Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1994, Blaðsíða 15
14
FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1994
FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1994
27
Iþróttir
HM-FRÉTTIR
Fleiri mörk, fleiri áhorfendur,
færri jafntefli og engin þeirra
markalaus. Þetta er niðurstaöan
þegar litið er á fyrstu umferð
riðlakeppninnar á HM í knatt-
spymu og hún borin saman við
fyrstu umferð þriggja næstu
heimsmeistaramóta á undan.
Áhorfendur
Áhorfendur á fyrstu 12 leikjun-
um vora samtals 788.651 eða
65.721 að meðaltali á leik sem er
20 þúsund meira en á síðustu
keppni, á Ítalíu 1990, og 30 þúsund
fleiri en á Spáni 1982. Saman-
burðurinn sést hér til hhðar.
Flestir áhorfendur hafa séð leik
Kólumbíu og Rúmeníu, 91.856, en
fæstir leik Nígeríu og Búlgaríu,
44.132.
Möric
Mörkin eru 30 í fyrstu 12 leikj-
unum, fjórum fleiri en 1990 og 10
fleiri en 1986. Þau eru þó 4 færri
en 1982 en þá voru skoruö 18
mörk í tveimur leikjanna en að-
eins 16 í hinum tíu. Samanburð-
urinn sést í grafinu hér til4iliðar.
Jafntefli
Jafntefli eru aðeins 3 í 12 leikj-
um og ekkert þeirra markalaust
en tvö 2-2. Árin 1982 og 1986 urðu
5 jafntefli í fyrstu 12 leikjunum
en fækkaöi niður í 3 árið 1990.
Áöur voru allt að 3 markalaus
jafntefli í fyrstu umferð.
Markskot
Holland átti flest markskot í 1.
umferð, 29 gegn Sádi-Arabíu.
Sviss átti 24 gegn Bandaríkjun-
um, Marokkó 21 gegn Belgíu og
Argentína 21 gegn Grikklandi.
Rússar áttu fæst markskot, að-
eins 6 gegn Brasiliu. Bóhvía átti
8 gegn Þýskalandi og Grikkland
8 gegn Argentínu.
Flest markskotin voru í leik
Bandaríkjanna og Sviss, 39 tals-
ins, en fæst hjá Brasilíu og Rúss-
landi, aðeins 17.
Aukaspymur
Kólumbíumenn brutu oftast af
sér í 1. umferð, 20 sinnum gegn
Rúmeníu og síðan Marokkó, 19
sinnum gegn Belgíu.
Svíar brutu aðeins 5 sinnum af
sér gegn Kamerún og Bóhvíu-
menn 6 sinnum gegn Þjóðveijum.
Flestar aukaspyrnur voru
dæmdar í leik Kólumbíu og
Rúmeníu, 32, en fæstar í leik Sví-
þjóðar og Kamerún, aðeins 16.
Homspymur
Noregur fékk flestar horn-
spymur í 1. umferð, 11 gegn Mex-
íkó, og Búlgaría fékk 10 gegn Ní-
geríu. írar fengu fæstar hom-
spymur, aðeins eina gegn ítahu.
Flestar homspyrnur voru
dæmdar í leik Noregs og Mexíkó,
17, en fæstar í leik Svíþjóðar og
Kamerún, aðeins 6.
Spjöld
BrasiUa og ítaUa voru prúðustu
Uðin í 1. umferð, hvoragt Uð fékk
á sig spjald.
BóUvíumenn fengu flest spjöld,
3 gul og eitt rautt.
Flest spjöld fóm á loft í leik
Þýskalands og BóUviu, 6, en í
leikjum Nígeríu við Búlgaríu og
Svíþjóðar við Kamerún voru að-
eins sýnd 2 spjöld.
Rangstöður
írar létu oftast veiða sig í rang-
stöðugildru í 1. umferð, 8 sinnum
gegn Itölum, en Sviss og Rússland
fengu enga rangstöðu á sig í leikj-
unum við Bandaríkin og BrasiUu.
Flestar rangstööur vom dæmd-
ar í leik ítaUu og írlands, 10, en
fæstar í leik BrasiUu og Rúss-
lands, 2.
