Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1994, Blaðsíða 12
12
FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1994
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjórar:-JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00
FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk.
Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk.
Þjóðlegt klúður
Þegar þjóðhátíðamefnd og lögregla eru skömmuð fyr-
ir að klúðra nokkrum mikilvægustu þáttum þjóðhátíðar-
innar á Þingvöllum, gæta gagnrýnendur þess ekki, að
við undirbúninginn var beitt þjóðlegum vinnubrögðum,
í samræmi við áratuga hefð í póhtík og atvinnulífi.
Söguleg hefö er fyrir því, að ábyrgðarmenn stórmála
megi skokka með aht á hælunum um víðan vöh í nokk-
um veginn takmarkalausri bjartsýni. Við þekkjum þetta
úr laxeldi og loðdýrarækt og við munum eftir skuttogara-
æðinu mikla, svo og öllum milljarðasjóðum ríkisins.
Aðferðafræðin er gamalkunn. í nefnd eða ráð eða sjóð
em skipaðir nokkrir þjóðkunnir menn, sem maður
mundi ekki einu sinni þora að senda út í bakarí eftir
brauði. Þeir láta búa til fyrir sig ævintýralegar ráðagerð-
ir Utprentaðar um að láta smjör drjúpa af hverju strái.
Eitt frægasta dæmið um þennan víðáttumikla og
landsfóðurlega bamaskap er tugmiUjarða sjóðasukk rík-
isstjómar Steingríms Hermannssonar, sem áratugum
saman verður þjóðinni þung byrði. í eðlilegu framhaldi
af þessu var Steingrímur gerður að seðlabankastjóra.
Þjóðhátíðarklúðrið var raunar tiltölulega afmarkað.
Sumt gekk upp. Til dæmis var framleidd vara, sem seld-
ist. Fólk vildi sækja hátíðina og reyndist njóta hennar.
Og hátíðin var ekki dýr á mæUkvarða rUdssukksins,
kostaði ekki nema um það bil hundrað miUjónir króna.
Þjóðhátíðamefnd og afreksmenn hennar unnu þjóð-
lega að málum, þegar ákveðið var að kasta umferðar-
vandanum aftur fyrir sig og auglýsa glæsilegar móttökur
fyrir sextíu til áttatíu þúsund manns á ÞingvöUum. Það
er ekki til íslenzk hefð fyrir að reikna dæmi til enda.
Útlendingar hefðu sett einvald yfir framkvæmdir og
rekstur á öUum þáttum þjóðhátíðar. Þeir hefðu látið gera
reiknilíkan um flæði bUa á tímaeiningu og um aðgang
tugþúsunda manna að salemum. Þeir hefðu fundið
flöskuhálsana í skipulaginu og mtt þeim úr vegi.
Vegarspottar heföu verið lagðir og þunga létt af við-
kvæmustu krossgötum. Þyrlur hefðu verið notaðar fyrir
fína fólkið. Almenningur hefði verið varaður við og sagt
að leggja af stað með miklum fyrirvara. Þyrlur og farsím-
ar hefðu verið notaðir til að sjá hnúta og leysa þá.
Svo virðist sem smákóngamir, er réðu ríkjum á ýms-
um sviðum þjóðhátíðar, hafi ekki hafi neina sýn yfir ferh
klúðursins. I stað þess að kaUa á almannavamir eða
bara hrópa á hjálp, römbuðu þeir um vöU í glýju frá stór-
mennum og létu sig kannski dreyma um fálkaorðu.
Að baki klúðursins eins og svo margra séríslenzkra
vandræða á síðustu áratugum er sannfæring valda-
manna um, að ekki þurfi að vinna af nákvæmni og með
fyrirvara að smáatriðum, heldur muni aUt reddast að
lokum, þegar hugurinn hefur fyrst borið þá hálfa leið.
