Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1994, Side 17
ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1994
17
j síðar kom nafn KR upp úr brúsanum.
DV-Brynjar Gauti
juKR
smanna og Framara
hafði Leiftur þá betur í miklum markal-
eik. 1. deildar lið FH fékk verðugan
mótherja þegar liðið dróst gegn Grind-
víkingum en leikurinn fer fram syðra.
Stjaman þarf að halda norður og etur
þar kappi við KA. ÍBV leikur í Sæviðar-
sundi gegn 2. deildar liði Þróttar og Þór
mætir Víkingum í Stjömugrófmni.
Þetta em leikir sem ómögulegt er að spá
um hvemig fari.
rí81iðaúrslitin:
lleika
besta“
)ið gegn Hollandi
Það var engin pressa á leikmönnum liðs-
ins fyrir þennan leik. Þeir vom komnir
í 16 liða úrslitin, lengra en bjartsýnustu
menn þorðu að vona. Við skoðun á
bandaríska liðinu kemur í ljós að það
er skipað mörgum leikmönnum sem
leika í Evrópu og það styrkir hðið til
muna. Við vorum svolitla stund að átta
okkur á aðstæðum eftir að hafa misst
mann út af, en allan tímann var samt
leiki til sigurs," sagði Carlos Alberto
Parreira, þjálfari Brasilíu, eftir leikinn.
Bora Múutinovic, þjálfari bandaríska
liðsins, var miður sín að lið hans hafði
verið slegið út úr keppninni en sagði þó
að þrátt fyrir allt ættu leikmenn liösins
lof skilið fyrir frammistöðu sína í keppn-
inni. Bandaríkjamenn væm á réttri leið
meö þróun knattspyrnunnar og ef áfram
yrði haldið rétt á spöðum ættu Banda-
ríkjamenn aö eiga nokkuð góða mögu-
leika í næstu keppni.
fþróttir
Þjálfaraskipti hjá Keflvikingum í knattspymurmi:
Ross strauk og
Péturtókvið
Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjuiru
Þjálfaraskipti urðu hjá 1. deildar
liði Keflvíkinga í knattspymu í
gær. Pétur Pétursson, fyrrverandi
landsliðsmaður, tók við af Ian Ross
sem fyrirvaralaust sagði starfi sínu
lausu um helgina og fór af landi
brott. Gengið var frá ráðningu Pét-
urs í gærkvöldi og stjómaði hann
fyrstu æfingu hjá liðinu í gær.
Ross keypti farseðil heim áður en
hann tilkynnti forráðamönnum
Keflvíkinga ákvörðun sína um að
hætta. Hann fór einn síns liðs út á
flugvöll og keypti miða heim án
þess að láta nokkurn mann vita.
Þetta er mjög undarleg framkoma
Ross í garð Keflvíkinga; að hugsa
aðeins um sjálfan sig en ekki
hvemig liðinu reiði af við þjálfara-
skiptin. Talið var að hann hefði
fengið gott tilboð ytra en þegar
stjómarmenn ÍBK gengu á hann
neitaði hann að svo heðfi verið.
„Hann sagði upp starfinu sjálfur.
Menn voru mjög hissa yfir þessari
ákvörðun hans. Við reyndum að
tala hann til en það hafði ekkert
segja. Hann var búinn að taka
þessa ákvörðun um að hætta og
hann var harður á því. Hann sagði
að hann hefði ekki náð þeim ár-
angri með liöiö sem hann hefði
vonast eftir og væri betra fyrir
hann og liðið að hann hætti og nýr
maður tæki við,“ sagði Jóhannes
Ellertsson, formaður knattspymu-
ráös Keflavíkur, við DV í gær-
kvöldi.
„Það er ekki eingöngu Ross að
kenna hvemig staða liðsins er.