Óvænt úrslit í A-riðlinum á HM:
Kanar skelltu
Kólumbíu
- og stefna í úrslitin ásamt Sviss
Bandaríkjamenn unnu í nótt fræk-
inn sigur á Kólumbíu, 2-1, í A-riðli
heimsmeistarakeppninnar í knatt-
spyrnu og tryggðu sér með því svo
gott sem sæti í 16-liða úrslitunum.
Kólumbíumenn, sem sumir spáðu
heimsmeistaratithnum, hafa þar
með tapað báðum sínum leikjum og
eru á leið út úr keppninni. Þeir verða
að vinna Sviss með tveimur mörkum
í lokaumferðinni og treysta á að
Bandaríkin vinni Rúmeníu og að tvö
Uð í þriðja sæti í öðrum riðlum verði
með lakari árangur.
Kólumbíska Uðið varð fyrir miklu
áfalU rétt fyrir leikinn, eins og fram
kemur í fréttinni hér til hliðar, og
náði sér aldrei á strik. Það heíði þó
hæglega getað komist yfir í byrjun
þegar boltinn hrökk af bandarískum
varnarmanni í stöng og síðan var
bjargað á marklínu.
Sjálfsmark Kólumbíu
Andres Escobar, vamarmaður Kól-
umbíu, varð fyrir því áfaUi að senda
boltann í eigiö mark eftir fyrirgjöf frá
John Harkes og Ernie Stewart gerði
út um leikinn með marki í byijun
síðari hálfleiks, 2-0. Adolfo Valencia
skoraði fyrir Kólumbíu í lokin en það
breytti engu nema markatölunni.
„Það trúði enginn því að við gætum
náð langt og við höfðum því allt að
vinna. Nú verða önnur lið að bera
virðingu fyrir okkur,“ sagði banda-
ríski markvörðurinn Tony Meola.
Hræðilegur dagur
„Þetta er hræðilegur dagur og þrátt
fyrir öfl vandamálin hélt ég að Uðið
gæti ekki leikið svona iUa. Það er
synd að reglumar leyfa aðeins tvær
skiptingar, annars hefði ég skipt öll-
um 11 leikmönnunum út af í seinni
hálfleik,“ sagði Francisco Maturana,
þjálfari Kólumbíu.
Það vom rúmlega 93 þúsund áhorf-
endur á leiknum sem fram fór á Rose
Bowl leikvanginu í Los Angeles, met
í keppninni til þessa, og fógnuðurinn
var gífurlegur í leikslok, jafnt hjá
leikmönnum bandaríska liðsins sem
áhorfendum.
Óvæntur stórsigur
Sviss á Rúmeniu
Það urðu önnur óvænt úrsUt í A-
riðlinum í gærkvöldi þegar Sviss
vann stórsigur á Rúmeníu í Silver-
dome-höllinni í Detroit, 4-1. Alain
Sutter kom Sviss yfir, Gheorghe Hagi
jafnaði fyrir Rúmeníu en Stephane
Chapuisat, Adrian Knup og Georges
Bregy skoruðu fyrir Sviss í seinni
hálfleiknum.
Rautt á varamanninn
Ioan Vladiou, sem kom inn á sem
varamaður hjá Rúmenum, var rek-
inn af leikvelh aðeins 4 mínútum síð-
ar fyrir ljótt brot á Chapuisat.
Með þessum úrsUtum er staða
Sviss orðin nánast gufltrygg og það
óvænta hefur gerst að Sviss og
Bandaríkin eru nánast ömgg í 16-Uða
úrsUtin en Rúmenía og Kólumbía
standa höUum fæti. Rúmenum á þó
að duga jafntefli við Bandaríkin til
að komast líka áfram.
„Ég er stoltur af mínum mönnum,
eftir 40 ára bið geta Svisslendingar
loks fagnað sigri í úrsUtakeppni
HM,“ sagði Roy Hodgson, þjáifari
Sviss.
Anghel Iordanescu, þjálfari Rúm-
ena, sagði að mistök einstakhnga
hefðu kostað þetta tap og að 3.000
kílómetra ferð frá Los Angeles til
Detroit í leikinn hefði setið í Uðinu.
