Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1994, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1994, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1994 í ! Spumingin Sækirðu skemmtistaði? Bára ösp Kristgeirsdóttir og Sigrún: Já, diskótek í félagsmiðstöðvum. Kristján Guðmundsson: Ég geri nú frekar lítið að því. Elsa María Ólafsdóttir: Já, svona við og við en það er mjög gaman þegar ég fer. Anna Kristín Þorsteinsdóttir: Ein- stöku sinnum. Oddný Inga Albertsdóttir: Já, eins oft og ég get. Auður Ingólfsdóttir: Já, það er mjög gaman. Lesendur Fyrirspum til heilbrigðisráðherra: Öldruð ósjálf bjarga í sjúkrarúmi heima í stof u Skortur er á hjúkrunarplássi. Verst er ástandið í Reykjavík. Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri svarar fyrirspurn frá Lilju Kristjánsdóttur. Lilja Kristjánsdóttir hringdi: Eg á í miklum vanda og helst myndi ég vilja ræða þetta vandamál mitt beint við heilbrigðisráðherra, Guð- mund Áma Stefánsson. Hann er vel- kominn til mín í kaffi. Þannig er mál með vexti að ég hý í Reykjavík og á aldraða móður, komna hátt á níræðisaldur, sem er hérna á miðju stofugólfinu hjá mér í sjúkrarúmi. Engin aðstaða er fyrir hana og hún þráir ekkert annað en að komast á heimili þar sem séð yrði um hana. íbúðarhúsið hér er ekkert frábrugðið öðrum og því plássið ekki mjög mikið. Gamla konan er alger- lega fótalaus og því höfum við t.d. reynt að leysa salemismálin meö ferðaklósetti, hún er með bleiu og þarf mjög mikla þjónustu. Það em afskaplega fáir sem taka þetta málefni fyrir. Það er ekki gott að við látum gamla fólkið reka á reið- anum, eins mikið og það er búið að vinna hér í þjóðfélaginu. Það er búið að skila sínu og það er óþolandi að verið sé að loka deildum á sama tíma og fjöldi fólks, ég trúi því ekki að þetta sé eina dæmið, þarf að hírast í heimahúsum þar sem engin aðstaða er fyrir það og því líður illa. Móðir mín hefur bara verið á hvíld- ardvöl, byrjaði á því í fyrra, en síðan þurfti hún að fara á sjúkrahús í vor og fékk ekki að vera þar nema í tíu daga. Læknarnir sögðust ekki geta gert meira fyrir hana og því var hún send heim. Hún getur alls ekki verið ein því það þarf að gera allt fyrir hana. Nú þætti mér vænt um ef Guð- mundur Árni kæmi til mín og hjálp- aði mér til þess að leysa þetta mál. Svona getur þetta ekki gengið. Skortur á sjúkraplássi Ekki náðist í Guðmund Áma vegna þessa máls en Páll Sigurðsson, ráðu- neytisstjóri í heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu, svarar: „Ég þekki ekki þetta tiltekna mál en heimilislæknir og heimahjúkrun- arfólk þessarar konu eiga að sinna því að hún fái pláss á stofnun ef talið er að hún þurfi þess. Yfir sumartímann hefur verið hægt að sinna öllum sem fólk hefur viljað koma til bráðabirgðavistunar. Slík vistun er hugsuð til þess að taka við fólki ef þeir sem annast það fara í frí. Vandamálið er að skortur er á hjúkmnarplássi jafnvel þótt nýbúið sé að bæta við nokkrum tugum plássa. Ákveðinn hópur í heimahús- um hefur ekki fengið pláss. Þetta virðist vera bundið við Reykjavík. Þetta er póhtískt mál,“ sagði Páll Sig- urðsson ráðuneytisstjóri. Ríkisstjórnin á að fara f rá Guðrún hringdi: Oft hef ég orðiö reið vegna vesal- dóms þessarar ríkisstjómar en sjald- an eins og nú. Þarf norska strand- gæslan að drepa sjómennina okkar til þess að ráðamenn hérlendir vakni upp af þymirósusvefninum? Hvað ætla þessir menn að draga lappirnar lengi í þessu máh? Sagt er frá þvi í fréttum dag eftir dag að norsku strandgæslubátamir séu nálægt því að kjafsigla togarana okkar en það virðist engin áhrif hafa á okkar ráöa- menn. Mér finnst það hrein skömm og vanvirðing við sjómennina aö ríkis- stjómin skuh ekki fyrir löngu hafa verið kölluð saman. Væri ekki ástæða til þess að þingið fengi að segja sitt í þessu stórpóhtíska máh? Ég fuhyrði að ekkert annað land myndi taka á þessu af eins miklum ræfildómi og við höfum gert. Við getum ekki látið vaða yfir okkur á þennan hátt. Ríkisstjómin hefur ekki verið í miklu uppáhaldi hjá mér fram að þessu og nú tekur steininn úr. Ríkis- stjórn sem ekki tekur á jafn stóru máh og fiskveiðiréttindi okkar á út- höfunum era verður að fara frá. Við höfum ekki efni á að hafa menn við stjórn sem ekki geta tekið á málum af festu. Nú saknar maður gömlu stjórnmálamannaima sem þorðu að segja sitt áht á hverju sem er. Eg veit