Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1994, Blaðsíða 6
6
FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1994
Neytendur
Ný verðkönnun á Norðurlandi eystra:
Geturmun-
að 53% á ein-
staka vörum
- kaupmenn kvarta undan misháu innkaupsverði
„Þeim kaupmönnum sem talaö er
viö vegna verðkönnunarinnar finnst
mjög óréttlátt hve verð í'rá heildsöl-
um er mismunandi milli kaup-
manna. Sumir segjast kaupa vörurn-
ar í heildsölu á sama veröi og aðrir
eru að selja þær í smásölu. Þá vekur
sérstaka athygli í könnuninni hversu
mikiii verðmunurinn er á milli versl-
ana Kaupfélags Þingeyinga, þ.e.
Fosshóls og Matbæjar," sagði Sæ-
mundur Jóhannesson hjá Verkalýðs-
félagi Þórshafnar í samtali við DV.
Nýlega stóð verkalýðsfélagið fyrir
almennri verðkönnun á matvöru á
Norðurlandi Eystra. Verslanir í
könnuninni voru KL Þórshöfn,
Verslunarfélag Raufarhafnar, Bakki
á Kópaskeri, Þingey á Húsavík, Búr-
fell á Húsavík, KÞ Matbær á Húsa-
vík, KÞ Fosshóll, Mývatn í Reykja-
hlíð (áður Sel) og Laugaverslun að
Laugum. Tekiö var niður verð á 23
vörutegundum en ekkert mat var
lagt á gæði.
Mestur verðmunur á Frón
mjólkurkexi
Mestur verðmunur reyndist vera á
Frón mjólkurkexi eða 53%. Það var
dýrast hjá Verslunarfélagi Raufar-
hafnar og KÞ Fosshóli á 176 kr. en
ódýrast í Þingey á 115 kr. Minnstur
verðmunur var á Maarud papriku-
flögum eða 8%. Þær fengust þó ekki
nema á tveimur stöðum, voru seldar
á 325 kr. í Matbæ en 301 kr. í Þingey.
Reyndar kom verslunin Þingey
mjög vel út úr þessari könnun, eins
og sést á grafinu, en alls var hún
ódýrust í 15 tilfellum af 23.1 átta til-
fellum var Búrfell með hæsta verðið
og Verslunarfélag Raufarhafnar í
fimm tilfellum. Mesta vöruúrvalið
var í Þingey, Matbæ og KL Þórshöfn
en minnst í Verslunarfélagi Raufar-
hafnar þar sem ekki fengust 10 af
þeim 23 vörutegundum sem voru í
könnuninni.
KÞ verslanirnar misdýrar
Eins og Sæmundur benti á er mik-
ill verðmunur á milli kaupfélags-
verslananna Matbæjar og Fosshóls.
Þar hafði KÞ á Húsavík (Matbær)
alltaf vinninginn en verðmunurinn
fór allt upp í 50%. Frón mjólkurkex
kostaði t.d. 117 kr. í Matbæ en 176 kr.
í Fosshóli, Cheerios kostaði 239 kr. i
Matbæ en 320 kr. í Fosshóli og Home-
blest kex kostaði 103 kr. í Matbæ en
129 kr. í Fosshóli.
Græn paprika
(Kr/kg)
H Hæsta 0 Næst- Q Lægsta
lægsta
Fjaröar-
kaup V-J
Verslanir í könnuninni
Hagkaup(499)
Fjarðarkaup (560)
Kjöt & fiskur (533)
Nóatún (399)
Bónus(359)
Garðakaup (499)
10-11 (498)
Hæsta
Lægsta
Blátt Homeblest
129
99
Stfl
M
Hæsta
Lægsta
Hæsta
Lægsta
Mikill verðmunur er á milli matvöruverslana á Norðurlandi eystra. í þess-
ari könnun Verkalýðsfélags Þórshafnar var verðmunurinn mestur á Frón
mjólkurkexi, eða 53%, óg næstmestur á Rúbín-kaffi í rauðu pökkunum eða
52%. DV-mynd BG
Bónus
Úrskurður Samkeppnisstofnunar í „sveppamálinu":
Samkeppnislögin gilda
um dreifingu grænmetis
„Við fógnum mjög niðurstöðunni
enda er hún í anda þess sem við
væntum. Við teljum hana hafa for-
dæmisgildi varðandi alla dreifingu á
grænmeti og hugsanlega öllum bú-
vörum,“ sagði Stefán S. Guðjónsson,
framkvæmdastjóri Félags íslenskra
stórkaupmanna (FÍS). Samkeppnis-
stofnun hefur nú kveðið upp úrskurð
varðandi kæru félagsins á hendur
Ragnari Kristjánssyni, sveppabónda
í Hrunamannahreppi (Flúðasvepp-
um) frá því í maí á síðasta ári.
Stórkaupmenn kærðu þá Flúða-
sveppi fyrir að neita að láta ákveðið
dreifingarfyrirtæki innan FÍS fá
sveppi til dreifmgar á sama tíma og
þeir voru ekki til annars staðar og
innflutningur var bannaður á þeim
forsendum að Flúðasveppir ættu þá
til. Þetta töldu kaupmenn brjóta í
bága við búvörulögin sem heimila
ekki innflutning nema innlend fram-
leiðsla anni ekki eftirspum. „Dreif-
ingarfyrirtækjum hefur verið gróf-
lega mismunað á þeim tíma sem inn-
flutningur er ekld heimilaður. Við
höfum ekkert á móti því að vemda
innlenda framleiðslu en viljum hins-
vegar tryggja nægilega samkeppni
milli allra dreifmgaraðila og jafnt
aðgengi grænmetis, þ.e. að bændur
ráði ekki hveijum þeir selja,“ sagði
Stefán. Forráðamenn FÍS telja litla
neyslu grænmetis hér á landi (sem
er næstum sex sinnum minni en í
löndum EES) m.a. tilkomna vegna
ófullkomins dreifingarkerfis og
skorts á samkeppni.