ÓbUandi bjartsýni og stórhugur em kostir og gaUar í
senn. Við undirbúning og framkvæmd þjóðhátíðar fengu
þessi þjóðareinkenni útrás í báðar áttir í senn. Og að
leiðarlokum kom auðvitað í ljós, að enginn bar ábyrgð á
neinu, sem er auðvitað þjóðareinkenni númer eitt.
Sérstök nefnd verður skipuð til að hvítþvo málsaðUa
og kenna þjóðinni sjálfri um klúðrið, enda hafi hún ekki
ákveðið fyrr en á síðustu stundu að bregða sér á þjóð-
hátíð. Þetta verður niðurstaða við hæfi, enda hefur þjóð-
in jafnan stutt bjartsýni og stórhug valdamanna sinna.
Kjósendur ættu að minnsta kosti ekki að vera lengi
gramir, því að þeir hafa jafnan verðlaunað valdamenn
fýrir margfalt dýrara klúður en þjóðhátíðin var.
Jónas Kristjánsson
„Sagt er að íslendingar hafi lagt um 10.000 milljónir í fiskeldi og ranglega sagt að það fé hafi tapast," seg-
ir Guðmundur G. Þórarinsson meðal annars.
Nýtum f iskeldis-
stöðvarnar
Fiskeldistímabílið á íslandi var
erfitt og endasleppt. Margir hafa
oröið til þess aö felia þunga dóma
um þennan þátt í sögu okkar. Fjár-
festingin var hröö. Norðmenn voru
margir orönir milljónamæringar á
fiskeldi og allt virtist benda til þess
aö þessi atvinnugrein væri einn
helsti vaxtarbroddur framtiðarinn-
ar. Reyndar gleymist íslendingum
stundum að Norðmenn og aðrir
útlendingar fjárfestu hér gríðarleg-
ar upphæðir í fiskeldi. Margar
stærstu fiskeldisstöðvarnar á ís-
landi voru aö verulegu leyti byggð-
ar upp af útlendingum. Nægir þar
að nefna íslandslax, Lindalax,
Fjallalax, ísnó, Silfurlax og Voga-
lax. Erlendir menn höfðu mikla trú
á framtíð fiskeldis á íslandi. Þeir
komu hingað að eigin frumkvæði
margir til þess arna. Þeir sem í
áratugi höfðu reynt að fá útlend-
inga til þess að fjárfesta í íslensku
atvinnulífi, aðallega stóriðju,
horfðu undrandi á þennan áhuga.
En ævintýrið varð að hálfgerðri
martröð. Erfiðleikarnir reyndust
margir og ekki ætlunin að telja þá
upp hér. Verðhrunið á laxinum var
sUkt fyrir greinina að helst verður
jafnað til þess þegar síldin hvarf.
Engum blandast þó hugur um að
fiskeldi er framtíðargrein og ís-
lendingar hafa ekki efni á aö sitja
hjá í þeirri þróun. Norömenn eru
taldir eyða um 11.000 milljónum
árlega í tilraunir og þróunarverk-
efni í fiskeldi. Sagt er að íslending-
ar hafi lagt um 10.000 milljónir í
fiskeldi og ranglega sagt að það fé
hafi tapast. Af fiskeldinu hafði rík-
ið og margir þjóðfélagsþegnar
miklar tekjur, en það sem meira
er, stór hluti þessa fjár er bundinn
í fjárfestingum sem eiga eftir aö
skila arði ef rétt er haldið á.
Kjallaiiim
Guðmundur G.
Þórarinsson
verkfræðingur
Ónýttar fiskeldisstöðvar
Fjölmargar fiskeldisstöövar
standa ónotaöar. Árangurinn af
íslandslaxi sýnir að þeirri stöðu er
náð að reka má landstöðvar á ís-
landi með árangri þegar íjárfest-
ingarkostnaður er talinn fórnar-
kostnaður eins og staðan er reynd-
ar á íslandi í dag. Lítum þá nánar
á málið.
1) Mikil fjárfesting er í íslenskum
fiskeldisstöðvum sem kemur eng-
um að notum, stöðvarnar eru til
staðar.