hvað það er að vera staö- sett úti í ballarhafi og eiga langt í heimahöfn. Ég get því vel skihð að sjómennimir skuh vera sárir og reið- ir. Ég vil gjama fá þá heila heim og þvi segi ég burt með ríkisstjómina og það strax. Furðuleg skrif um ferjuflutninga Eyjarskeggi skrifar: Ég fæ ekki oröa bundist vegna greinar Sigurðar Garðarssonar í DV 16. júní sl. Þar er hann að býsnast út í það sem hann kahar „flottræfils- hátt í ferjuflutningum" og fer mik- inn. Ekki þori ég að úttala mig um þær tölur sem hann notar í sam- bandi við Vestmannaeyjaferjuna Herjólf en þótt þær séu réttar sé ég ekki hvað maðurinn er að fara. Ég bý ekki sjálfur í Eyjum en hef sterk- ar taugar til þeirra sem þar búa og finnst þeim ekki of gott að hafa góða ferju. Sigurður talar í grein sinni um að ísfirðingar notist við mun minni og ódýrari ferju en ég held að ekki sé um sambærilega hluti að ræða. Vest- mannaeyjar era þekktar fyrir aö vera mikið vindasvæði og stundum svo að meira að segja Herjólfur þarf frá að snúa. Ekki vildi ég þurfa að notast við htinn kopp í þeim veðrum sem stundum gerir þama. Ég held að hér sé um gríðarlegt landsbyggðarmál að ræða og mig grunar að Sigurður sé einn þeirra manna sem vilja að landsbyggðin leggist í eyði. Þeir era ansi margir sem halda að í Reykjavík séu pening- (amir og þeim sé dælt þaðan út á land. Bréfritara finnst réttlætanlegur sá kostnaður sem ferjuflutningar hafa í för með sér. Mig granar hins vegar að þessu sé einmitt þveröfugt fariö. Vestmannaeyingar þurfa góða og öfluga feiju og mér finnst óþarfi að menn séu að fetta fingur út í þann kostnað sem af því hlýst. Braðlað er meira á öðrum sviðum. Norskt Bjarni Valdimarsson skrifar: Áíram ísland! Noregur varð of seinn að verða nýlenduveldi. Gömlu nýlenduveldin og splunkuný velferðar- og lýðræö- isríki lágu a sínu eins og ormur á gulh. Þótt Bjömstene Bjömson rit- höfundur talaði um norskt ísland reyndist landinn heyrnarlaus. Þá hemámu Norðmenn fsasker og Jan Mayen. En Svalbarða og haf- inu umhverfis urðu þeir að deila með rikjum heims. Rússar vora og eru ósvífnastir allra. Undfr forystu Jóseps Stal- íns, sérfræðings á norðurhjara, komu þeir upp njósnastöð, kola- námu, flúgvelh og höfn á norsku landi og veiða eins oft og eins mikið og þeim sýaiist. Þeir setja bara upp svip yfir saklausrí um- vöndun Norðmanna. Danir, með ísland í farteskinu, viðurkeimdu sjálfstæöi Eystra- saltsríkja. Það sama gildir með undirskrift á Svalbarðasáttmála. Siggi á Akureyri hringdi: Það var mál til komið aö eitt- hvað yrði gert fyrir miðbæinn okkar, Ráðhústorgið. Nú er búið að setja niður fjöldann allan af trjám viö torgiö og að auki fullt af blómakössum af þeirri stærð að þeir verða ekki fluttir burt af drukknu fólki. Þeir sem sjá um gróðurmál á Akureyri eiga heið- ur skilinn, ekki bara fyrir þetta, heldur almennt. Bærinn okkar er fallegur og með tilkomu ahs þessa nýja gróðurs fáum við fall- egri bæ. Vériim jákvðsðari F.V. hringdi: Mér finnst alveg sorglegt hvað fólk er ahnennt neikvætt út í aht og alla. Ég bý hér í blokk ásamt mörgum öðrum og við funduðum á dögunum, eins og við gerum reglulega, og ég var alveg undr- andi á því hvað fóik var smá- munasamt og neikvætt. Við lifum í góðu þjóðfélagi á góðum tímum og það er fuh ástæða til þess að við hættum að kvarta yfir öhu. Verum jákvæðari. Styrkjum Dísa hringdi: Þaö er orðið langt um hðið síð- an hið hörmulega mál heimar Sophiu Hansen byrjaði og verður ömurlegra með degi hverjum. Mér skilst nú að hún fái engan styrk frá rikinu og finnst mér það mjög miður. Þessi áralanga bar- átta hennar hefur verið mjög kostnaðarsöm, svo raaður horfi bara á þann þátt. Aðra hjálp finnst mér að ríkisvaldið ætti að veita henm líka. Búið er að dæma henni í vil en sanu gerist ekkert. Við megum ekki láta Tyrkina fót- um troöa islenskt lýðræði. Uppmeð fótboKann Garðar hringdi: Hvað á maður lengi að þurfa að hiusta á þessar kerhngar sem endalaust nenna að tuða yfir því frábæra efni sem Sjónvarpið er að sýna okkur um þessar mund- ir, heimsmeistarkeppnina. Hvernig stendur á því að við fót- boltaáhugamenn getum ekki fengið að horf á þetta í friði og án þéss að fólk sé að agnúast út í Sjónvarpiö. Hver horfir annars á hetðbundna dagskrá Sjónvarps- ins á þessum tíma? Fáir, þori ég aö fuhyrða. Bravó RÚV, upp með fótboltann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.