MiðasalaáHM:
Bæjarábyrgðin samþykkt
Bæjarstjóm Akureyrar hefur sam-
þykkt að veita ábyrgð fyrir miðasölu
vegna heimsmeistarakeppninnar í
handknattleik á íslandi á næsta ári.
HaUdór Jóhannsson, arkitekt á
Akureyri, fór fram á að fá ábyrgð
hjá Akureyrarbæ og má segja að
hann hafi nú unnið hálfan sigur í
máhnu. Bæjarráð Akureyrar á þó
eftir að staðfesta ákvörðun bæjar-
stjómar og era flestir á að svo verði.
Ahorfendur
• í 1. umferð riölakeppni HM -
70000
60000
50000
40000 ---35604
30000
20000
10000 '
0 —
'82
65721
43765——46587-
'86
'90
'94
DV
íþróttir
Liði Kólumbíu
breytt vegna
morðhótana
- Maturana vildi segja af sér fyrir leikinn
Tveimur klukkutímum áður en leik-
ur Kólumbíu og Bandaríkjanna í
heimsmeistarakeppninni í knatt-
spyrnu hófst undir miðnættið hárust
Gabriel Gomez, leikmanni Kólumbíu,
og Francisco Maturana, þjálfara Uðs-
ins, hótanir um að íjölskyldur þeirra
yrðu drepnar ef Gomez spilaði leikinn.
Maturana neitaði í fyrstu að breyta
liðinu og hótaði að segja frekar af sér
en stjómarmenn kólumbíska knatt-
spymusambandsins fengu hann ofan
af því klukkutíma fyrir leik.
Morðhótanir í símbréfi
Hótanirnar bárast með símbréfi frá
borginni MedelUn í Kólumbíu, sem
lengi hefur verið miðstöð kólumhísku
eiturlyfjabarónanna og eins alræmd-
asta glæpahrings heims, en Gomez er
leikmaður með Nacional Medellin.
Þess var krafist að Herman Gaviria,
félagi hans úr Nacional, tæki stöðu
hans og eftir því var farið. Gomez, sem
er 25 ára, hafði leikið sinn 50. landsleik
fyrir Kólumbíu gegn Rúmeníu á dög-
unum en Gaviria sat þá á varamanna-
bekknum. Gomez var af mörgum ásak-
aður um að hafa ekki gætt Gheorge
Hagi nægilega vel í leiknum.
Ferli mínum er lokið
„Það er útilokað fyrir mig að leika
knattspyrnu með þetta á bakinu. Ferli
mínum í knattspyrnunni er sama sem
lokið,“ sagði Gomez í sjónvarpsviðtaU
45 mínútum áður en leikurinn hófst.
Þetta var ekki eina áfalhð sem dundi
á kólumbíska Uðinu fyrir leikinn. Luis
Herrera, varnarmaður Kólumbíu,
missti bróöur sinn í bílslysi á sunnu-
daginn en lét það þó ekki aftra sér frá
þvi að spfla í nótt.
Yekini til Grikklands
Rachid Yekini, miðheijinn
öflugi hjá Nígeríu, er á fórum til
Olympiakos í Grikklandi en hann
lék í vetur með Vitoria Setubal í
Portúgal og varð markahæsti
leikmaður 1. defldarinnar þar. -
Simeone til AHetico
Diego Simeone, argentínski
landshðsmaðurinn, tilkynnti í
gær að hann hefði skrifað undir
fimm ára samning við Atletico
Madrid á Spáni en hann hefur
leikið með SevUla þar í landi síð-
ustu tvö árin.
Langþráðirsigrar
Bandaríkjamenn unnu í nótt
sinn fyrsta sigur í úrsUtakeppni
HM í 44 ár, eða síðan þeir unnu
England, 1-0, árið 1950. Sviss
vann síðast leik í úrsUtum HM
fyrir 40 árum, 4-1 gegn ítölum
árið 1954.
Stærstidagurinn
Alan Rothenberg, forseti
bandaríska knattspyrnusam-
bandsins, sagði eftir sigurinn á
Kólumbíu í nótt að þetta væri
stærsti dagurinn í knattspymu-
sögu Bandaríkjanna.