2) Stór hluti rekstrarkostnaðar
landstöðvanna er raforka. Nú búa
íslendingar við mikla umfram
framleiðslugetu í raforkukerfmu.
Vatnið rennur framhjá orkustöðv-
um ónotað. Nýting þessarar um-
framgetu kostar okkur sáralítið.
3) Mikið atvinnuleysi er í landinu
og fúlgur greiddar í atvinnuleysis-
bætur.
Þessir þættir mæla allir með því
aö gaumgæfilega sé skoðað hvort
ekki sé rétt að setja eldisstöðvarnar
í gang.
4) Framleiðsla eldisstöðvanna er
öll til útflutnings.
5) Aðföng fiskeldis eru að lang-
mestu leyti innlend.
6) Eldisstöðvarnar kaupa mikla
þjónustu innanlands og auka þann-
ig umsvif í landinu.
Fiskeldi er framtíðargrein sem
Íslendingar hafa ekki efni á að
dragast aftur úr í. Þegar við þetta
bætist að stóra landstöðin íslands-
lax er rekin með árangri miðað við
að fjárfestingin sé fórnarkostnaður
verður dæmið enn ljósara. Fram-
farir hafa orðið miklar í eldisþekk-
ingu. Menn hafa náð betri tökum á
eldisumhverfinu, sjúkdómum og
eldisstofnum. Allt bendir þvi til að
við eigum að reka þessar stöðvar.
Guðmundur G. Þórarinsson
„Erfiðleikarnir reyndust margir og
ekki ætlunin að telja þá upp hér. Verð-
hrunið á laxinum var slíkt fyrir grein-
ina að helst verður jafnað til þess þegar
síldin hvarf.“
Skoðanir aimarra
Þarf ir barnanna
„Hjónaskilnaðir og sambúöarslit er nokkuð sem
hefur aukist til mikilla muna á íslandi síöustu 20
árin. Fjölskyldur einstæðra foreldra er í flestum til-
vikum tímabundið fjölskylduform. Stjúpfjölskyldan
er fiölskylduform sem er oröið algengt á íslandi og
á væntanlega eftir að verða enn algengara. í flestum
tilvikum aðlagast börn með tímanum þeim breyting-
um sem á högum þeirra veröa ef vel er á málunum
haldið af hendi foreldranna... virðast foreldrar ekki
geta gert greinarmun á eigin þörfum og þörfum bam-
anna.“ Helga Þórðardóttir í Mbl. 22. júní.
Ails ekki hætt
„Ég verö að segja að niöurstöður af því samtali
(við Jón Baldvin) gefa mér lítt tilefni til áframhald-
andi setu sem ráðherra... Ég er viss um að kröfur
fólksins eru breyttar áherslur í stjómmálum. Ég fékk
verulegan stuöning á flokksþinginu, þótt þama hafi
orðið afgerandi munur og ég held að þessar kröfur
um breytingar sem komu fram t.d. hjá R-listanum
hér í Reykjavík muni ná inn í landsmálapólitíkina
fyrr eða síðar... Ég er alls ekki hætt í pólitík, langt
í frá.“ Jóhanna Sigurðardóttir í Mbl. 22. júní.
Aldalöng barátta
„Á stund sem þessari, er hollt að gefa því gaum,
að þjóðfrelsið fékkst ekki afhent á silfurfati, heldur
með aldalangri baráttu, þar sem skiptust á skin og
skúrir. Okkur, sem nú Hfum og höfum tekið í arf
strit kynslóðanna, er bæði rétt og skylt að minnast
þess að íslensk þjóð mátti í eina tíð búa við ófrelsi
og allsleysi... Þótt þjóðin sé fámenn er hún stór í
andanum og hefur á skömmum tíma skilað miklu
dagsverki og gengiö greiðlega götuna frá fátækt til
bjargálna." Júlíus Hafstein i Alþýðublaðinu 22. júni.