Meiðsl lykilmanna hafa spilað
þama inn í. Við erum búnir að ráða
Pétur Pétursson en við töldum
hann vera besta kostinn í stöðunni
og vonandi hjálpar hann okkur á
sigurbrautina. Pétur var inni í
myndinni þegar við réðum Ross
fyrir þetta keppnistímabil," sagði
Jóhannes.
Keflvikingar era í 4. sæti Trópí-
deildarinnar og fyrsti leikur liðsins
undir stjórn Péturs verður á
fimmtudagskvöld þegar Keflvík-
ingar heimsækja íslands- og bikar-
meistara Skagamanna.
Sigurrós Einarsdóttir með syni sínum Ólafi Jóhanni og sonarsyni sfnum
Heiðari Má. Strákarnir urðu báðir meistarar með liðum sínum.
DV-mynd Ómar Garðarsson
ÍR og HK gerðu markalaust
jafntefli i bouislag 2. deildar karla
í Mjóddinni í gær.
HK sótti meira í fyrri hálfleik
án þess að skapa sér afgerandi
; færi en framan íif síðari hálfleik
vora Breiöhyltingar mun að-
gangsharðaii. Besta færi ÍR-inga
fékk Bragi Bjömsson þegar hann
skallaði yfir mark HK af mark-
teig. Síðustu 10 mínútur leiksins
sótti HK nær látlaust og fékk tvö
dauðafæri. Fyrst Hallsteinn
Traustason og síðan Sigurður
Öro Jónsson en skot þeirra geig-
uðu bæöi og HK-menn hafa því
aðeins skorað eitt max-k í 7 leikj-
um.
Staðan í 2. deildínni þegar 7
umferðum er lokið er þannig:
Leiftur..... 7 6 0 1 19-7 18
Grindavik... 7 5 11 17-5 16
Þróttur R... 7 4 2 1 12-5 14
Fylkir...... 7 4 12 15-11 13
Víkingur.... 7 2 3 1 6-9 9
Seifoss..... 7 2 2 3 6-12 8
KA....... 7 2 0 5 9-10 6
ÞrótturN.... 7 1 2 4 7-13 5
ÍR.......... 7 1 2 4 5-15 5
HK.......... 7 115 1-10 4
Móðirin og amman
fagnaði tveimur sigrum
Þoisteinn Gunnaisson, DV, Eyjum:
Sigurrós Einarsdóttir frá Hafnar-
firði fagnaði tvöfóldum sigri á ellefta
Shell-mód Týs sem lauk í fyrrakvöld.
Sonur hennar, Óli Jóhann, varð
Shell-mótsmeistari með A-liöi FH og
sonarsontir hennar, Heiðar Már,
varð Shell-mótsmeistari með C-liði
FH.
„Bæði liðin kepptu alltaf á sama
tíma á mótinu þannig að ég varð allt-
af að hlaupa á milli vallanna til að
reyna að fylgjast með, hjá A-liðinu
sem mamma en hjá B-liðinu sem
amma. Ég var alveg búin að vera
eftir hvern leik. Ég á þijá stráka sem
allir hafa verið á kafi í fótbolta, þann-
ig að mín ljölskylda gerir hara í því
að ala upp fótboltastráka fyrir FH,“
sagði Sigurrós.
FH-ingar vora með fjölmennasta
hópinn í Eyjum á Shell-mótinu eða
um 100 manns. Sigurrós sagði einnig
að það færöist sífellt í vöxt að foreldr-
ar fæm með börnum sínum á Shell-
mót:
,;Þetta er búið að vera alveg stór-
kostlegt ævintýri að fylgjast með_
mótinu. Ég hefði aldrei getað trúað'
þessu. Það er í raun og vem ekki til
orð yfir þá tilfinningu að horfa á son
sinn og sonarson leika knattspymu
við svona aðstæður þar sem leikgleð-
in skín úr hveiju andliti. Þá hefur
veðrið leikið við okkur og árangur
FH er aldeilis frábær sem er þjálfar-
antim fyrst og fremst að þakka,‘L
sagði Sigurrós.