„Petr Baumruk er góður kostur fyrir
okkur. Við höfum lengi horft tU hans
sem þjálfara og hann var vænsti kost-
urinn að þessu smni," sagði Lárus
Karl Ingason, stjórnarmaður í liand-
knattleUísdeUd Hauka en í fyrrakvöld
var Petr Baumruk ráðinn þjálfari 1.
deildar Uðs Hauka í handknattleik fyr-
ir næsta timabU,
Baumruk hefur leikið með Uði
Hauka síðustu ijögur árin. Jóhann Ingi
Gunnarsson verður tæknilegur ráð-
gjafi liðsins og aðstoðar við undirbún-
ingsþjálfun fyrir næsta tímabil í sumar
en ekki hefur verið gengið frá ráðn-
íngu aöstoðarmanns Baumruks á
bekknum.
A-RIÐILL
Sviss (1) 4
Rúmenía (1) 1
1-0 Alain Sutter (16.)
1- 1 Gheorghe Hagi (36.)
2- 1 Stephane Chapuisat (52.)
3- 1 Adrian Knup (66.)
4- 1 Georges Bregy (73.)
Sviss: Pascolo - Herr, Geiger,
Hottiger, Quentin - Ohrel (Sylves-
tre 83.), Bregy, Sutter (Bickel 71.),
Sforza - Knup, Chapuisat.
Rúmenía: Stelea - Petrescu, Mi-
hali, Belodedici, Prodan - Munte-
anu, Popescu, Lupescu (Panduru
86.), Hagi - Dumitrescu (Vladoiu
70.), Raducioiu.
Bandaríkin
Kólumbía
(1) 2
(0) 1
1- 0 sjálfsmark (34.)
2- 0 Emie Stewart (51.)
2-1 Adolfo Valencia (89.)
Bandaríkin: Meola - Balboa,
Caligiuri, Clavijo, Lalas - Harkes,
Dooley, Ramos, Sorber - Wynalda
(Wegerle 60.), Stewart (Jones 66.).
Kólumbía: Cordoba - Herrera,
Perea, Escobar, Perez - Rincon,
Gaviria, Valderrama, Alvarez -
Asprilla (Valencia 46.), de Avila
(Valenciano 46.)
Sviss.........2 110 5-24
Bandaríkin....2 1 1 0 3-2 4
Rúmenía.......2 1 0 1 4-5 3
Kólumbía......2 0 0 2 2-5 0
26.6. Bandaríkin-Rúmenia ....20.00
26.6. Sviss-Kólumbía......20.00
Markahæstir á HM:
Gabriel Batistuta, Argentinu..3
Georges Bregy, Sviss..........2
Florin Raducioiu, Rúmeniu.....2
Juan Goicoechea, Spáni........2
Gheorghe Hagi, Rúmeníu........2
Jiirgen Klinsmann, Þýskalandi ....2
Adolfo Valencia, Kólumbíu.....2
Golf atvinnumanna:
„Úlfari hefur farið
mjög mikið fram“
- varð annar á stóru móti í Svíþjóð
„Ulfar spilaði mjög gott golf á þessu
móti og það var sérstaklega gaman að fá
tækifæri til að fylgjast með honum á loka-
degi mótsins. Það voru mörg þúsund
áhorfendur á þessu móti og þeir klöppuðu
mikið fyrir ÚIfari,“ sagði Guðmundur S.
Guðmundsson en hann var kylfusveinn
Ulfar spáir í næsta högg ásamt Guð-
mundi S. Guðmundssyni á dögunum.
hjá Úlfari á lokadegi stórmóts atvinnu-
manna í Svíþjóð um síðustu helgi.
Úlfar hafnaði í 2. sæti á mótinu eftir
bráðabana við Svíann Anders Haglund og
lék á 66 + 68 + 69 höggum eða 202 höggum
samtals. Haglund var einu höggi betri og
sigraði í bráðabana á 4. holu eftir að hafa
haft heppnina með sér í tvígang og sett
niður löng pútt til að jafna holur við Úlfar.
