Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1994, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1994, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1994 5 Fréttir Mikið kapphlaup um lausar stjómunarstöður í viðskiptalífmu: Fjórar ioppstöður í boði Nokkrar af eftirsóknarveröustu stjómunarstöðum í íslensku viö- skiptalífi eru lausar, eöa em aö losna, um þessar mundir og miklar vangaveltur em um hverjir fá stöö- urnar. Fyrirtæki sem oftast eru nefnd í þessu sambandi eru íslenska útvarpsfélagið (Stöö 2), Vífilfell hf., Iceland Seafood Corporation og Sól/Smjörlíki hf. Sá stjórnandi sem hvaö eftirsókn- arverðastur þykir í dag er Páll Kr. Pálsson, fyrmm framkvæmdastjóri Vífilfells, en hann lét sem kunnugt er af störfum hjá Vífilfelli fyrir skemmstu vegna langvarandi ágreinings við Pétur Björnsson, for- stjóra fyrirtækisins. Páll er um þess- ar mundir orðaður viö margar stöö- ur. Þar á meðal framkvæmdastjóra- stööu hjá Iceland Seafood Corpora- tion í Bandaríkjunum. Magnús Friðgeirsson, núverandi framkvæmdastjóri Iceland Seafood, lætur af því starfi í haust og sam- kvæmt heimildum DV mun hann sjálfur ráða miklu um val eftirmanns síns. Páll þykir hæfur í þessa stööu, meðal annars vegna þess aö hann hefur veriö lengi í framleiðsluiönaö- inum. Hann hefur verið fram- kvæmdastjóri Iöntæknistofnunar auk þess sem hann er hagverkfræð- ingur að mennt. Hins vegar er nokk- ur óvissa um hvernig gamla Sam- bandsarminum líst á þaö. Önnur staða sem Páll er orðaður við er hjá Sól/Smjörlíki hf. en ljóst Páll Kr. Pálsson, fyrrum fram- kvæmdastjóri Vífilfells og Iðntækni- stofnunar, þykir einn eftirsóttasti stjórnandinn i íslensku viðskiptalifi um þessar mundir. Fréttaljós Ari Sigvaldason er að lánardrottnar fyrirtækisins, íslandsbanki, Iðnlánasjóður, Iðnþró- unarsjóður og GUtnir hf. eignast fyr- irtækið um næstu mánaðamót. Rætt er um að fá Pál þangað sem fram- kvæmdastjóra en hann er vel kynnt- ur í iðnaðargeiranum. Ragnar Kjartansson, fyrrum fram- kvæmdastjóri Hafskips, hefur verið nefndur sem líklegur framkvæmda- stjóri/sjónvarpsstjóri hjá Stöð 2. Ekkert hefur heyrst um ráðningu eftirmanns Páls hjá VífilfelU. Mikfil ágreiningur hefur verið milU Páls og Péturs Bjömssonar forstjóra und- anfarið. Rætt er um það í viðskipta- lífinu að ekki verði ráðið í þessa stöðu heldur muni ættingjar Péturs Björnssonar taka við en samkvæmt heimildum DV voru búnar til tvær nýjar toppstöður í VífilfelU á sl. ári sem heyra beint undir forstjórann og því voru völd Páls Kr. orðin mjög takmörkuð síðustu mánuðina í starfi. Nýi meirihlutinn í íslenska sjón- varpsfélaginu, sem rekur Stöð tvö, hefur ekki enn tekið ákvörðun um ráðningu sjónvarpsstjóra eftir að PáU Magnússon sagði upp störfum. Nafn Ragnars Kjartanssonar, fyrr- um forstjóra Hafskips, hefur hins vegar verið mikiö í umræðunni. Meirihlutamenn segjast vilja fá mann sem hafi góð tök á rekstri og stjórnun. Nafn Símonar Gunnars- sonar hefur einnig heyrst. Það þykir einnig koma tfi greina að ráðinn verði útlendingur til starfans. Þá er talað um að Sigurjón Sighvatsson muni sjá um að finna hæfan mann og óháðan öfiu í íslensku viðskipta- lífi tíl að „taka til hendinni" í fyrir- tækinu, eins og einn viðmælandi DV orðaði það. rp GjufíniJícminÐ ^ —' Laugavegi 178 Kvöldverðartilboð vikuna 23.-30. júní ’94 Sjávarsúpa með blönduðu sjófangi Glóðað lambafille með grænmeti og rauðvínssósu Vanilluís í pönnukökuskjóðu með ferskum ávöxtum Verð kr. 1.950 Borðapantanir í síma 88 99 67 HM knattþrautir Nóatúns og Coca-Cola Leikreglur: Hver þátttakandi fær tvær tilraunir til að skjóta boltanum í mark. Ef hitt er í eitt skipti vinnur viðkomandi HM fótbolta. Að auki fá ALLIR keppnisaðilar HM Upper Deck pakka og HM blöðrur Leikstjórnandi Heimir Karlsson HM1994USA Dagskrá: Föstudaginn 24. Júní Nóatún Rofabæ kl. 15.00 -16.00 Laugardaginn 25. Júní Nóatún Hringbraut kl. 11.00-12.00 Nóatún Furugrund kl. 13.00 -14.00 NOATTJN HM1994USA Alþjóðlegur styrktaraðili

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.