Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1994, Qupperneq 3
ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1994
3
Fréttir
Ósamkomulag 1 útgerðarmálum á Raufarhöfn:
Ný stef na tekin upp og
framkvæmdasljórinn hættir
Aðalkosningamálið í sveitarstíóm-
arkosningunum á Raufarhöfn í vor
var hvort framfylgja á þeirri stefnu
fyrrverandi meirihluta hreppsnefnd-
arinnar að kaupa frystitogara í stað
togarans Rauðanúps eða gera Rauða-
núp út áfram og kaupa 100-200 tonna
bát eins og þáverandi minnihiuti
vildi. Niðurstaða kosninganna varð
sú að fyrrverandi meirihluti féll og
það sjónarmið varð því ofan á að
ráðast ekki í togarakaupin.
Þorsteinn Óh Sigurösson, fram-
kvæmdastjóri Jökuls hf. og Fiskiöj-
unnar, hefur í kjölfar þessarar niður-
stöðu sagt upp störfum við fyrirtæk-
in. „Það má segja að þaö séu margar
ástæður sem þar Uggja að baki en
ekki síst það að ekki skuli eiga að
fara eftir ráðleggingum sérfræðings
sem hefur tekið þessi mál út og
mælt með kaupum á togaranum. Ég
get bara ekki samvisku minnar
vegna starfað að málum sem ég hef
ekki trú á, það er svo einfalt," sagði
Þorsteinn ÓU í samtaU við DV.
Um það er rætt á Raufarhöfn að
þetta mál kunni að verða til þess að
Guðmundur Guðmundsson sveitar-
stjóri hætti einnig en nýi meirihlut-
inn hefur lýst áhuga sínum á að hann
starfi áfram. „Ég get ekki svarað því
á þessu stigi hvað verður. Það er
búið að skipa nefnd sem á að ræða
við mig um mín mál en hún hefur
ekki tekið tíl starfa ennþá,“ sagði
Guðmundur.
Raufarhafnarhreppur er eigandi að
90% hlutafjár í útgerðarfyrirtækinu
Jökli sem aftur á um 60% í Fiskiðj-
unni en þar á hreppurinn um 40%.
Þaö er því ljóst að ágreiningsmál um
rekstur þessara fyrirtækja tengjast
póUtík beint og viðmælendur DV
lágu ekkert á þeirri skoðun sinni.
„Nýi meirihlutinn ætlar greinilega
að hunsa áUt sérfræðings sem hefur
tekið þessi mál út og mælt með tog-
arakaupum og ætU þetta sé ekki upp-
hafið að endalokunum," sagði einn
viðmælandinn sem ekki vfidi tjá sig
undir nafni.
Steinaldar-
tvíburar
Tvíburabræðurnir Marinó og Hlynur Sigurðssynir í Saga-bíói.
DV-mynd ÞÖK
Tvíburabræðurnir Marinó og
Hlynur Sigurðssynir voru viðstaddir
forsýningu á Steinaidarmönnunum í
Saga-bíói í fyrrakvöld en þeir bræður
skiptast á að leika Bamm Bamm,
kjörson Bettyar og Barneys, í kvik-
mynd sem gerð er eftir teiknimynd-
unum um steinaldarmennina Fred
og Bamey og fjölskyldur þeirra.
Kvikmyndin var frumsýnd í Banda-
ríkjunum í vor en sýningarnar hér á
landi hefiast ekki fyrr en 22. júlí.
Marinó og Hlynur verða þá fiarri
góðu gamni því að þeir fara bráðlega
aftur til Bandaríkjanna þar sem þeir
búa ásamt foreldrum sínum og
tveimur systrum.
saixiyNTXv
BILL OG IS
1
pnny
mm
Hyundai btlarnir eru áberandi í umferðinni á sunnudögum enda njóta þeir
sívaxandi vinsælda hjá íslenskum fjölskyldum. Á þessu ári fjölskyldunnar eiga
Bifreiðar & landbúnaðarvélar 40 ára afmæli. Afþví tilefni bjóðum við nýjum
mmM&mmaammmBmammmmmmmmammmmBm
Hyundai eigendum upp á ts í sumar setn örlitla sumargjöf.
Öllum keyptum Hyundai bílum í júní og júlí munfylgja ísskírteini, sem gildir alla
sunnudaga í 8 vikur - fyrir alla farþega hvers bíls. Og ísinn er ekki af verri endanum
því Veitingahúsið Perlan leggur til heimalagaðan rjómaís, sem af mörgum
sérfræðingum er talinn sá besti í bænum.
^CuiUPE
Verð frá 1.290.000 kr.
HYunDni
...til framtíðar
r asxiS''
40,
ÁRMÚLA 13 • SÍMI: 68 12 00 • BEINN SlMI: 3 12 36