„Ég sá Úlfar síðast leika golf í Bandaríkj-
unum síðasta haust og honum hefur farið
mjög mikið fram síðan þá. Sérstaklega er
hann mun öraggari í 2. högginu núna og
undantekningarlítið hafnar boltinn við
holuna inni á flötunum. Þetta annað högg
skapar fuglana og er því mjög mikilvægt.
Þá er hann öruggari í upphafshöggunum
og mun högglengri en hann var í haust.
Völlurinn í Svíþjóð var mjög þröngur
skógarvöllur og því mátti htið út af bera
til að illa færi. Úlfar lék stórvel og ég tel
að framtíðin sé mjög björt hjá honum og
að möguleikar hans á að komast í mótaröð
atvinnumanna í Bandaríkjunum séu mjög
góðir. Það er mjög góð stígandi í leik hans
og það verður fróðlegt að fylgjast með
honum á næstu mótum,“ sagði Guðmund-
ur S. Guðmundsson.
Með árangrinum á mótinu í Svíþjóð er
Úlfar kominn á hsta yfir 50 tekjuhæstu
kylfinga í sænska PGA-sambandinu. Úlfar
fékk 20 þúsund sænskar krónur fyrir ann-
að sætið á dögunum og hefur þénað ágæt-
lega á síðustu mótum. Hann hefur lagt
mjög hart að sér undanfama mánuði og
jafnan æft marga klukkutíma á degi hverj-
um, jafnvel á keppnisdögum.
Æsispennandi úrsiitakeppni í NBA lauk í nótt:
Houston
meistari
- vann sjöunda leikinn gegn New York, 90-84
Houston Rockets tryggði sér í
nótt sigur í bandarísku NBA-deild-
inni í körfuknattleik í fyrsta skipti
með því að leggja New York Knicks
að velh, 90-84, í sjöunda og síðasta
úrshtaleik hðanna á heimavehi
sínum í Houston. Houston vann
þar með ótrúlega spennandi einvígi
Uðanna, 4-3, og þetta er í fyrsta
skipti í 39 ár sem enginn úrshta-
leikjanna í NBA vinnst með meira
en níu stiga mun.
Leikurinn var æsispennandi aU-
an tímann en Houston var með
nauma forystu lengst af. Eftir
fyrsta leikhluta stóð 22-21, í hálf-
leik 45-43 og eftir þriðja leikhluta
63-60. Undir lokin náði Houston
átta stiga forystu sem New York
réð ekki við. Derek Harper skoraði
þriggja stiga körfu fyrir New York,
88-84, þegar 6 sekúndur voru eftir
en Vernon Maxwell svaraði úr
tveimur vítaskotum og höllin í
Houston hreinlega sprakk af fogn-
uði. Þetta er í fyrsta skipti sem at-
vinnulið frá Houston verður
bandarískur meistari í einhverri
stóru íþróttagreinanna.
Hakeem bestur í
úrslitakeppninni
Hakeem Olajuwon var í farar-
broddi hjá Houston sem fyrr, og í
leikslok var hann kjörinn besti
leikmaður úrshtakeppninnar með
öUum greiddum atkvæðum. Hake-
em skoraði 27 stig í leiknum og tók
10 fráköst. Vemon MaxweU kom
næstur með 21 stig.
Derek Harper skoraði 23 stig fyr-
ir New York og Patrick Ewing skor-
aöi 17 og tók 10 fráköst. Það mun-
aði miklu fyrir New York að John
Starks var heihum horfinn, hitti
ekki úr einu einasta af tíu 3ja stiga
skotum sínum og aðeins úr einu
skoti af 17 í leiknum.
Búnir að þrá
þennan titil lengi
„Við eram búnir að þrá þennan tit-
U svo lengi og loksins náðum við
honum. Ég er stoltur af því að vera
hluti af Uðinu sem vann hann.
Heimavöllurinn hafði aUt að segja
og þetta var mest spennandi úr-
slitaleikir sem ég hef nokkru sinni
orðið vitni að,“ sagði Rudy Tomj-
anovich, þjálfari Houston, eftir
leikinn.
