum Ut. Austur var í
vandræðum með sögn og valdi að segja
3 lauf svona til að byrja með. Suður
þurfti ekki að hugsa sig tnikið um, heldur
stökk í úttekt (game) í hjarta sem pössuð
var yflr til austurs. Hann vissi nú Utið
hvað hann átti aö gera af því að hann
vissi ekkert um þaö hver Utur félaga var.
VaUð stóð á miUi þess að segja fimm
tígla, passa eða dobla ttl refsingar. Hann
valdi síðasta kostinn og þann langversta
og fékk fyrir það þunga refsingu. Sagn-
hafi fékk 12 slagi (1190) eftir lauftiu út
og skipt yfir í spaðadrottningu. Sagnhafi
ákvað að spUa upp á græðgina en ekki
öryggið í þeirri von að hjartað lægi ekki
4-0. Það gekk upp og spaðatapslagimir
hurfu niður í laufið. SpaðaútspU í upp-
hafi kemur ekki einu sinni í veg fyrir að
sagnhafi fái 12 slagi, því vestur á ekki
nema 1 spaða. Hins vegar standa bæði 5
tíglar og 5 spaðar á hendur AV, aðeins
tapslagir á háUtaásana (ef svinað er fyrir
tigulkóng).
ísak Örn Sigurðsson
í: