Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1994, Síða 12
12
ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLl 1994
Spumingin
Notar þú debetkort?
Reynir örn Þrastarson: Nei, ég nota
ekki debetkort.
Jóhann Friðrik Ragnarsson: Já, það
er frábært að nota það.
Edda Benónísdóttir: Ekki ennþá.
Herdís Sigurðardóttir: Nei, ég nota
það ekki.
Selma Pétursdóttir: Nei.
Margrét Sævarsdóttir: Nei, en ég er
með vaxtalínu.
Lesendur
Omurlegur barbar-
ismi veiðimanna
Magnús H. Skarphéðinsson skrifar:
I „Veiöifréttum" DV þann 24. júní
sl. mátti lesa um baráttu laxveiði-
manns við stærsta lax sumarsins
sem var eins og aðrir stangveiddir
laxar svo ólánsamur að vera á leið-
inni upp æskuslóðimar sínar í Þverá
í Borgarfirði til að hrygna. Sú eðlis-
ávísun kostaði þetta vesalings dýr
lífið. En þar með var ekki nema hálf
sagan sögö og tæplega það. Því „bar-
áttan" (eins og hinn hjartgóði „veiði-
blaðamaður" DV kýs að kaila þetta
athæfi) tók hvorki meira né minna
en sjö tíma! Vesalings fiskurinn var
fastur í dauðastríði sínu í heila sjö
tíma á önglinum. - Hvílíkur barbar-
ismi!
Eitt er það aö drepa dýr sér til lífs-
bjargar. Og það er skiljanlegt þar
sem fáu öðra verður við komið. En
að vera að leika sér að svona kvala-
ftúlri framkomu við mállaus og
bjargarlaus hin dýrin í afþreyingar-
skyni og hrósa sér af er smekkleysa
af þeirri stærðargráðu sem á ekkert
skylt við siðmenningu mannsins.
Ætli þessi vesaiings veiðimaður
vildi láta draga sig um æskustöðv-
amar sínar í sjö tíma fastur í öngli
af einhverri annarri dýrategund?
Spyr sá sem ekki veit. - A.m.k. getur
enginn slíkra veiðimanna verið
sannkristinn. Því í hinni helgu bók
segir að maður skuii ekki gera öðrum
það sem maöur vfil ekki láta gera
sjálfum sér.
Verst af öllu er að nú á tímum
síaukinnar velmegunnar og aukins
frítíma almennings þá er alið á
- * • •
Allt sem maður gerir öðrum kemur manni síðar í koll, segir Magnús H.
Skarphéðinsson og vísar til barbarisma laxveiðimanna.
kvalatómstundum fyrir almenning á
hin dýrin sem eru svo óheppin að
gista þessa jörð með okkur hinum
tækni- og vélvæddu Kvalalosta-sapi-
ens (ekki Homo-sapiens, því það þýð-
ir hinn hugsandi maður, - það á
greinilega ekki við lengur.
Þó að minnsti hluti þessa kvala-
lostaveiðilýðs fáist til að hugsa þá
einfoldu en merkilegu hugsun til
enda svona einu sinni eða svo, en þá
má finna alisterk karmatísk rök fyrir
því að allt sem maður gerir öðrum
komi manni sjálfum síðar í koli, góö
verk eða slæm. Það væri a.m.k. ekki
slæm byijun fyrir þennan ömurlega
og tíifinningalausa veiðitortúriýð að
hugsa svona einstöku sinnum.
Ánægjuleg tíðindi af Vellinum
Skarphéðinn Einarsson hringdi:
í fjölmiðlum í síðustu viku var ver-
ið að segja frá því að bandaríski flot-
inn á Keflavíkurflugvelli hygöist
bjóða út akstur á skólabömum og
annan akstur með fólk til og frá Vell-
inum. Þessu langar mig að fagna sér-
staklega og lýsa ánægju minni með
þessa þróun. Ég hef komið í banda-
rískar herstöðvar í Bretlandi og
Þýskalandi og þar er aðkeypt vinna
hlutfailslega mun meiri en í herstöð-
inni hér heima.
í kjölfar þessa skrefs mætti stíga
annað og það er að bjóöa út snjó-
mokstur á vegum flugvallarins, sorp-
hirðu og minni háttar viðgerðir sem
herinn annast ennþá.
Þetta eru mjög góöar fréttir og
verður vonandi til þess að auka enn
frekar á útboð af hálfu hersins. Okk-
ur hér á Suðumesjum veitir svo
sannarlega ekki af hverju því verki
sem við getum fengið.
Flotinn hefur að mínu mati verið
alltof mikið að vasast í þessum mál-
um sjálfur og íslenska ríkið hefur
alls ekki verið nógu duglegt við að
leita uppi verkefni hjá hernum.
Það gleðilega í þessu öllu er að þótt
verkefnin séu nú boðin út þá er ekki
um það aö ræða að fólk sé aö missa
vinnu. Hér er um að ræða breytta
verkhætti, skólabömum fækkar ekki
og umfang sorpmála og snjómokst-
urs myndi ekki minnka neitt.
Ég sé fyrir mér að Sérleyfisbílar
Keflavíkur muni koma sterkt út úr
þessu, sem og leigubílsljórar á svæð-
inu. Þessir aðilar hafa átt í vök að
verjast vegna mikils samdráttar und-
anfarið.
Hrokaf ullar yf irlýsingar Jóns Baldvins
Andrés Guðnason skrifar:
í viðtali DV viö Jón Baldvin
Hannibalsson 29. júní sl. virðist hann
undrast þaö að rússneska stjómin
vilji hafa hönd í bagga með hvert
rússneskur fiskur sé seldur. Það að
ekki megi selja rússneskan fisk til
íslendinga heldur Jón Baldvin að
stafi af vinskap Rússa og Norð-
manna. Gætí ástæðan ekki verið
önnur?
Kunn em orðtök tveggja kvenna
úr fomsögum er hljóðuðu á þessa
leið: „Muna skal ég þér nú kimihest-
inn forðum.“ Þetta var dauðadómur
Hallgerðar yfir Gunnari á Hlíðar-
enda og þetta var dauðadómur Sig-
ríöar drottningar Sveins Danakon-
ungs yfir Ólafi konungi Tryggvasyni.
Það læðist að mér sá grunur að
Rússar ætli nú að ná sér niðri á utan-
Hringid í síma
63 27 00
milli kl. 14 og 16
-eóa skrífið
Nafn og siraanr. veröur aö fyigia bréfum
ríkisráðherra vomm fyrir ótíma-
bærar og hrokafullar yfirlýsingar
hans í garð Sovétríkjanna á sínum
tíma þegar þau vom að missa tökin
á Eystrasaltslöndunum. Eitthvað
minnir mig að boðin að austan tíi
Jóns hafi þá verið eitthvað á þá leið
að þetta ætti eftir að koma íslending-
um í koll seinna.
Oftast er betra og skynsamlegra
fyrir smáþjóð að halda vel á sínum
eigin málum í stað þess að vera að
sletta sér fram í málefni annarra
þjóða. Yfirlæti utanríkisráðherra
gætí orðið okkur dýrt.
Bréfritari segir yfirlæti utanríkisráðherra geta orðið okkur dýrt.
Ingveldur hjá Sparisjóðí vélstjóra
skrifar:
í DV 28. júni var rætín klausa
eftir námsmann þar sem verið
var að gagnrýna störf Sparisjóðs
vélstjóra. Rétt er að upplýsa að
um mjög háa upphæð var að ræða
sem leggja áttí inn á gjaldeyris-
reikning og var því leitað eftír
sérstöku gengi innan dagsins.
Umræddur aðili fékk með því
mun hagstæöara gengi en skráð
gengi dagsins. Þegar umræddur
aðili hafði gert grein fyrir því að
hann væri aðiii að námsmanná-
þjónustu sparisjóðsins var öll
þóknun felld niöur. í ljósi þess
að um engar deilur var aö ræöa
við starfsmenn sparisjóðsins né
kvartanir af hálfu viðskipta-
manns er klausa þessi afskaplega
sérkennileg.
Hvareru
samtökin?
Áhugamaður um sjónvarp
hringdi:
Mig langar bara tíl þess að vita
hvað hefur orðið af samtökunum
Ruglaö rikissjónvarp, samtök
sem stofnuð voru fyrir nokkru?
Farið var af stað með miklum
látum, undirskriftalistar látnir
ganga um aUt land en síðan hefur
ekkert heyrst frá þessu fólki. Mér
fmnst fuU þörf á þvi að halda
þessari umræöu á lofti og hvet
félaga í samtökunum tii þess að
láta í sér heyra.
manna á því að rauðu SS pylsurn-
ar eru afskaplega skrítnai-. Eins
og stundum þegar maöur hitar
sér pylsu þá kemur upp suöa í
nokkrar sekúndur. Ég stóð rið
pottinn og kippti honum af heU-
urrni þegar ég heyrði að suöan
kom upp. Þegar ég leit oían í pott-
inn stuttu síðar höfðu allar pyls-
umar rúllast upp. Rauða verjan
hafði rifnaö og rúllast upp á inni-
haldið. Þetta var vægast sagt
ólystugt. Þetta hefur aldrei gerst
með aðrar pylsur.
Þúsundir út-
lendinga
Pétur hringdi:
Það er ekki verra en vant er
þegar hestamannamót standa yf-
ir að fjölmiðlar rirðast ekki rita
af því. Þeir era fljótir að hlaupa
upp til handa og fóta ef koma ein-
hverjar útlendingahræöur hing-
aö tíl lands til þess að fylgjast
með fótbolta eða öðru slíku. Nú
eru þúsundir útlendinga hér á
landi, hestaáhugamenn hvað-;
anæva að úr heiminum en það
virðist enginn rita af því. Er þetta
ekki furðulegt? Tímiim á heiður
skihð fyrir að birta ft-éttír á er-
lendum tungumálum fyiir þetta
fólk.
Ég fagna því þegar meim þurfa
ekki að fara á sveitina vegna þess
að þeir hafa, ekki bara til lmífs.
heldur h'ka tíl skeiðar. Bændur
hafa notið mikilla friðinda, fast-
eignagjöld og annað, og þri vekur
það upp spumingar þegar bóndi
norðan úr landi labbar sér með
tugi milljóna króna upp í sjón-
varpsstöð og kaupir sér hluta-
bréf. Er ekki spurning um aö
skoða skattskil þessara manna
og skera niður styrkina við þá?