Pat RUey, þjálfari New York, gat
ekki leynt vonbrigðum sínum en
sagði: „Houston Rockets verð-
skuldar þennan titU svo sannar-
lega. Þetta er erfitt fyrir okkur að
kyngja en ég hef aldrei verið stolt-
ari af nokkra hði undir minni
stjórn.“
Lokaátök risanna í nótt. Patrick Ewing hjá New York sækir að Hakeem Olajuwon hjá Houston. Hakeem og
félagar urðu meistarar í fyrsta skipti og hann var sjálfur útnefndur besti leikmaður úrslitakeppninnar.
Simamynd Reuter
DreglðíriðlaáHM:
Formaður HSÍ
í háloftunum
í kvöld verður dregið í riðla
fyrir komandi heimsmeistara-
keppni í handknattleik hér á
landi á næsta ári.
Ðrátturinn fer fram kl. 21.00 í
LaugardalshöU og þá munu 24
boitar með nöfhum þátttökuþjóða
hafa borist til Laugárdalshállar.
Sex holtar koma flugleiðis frá
Akureyri og verður lent með þá
i faUhlífum við Laugardalshöll-
ina. Ólafur B. Schram, formaöur
HSÍ, ætlar að gera sér htið fyrir
og stökkva úr háloftunum með
einn knöttiim ef ekki veröur
ókyrrð i lofti.
Vonandi fær Wnn djarflundaði
og kjarkmikh formaður HSÍ
mjúka lendingu við Höllina.
MeiðslihjálBV:
Rúturúrleik
Þorsteirm Guitnarsson, DV, Eyjum:
Nær öruggt er taliö að Rútur
Snorrason nái ekki aö leika með
Eyjamönnum í knattspymunni í
sumar. Rútur hefur átt við þrálát
meiðsli að strfða í læri og á æf-
ingu í gærkvöldi tóku meiðslin
sig upp og Uklegt er að vöðvi hafi
rifnað.
Martin Enólfsson á enn við
þrálát meiðsli að stríða og eru
mjög htlar Ukur á því að hann
leiki með Eyjamönnum í sumar.
Fyrsti sigur ÍR
Hjörvar Siguxjónsson, DV, Neskaupst.:
ÍR-ingar hlutu sín fyrstu stig í
2. deild karla í knattspyrnunni í
gærkvöldi er þeir sigruðu Þrótt á
Neskaupstað með tveimur mörk-
um gegn engu.
Bragi Bjömsson skoraði fyrra
mark ÍR-inga á 17. mínútu og
Þorri Ólafsson það síðara á 34.
mínútu. Þróttai-ar voru betri aöil-
inn í síðari hálfleik en náðu ekki
að skora hjá ÍR-ingum.
Síjarnangegn UBK
Viðureign Stjörnunnar og
Breiðabliks er stórleikur 8-liða
úrslitanna í mjólkurbikarkeppni
kvenna í knattspyrnu, sem fram
fer 6. júh, Þessi hð mætast þar:
Stjarnan Breiðablik
Leiftur - Valur
Sindri-ÍBA
Höttur-KR
Erfittadleikatvoíröð
„Mér hst ágætlega á að leika
gegn Stjörnunni. En það verður
ertltt að leika tvo leiki viö þær í
röð því við eigum leik gegn
Stjörnunni á íslandsmótinu
þremur dögum eftir bikarleik-
inn,“ sagði Sigrún Óttarsdóttir,
fyrirhði Breiðabliks, um bikar-
dráttinn.
Zico, brasilíski knattspymu-
smllingurinn, var í gær heiðrað-
ur sérstaklega af forsætisráö-
herra Japans fyrir framlag sitt til
uppbyggingar knattspymunnai- í
landmu. Zico lagði skóna á hill-
una í síðustu viku, 41 árs gamall,
lék þá sinn síðasta leik með Kas-
hima Antlers, og hyggst nú setja
upp knatlspyrnuskóla í Brasihu. í
Ölympíuhreyfingin fagnar 100
ára aftnæU sínu í dag en það var
þann 23. júní 1894 sem fyrsta
ólympíunefhdin, undir forystu
Pierre de Coubertin, kom saman
í Sorbonne háskólanum í París
og lagði grunninn að fyrstu
ólympíuleikum nútímans sem
haldnh' vora í Aþenu tveimur
árum síðar.