Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1994, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1994, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1994 7 Fréttir Stjórnarandstaða fagnar þingkosningum í haust „Alþýðubandalagið fagnar því ef kosið verður til Alþingis í haust. Á miðstjómarfundi okkar eftir sveitar- stjómarkosningar ályktuðum við formlega um að alþingiskosningar ættu að fara fram í september. Við bentum á að ríkisstjórnin réði ekki lengur við bin mikilvægustu mál. Samstarfið mni: stjómarflokkanna og innan þeirra er í molum. Þess vegna teljum við ekkert vit í því að halda áfram að hafa landsstjómina í höndunum á sundurtættri ríkis- stjóm. Því fyrr-sem haustkosningar em tímasettar því betra,“ sagði Ólaf- ur Ragnar Grímsson, formaður AI- þýðubandalagsins, spurður áhts á þeim fréttum að vænta megi alþing- iskosninga í haust. „Ég er þeirrar skoðunar að þessi ríkisstjóm sé um nokkum tíma búin að vera dauð til allra verka. Það hef- ur því verið krafa okkar framsóknar- manna að efnt verði til kosninga sem allra fyrst og undir þessum kringum- stæðum tel ég því rétt að boða til kosninga í haust. Það er alveg ljóst að eftir að Jóhanna hættir sem ráð- herra, og spilar frítt, er meirihluti ríkisstjómarinnar á Alþingi afar tæpur. Ákveðnir stjómarþingmenn hafa allt kjörtímabilið sífellt verið að hlaupa útundan sér. Þáð er erfið fjár- lagagerð framundan, nýir kjara- samningar og fleiri stórmál. Og með jafn veika ríkisstjóm, sem er að mínu mati dauð til allra verka, er þjóð- hættulegt að halda út í vetminn með ekki sterkarti landsstjóm en þessa,“ sagði Finnur Ingólfsson, alþingis- Afsögn Jóhönnu Sigurðardóttur eykur líkur á haustkosningum. DV-mynd BG maður og gjaldkeri Framsóknar- flokksins. „Við fógnum því ef boðað verður til haustkosninga. Við höfum marg- sinnis krafist þess að ríkisstjómin segi af sér. Það er líka þannig ástand í þjóðfélaginu að ég tel að ný öfl verði að koma að til að taka á efnahags- og atvinnumálunum. Allir vita að þaö hefur verið óróleiki mjög lengi á stjórnarheimiUnu og ljóst fyrir um það bil ári að ríkisstjórnin var óstarf- hæf. Það kom best fram við gerð síð- ustu fiárlaga þar sem gefist var upp við flest áform ríkisstjómarinnar. Við kvennalistakonur erum tilbúnar í kosningar og fórum að hefia undir- búning," sagði KristínÁstgeirsdóttir, þingkona Kvennahstans, um haust- kosningar til þings. Sveinn Fjeldsted, tæknistjóri ÞingvaUahátíðarinnar: Klósettslysið angi af umferðarteppunni - vísar gagnrýni Heilbrigðiseftirlits Suðurlands á bug „Allt varðandi salemismálin á Þingvöllum var eins og um var beð- ið. Að sjálfsögðu var verið að ganga frá þeim daginn fyrir hátíðahöldin. Klósettslysið var hluti af umferðar- teppunni. Það er heilagur sannleik- ur, enda komust dælubílarnir ekki um svæðið. Þá gekk fólkið ekki á grasinu eins og gert var ráð fyrir heldur hélt það sig á götunum. Ég bað um aðstoð lögreglunnar en fékk ekki því hún var upptekin af því að gæta þjóðhöfðingjanna," segir Sveinn Fjeldsted, tæknistjóri þjóðhá- tíðarinnar á Þingvöhum. í DV á mánudaginn kom fram hörð gagnrýni frá Birgi Þórðarsyni, full- trúa Heilbrigðiseftirhts Suðurlands, á salemis- og hreinlætisaðstöðuna á Þingvöhum. Haft var eför honum að aht hefði verið í klessu, hreinlæti ábótavant í sölufiöldum og verktaki hefði ekki mætt þegar gera átti úttekt á aðstöðunni. Sveinn vísar þessari gagnrýni al- farið á bug og segir hana rætna. Sjálf- ur hafi Birgir ekki gert vart við sig hjá stjórnendum á Þingvöhum þann 16. júní þegar gera átti úttektina. Staðreynd málsins sé að öh hreinlæt- isaðstaða hafi verið eins mn var beð- ið. Varðandi frágang salerna segist Sveinn hafa undir höndum myndir af lögnum sem heilbrigðiseftirhtið fuhyrðir að hafi ekki verið tengdar. Reiðhöllin: Keypt fyrir 75 milljónir ,(Það hefur staðið til í nokkurn tíma að kaupa Reiðhöllina og ég er mjög ánægð með afgreiðsluna í gær. Það vantar aðstöðu þarna upp frá sem gæti nýst okkur á margan hátt. Við verðum með fund á mánudag þar sem þetta verður rætt,“ segir Stein- unn V. Óskarsdóttir, formaður ÍTR. Borgarráð hefur samþykkt að kaupa Reiðhölhna í Víðidal fyrir 75 mihjónir króna af Framleiðnisjóði og Stofnlánadeild landbúnaðarins. Kaupverð greiðist á 12 árum og eru fyrstu tvö árin afborgunarlaus. Hæstaréttarhús: Nef nd á að f inna nýja lóð „Mér finnst að við eigum að kanna hvort hægt sé að finna lóð sem allir geta sætt sig við. Það má ekki gleyma þvi að borgin var búin að úthluta þessari lóð og gefa tilskilin leyfi þannig að við stöndum andspænis gerðum hlut hvað það varðar. Það er ekki einfalt mál að afturkaha slíkt ef það er ekki gert í sátt við dóms- málaráðuneytið,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarsfióri. Borgarráð hefur samþykkt að skipa þriggja manna nefnd th að skoða hvort hægt sé að finna nýja lóð undir nýbyggingu Hæstaréttar í Reykjavík. I nefndinni eiga sæti Sig- rún Magnúsdóttir, Guðrún Jónsdótt- ir og Vhhjálmur Þ. Vilhjálmsson og er nefndin sett á laggirnar sam- kvæmt beiðni frá dómsmálaráðu- neytinu frá því fyrir kosningar. BOSCH HANDVERKFÆRI TILKYNNING til þeirra, sem vilja aðeins það besta. BræðurnirORMSSON hf. hafatekið við umboði og allri þjónustu á hinum viðurkenndu BOSCH handverkfærum. Öll viðgerðar- og varahlutaþjónusta er nú í góðum höndum hjá okkur. Við munum leggja allan okkar metnað í góðan lager og fullkomna þjónustu. BOSCH * Svissnesk og þýsk gæðavara. Áratuga reynsla okkar í meðhöndlun handverkfæra segir allt sem þarf... B R Æ Ð U R N I R ORMSSONHF Lágmúla 9, sími 38825 Ath: ekið inn frá Háaleitisbraut Skeifunni • Hólagarði • Grafarvogi • Seltjarnarnesi • Akureyri Líka á kvöldin !

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.