í niðurstööu Samkeppnisstofnunar
er gerður skýr greinarmunur á fram-
leiöslu og dreifingu grænmetis. Bú-
vörulögin eru sögð gilda fyrir fram-
leiðsluþáttinn, þ.e. þau veita fram-
leiðendum ákveðna vernd gagnvart
innfluttum samkeppnisvörum en
Samkeppnislögin eru sögð gilda um
sjálfa vörudreifinguna.
Birgir R. Jónsson, formaður FÍS,
sagði framleiðendur hingað til hafa
túlkað búvörulögin mjög frjálst. „Nú
eru þau takmörkuð og bundin við
ákveðinn hóp manna, bændur og
framleiðendur. Frjáls samkeppni á
að ríkja á markaðinum og við teljum
úrskurðinn gefa fordæmi um að
Samkeppnislögin nái yfir dreifingu á
öllu grænmeti.“ Hann taldi áhuga-
vert að spá í hvaða áhrif þessi úr-
skurður komi til með að hafa á hefð-
bundna framleiðslu og sölu búvara,
þ.e. hvort það ætti t.d. samkvæmt
þessu að ríkja frjáls samkeppni á
sölu mjólkur.
fiskur
Tilboðin gilda frá fimmtudegi
til sunnudags. Þar fæst nauta-
snitsel á 898 kr. kg, lambagrill-
sneiöar á 590 kr. kg, svínakóte-
lettur á 798 kr. kg, Amo musli,
375 g, á 189 kr., Axa cornflakes,
750 g, á 179 kr., Minel Color
uppþvefni, 2 kg, á 299 kr. og París-
ar snittubrauð frá Myllunni á 99
kr.
Fjarðar-
kaup
Tilboöin gilda frá miðvikudegi
til föstudags. Þar fást Libero blei-
ur á 795 kr., Heinz B.B.Q. sósur,
6 teg„ á 135 kr., Heinz tómatsósa,
794 g, á 135 kr„ rauð epli á 110
kr. kg, stór satnlokubrauð á 95
kr„ bakaðar baunir, 'h dós, á 39
kr„ beyglur á 109 kr„ hvitlauks-
brauð á 109 kr„ vinnuskyrtur á
895 kr„ 2 staurar á 69 kr„ kinda-
hakk á 398 kr. kg og lambasvið á
198 kr. kg.
Bónus
Tilboðin gilda frá fimmtudegi
til flmmtudags. Þar er HM tilboð:
12 lítrar kók, ekta HM leðurbolti
og HM blaðið á 1.399 kr„ Eldorado
sósur, 3 teg. 500 ml, á 129 kr„ ufsi
á 169 kr. kg, Goða kryddl. læris-
sneiöar á 790 kr. kg, V-6 tyggjó, 3
pk„ á 97 kr„ gulrætur á 59 kr. kg,
Jaffa kex, 3 pk„ á 169 kr„ Smarti-
es, 150 g, á 97 kr. og polo skyrtur
á 439 kr. Bónus minnir á 10% af-
slátt af öllum kjötvörum, pylsum,
grillkjöti og áleggi.
Tilboðin gilda frá fimmtudegi
til laugardags. Þar fast ísl. tómat-
ar á 98 kr. kg, nautaframfillet á
749 kr. kg, marineraðar lamba-
lærissn. á 769 kr. kg, kjúklingar
á 597 kr. kg, hlutaöir kjúkl. á 597
kr. kg, melónuveisla (gul-
ar/grænar/vatns/galía) á 119 kr.
kg, Sun lolly klakai-, 10 stk. 3 teg.,
á 259 kr. pk„ Sun Quick ávaxta-
þykkni, 4 teg., á 329 kr. og Vita
Wrap plastfilma, 30 m, á 149 kr.
Munið Burtons og Viscount
ijallahjólaleikinn!
10-11
Tilboðm gilda frá miövikudegi
til þriðjudags. Þar fæst Goða
nautahakk, l. fl„ á 599 kr. kg,
Tuborg Grön létt, 'A 1, á 49 kr„
Þykkjabæjar paprikuskrúfur á
149 kr. pk„ MS Kvarg, allar
bragðteg., á 49 kr„ Freyju
riskubbar á 129 kr. og Burton’s
Viscountá 79 kr.
Tilboðin gilda frá fimmtudegi
til miðvikudags. Þar fæst Coca
cola, 48x0,33 cl, á 1.140 kr. (23,75
dósin), pizza á 319 kr„ kartöflu-
flögur Quintino, 25 g, á 25 kr„
konfekt Black Magic, 200 g, á 429
kr„ úrvals long grain hrísgrjón,
2 kg, á 299 kr„ úrvals basmati, 2
kg, á 499 kr. og Aro kornflex, 1
kg, á 269 kr.
Tilboðin gilda frá fimmtudegi
til miðvikudags. Þar fæst ferskur
regnbogasilungur á 299 kr. kg,
Heidelberg sósur, 250 ml, 4 teg„ á
109 kr„ nýjar kartöflur, 2 kg, á
169 kr„ Maryland kex á 65 kr„
kínakál á 129 kr. kg, Sun loily, io
stk., 2 teg„ á 189 kr„ Heins BBQ
sósur á 99 kr. og Blá Band sósur,
2 pk. 2 teg„ á 79 kr.