Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1994, Blaðsíða 28
F R ETT A
X I
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
Rítstjórn - Auglýsingar - Askri - ■ : úfi-g: V- .
FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1994.
Klippt á annan togvírinn
„Varöskipiö kom á allt að 20 sjómílna hraða inn á miili togaranna og náði að klippa á annan togvírinn hjá Má SH,“ sagði Gunnar Magnússon, annar stýrimaður á Drangey SK 1, sem tók þessa
mynd. Það er stefnið á Drangey sem er lengst til vinstri á myndinni. Þar næst kemur Stakfellið og þá norska varðskipið Senja að klippa annan togvírinn hjá Má. Á milli Senja og Más sést móta
fyrir togaranum Blika. Þar næst sést gúmbátur norska varðskipsins sem sendur var til að kanna aðstæður áður en reynt var að klippa. Lengst til hægri er svo Rauðinúpur en hann, Stakfellið, Bliki
og Drangey reyndu að verja Má fyrir klippum varðskipsins á meðan hann var að toga en varðskipið náði að renna sér á milli togaranna. Þarna virti norska varðskipið engar siglingarregiur og
sýndi vítavert kæruleysi, að sögn íslensku sjómannanna. DV-mynd Gunnar Magnússon
Stúlkan látin
Stúlkan, sem flutt var á gjörgæslu-
deild Borgarspítala í fyrradag eftir
að hún var nærri drukknuð í baði á
sambýli fatlaðra í Hafnarfirði, er lát-
in. Stúlkan, sem var átta ára, komst
aldrei til meðvitundar eftir slysið.
Einhverjir óknyttadrengir í Breið-
holtinu gerðu það að leik sínum síð-
degis í gær að stinga garðslöngu með
rennandi vatni inn um glugga kjall-
^araíbúðar við Flúðasel. Slangan
hafði legið fyrir utan íbúðina og ver-
ið ætluð til annarra hluta. Hlutust
talsverðar skemmdir af athæfinu.
Lögregla og slökkvilið komu á stað-
inn og dældi vatni úr kjallaranum.
Ráðhúsið:
Sprengjuhótun
Öryggisverðir í ráðhúsinu og lög-
regla leituðu sprengju í ráðhúsinu
síðdegis í gær eftir að einhver hafði
hringt í ráðhúsið og sagt að þar væri
að finna sprengju. Að sögn konu sem
tók viö símtalinu var hringjandinn
►'íklega unglingur og símtahð á þann
veg að ekki þótti ástæða til að rýma
húsið.
Hluthafafundur 1 Sýn ákveðinn:
Stefnt að aðskiln-
aði við Stöð 2
Stjórn sjónvarpsstöðvarinnar Sýn-
ar fundaði í gær og samþykkti sam-
hljóða að verða við tflmælum nýs
meirihluta að boða til hluthafafund-
ar þann 14. júlí. Þar á að skipta um
stjórn félagsins. í hinum nýja meiri-
hluta í Sýn eru gamli meirflflutinn í
Stöð tvö ásamt Jóhannesi Torfasyni,
bónda á Torfalæk í Húnavatnssýslu.
Hann keypti sem kunnugt er hlut
Stöðvar tvö í Sýn.
Á fundinum verður tekin fyrir til-
laga um að „stefnt verði að aðskiln-
aði rnilli Sýnar og íslenska útvarpsfé-
lagsins". Samkvæmt heimfldum DV
óttast menn á Stöð 2 að geta ekki
samnýtt Sýnarrásina við myndlykla-
skiptin sem fram eiga að fara í sum-
ar, nái þessi tillaga fram að ganga.
Máli Sophiu frestað
Togarinn Bliki frá Dalvík kom til heimahafnar klukkan 8 í morgun og hafði
meðferðis klippur sem skipverjum tókst að ná af norskum varðskipsmönn-
um í Barentshafi á dögunum. Þeir Óiafur Traustason og Kristján Eldjárn
skipverjar á Blika, sem halda hér á klippunum, lóðabelg og víradræsu sem
þeim fylgdu, við komuna til Dalvíkur í morgun. „Þeir komu á litlum bát
með þessar klippur aftan í sér, festu þær í togvírnum um hjá okkur og það
var auðvelt að ná þeim um borð,“ sögðu þeir félagar. DV-símamynd gk
Lögskflnaðar- og forsjármáli Sop-
hiu Hansen, sem taka átti fyrir í
undirrétti í Istanbul í morgun hefur
verið frestað. Lögmenn Halims Als
mótmæltu úrskurði Hæstaréttar um
aö réttað yrði í málinu á ný og var
því vísað aftur tfl Hæstaréttar.
Sigurður Pétur Harðarson, tals-
maður Sophiu, sagði að líklega yrði
málið tekið fyrir á næstu dögum eft-
ir að Hæstiréttur hefur úrskurðað á
ný en Sophia er í Tyrklandi nú. Hún
hefur ekki getað fylgt eftir umgengn-
isrétti sínum við dætumar en á að
fá að hitta þær á laugardaginn og
mun hún gera það.
LOKI
Þetta heitir að fara hárfínt
fram hjá!
*
Veðrið á morgun
Fremur svalt
iveðri
Á morgun verður breytileg átt
á landinu, víðast gola. Skúrir á
víð og dreif, einkum sunnan- og
vestanlands. Fremur svalt í veðri.
Veðrið í dag er á bls. 36
EEEHia ■
I _Brook
| (rompton 1
RAFMÓTORAR
Powbeti
SuAuriandsbraut 10. S. 686499.