Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1994, Page 25
ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLl 1994
25
Fréttir
Margir veiðimenn hafa veitt maríulaxinn sinn það sem af er sumrinu. Hér sjást þrír þeirra: Sveinn Pálsson
með 13 punda fisk, Jóna Maria Jónsdóttir með 16 punda fisk og Kristján Sveinsson með 15 punda fisk. Lax-
arnir voru veiddir i Miðfjarðará á dögunum. DV-mynd SJ
Rólegheit ernkemia stangaveiði þessa dagana:
Beðið eftir smálaxi
við erfiðar aðstæður
Einmunabliða, slæm taka og bið
eftir göngum smálaxa einkennir
stangaveiðina víöast um landið
þessa dagana. Eftir kröftugar göng-
ur af tveggja ára laxi lengist biðin
með hverjum deginum eftir smá-
laxagöngum. Hátt hitastig, lofthiti
og vatnshiti hafa gert það að verk-
um að undanfama daga hefur lax-
inn tekið mjög iUa og áhugaleysi
hans fyrir agni veiöimanna er alls-
ráðandi.
„Hér er veiði töluvert betri en á
sama tíma í fyrra. Það eru komnir
á land um 100 laxar. Þetta er vænn
og fallegur fiskur og við erum að-
eins farnir aö verða varir við smá-
laxinn. Fiskurinn er ekki í töku-
stuöi eins og er og ekki gott að segja
hvað veldur," sagði Böðvar Sig-
valdason við Miðfjarðará í samtali
við DV í gær. Samkvæmt heimild-
um DV er lítið um veiðimenn í
Miðfjarðará þessa dagana en það
stendur til bóta er líður að næstu
helgi. í dag kostar veiðileyfi í Mið-
fjarðará um 23 þúsund krónur og
matur og gisting 6.500 krónur fyrir
manninn.
Lítiö af fiski sem
stendur í Víðidalsá
„Það em komnir 155 laxar á land
og þetta hefur verið mjög trekt
undanfarið. Þar kenna menn um
mikilli blíðu og hita og mjög miklu
roki undanfama daga. Það er eitt-
hvað af fiski í ánni en'menn vilja
meina að það sé ekki mikið. Einn
og einn smálax hefur sést í ánni,“
sagði Gunnar Bollason, mat-
reiðslumaður í veiðihúsinu við
Víðidalsá, í samtali við DV í gær.
Veiðileyfi í Víðidalsá kostar í dag
30-35 þúsund krónur og þá á eftir
að greiöa fyrir fæði og gistingu.
Stærsti laxinn úr Víðidalssá enn
sem komið er vó 21 pund.
Erfitt að gera veiði-
mönnum til hæfis
Tvö undangengin vor og sumur
var veður kalt og veiðimenn höfðu
flest á homum sér. Nú um stundir
ríkir ijómablíöa og aö sögn veiði-
manna alltof gott veður til þess að
veiðiskapur beri tilætlaðan árang-
ur. Það sannast þvi enn einn gang-
inn að erfitt er að gera veiðimönn-
um til hæfis og flestir eiga þeir það
sameiginlegt að þrá lækkað hita-
stig og úrkomu.
Tíðindalítið hjá
Stangaveiðifélaginu
Jón Gunnar Borgþórsson, fram-
kvæmdastjóri Stangaveiðifélags
Reykjavíkur, sagði í gær í samtali
við DV að lítið væri að frétta af
afrekum veiðimanna af vatna-
svæðum félagsins. „Veðurfarið set-
ur strik í reikninginn hjá veiði-
mönnum þessa dagana. Þó hef ég
frétt af góðri veiði í Norðurá sem
er komin í um 500 laxa og af 22
punda laxi af aðalsvæðinu í Hítará.
Þá hef ég frétt af því aö veiði sé að
glæðast í Soginu," sagði Jón Gunn-
ar Borgþórsson.
-SK
„ Égheld
éggaagiheim“
Eftir einn -ei aki neinn ■”
jlUJVEBOAB lí^g
Tilkyimingar
Tombóla
Nýlega héldu þessar tvær stúlkur, sem
heita Ingibjörg og Auður Arný, tombólu
til styrktar Rauða krossi íslands. Alls
söfhuðu þær 1.035 krónum.
Tapað fundið
Læða fannst á
Brekkustíg
Silfurpersalæða, hreinræktuð, fannst á
Brekkustig sl. laugardag. Upplýsingar á
Brekkustíg 10, Margrét, eða í vs. 36161.
Hjól tekið og annað skilið
eftir í Kópavogi
Grátt og svart Mongoose fjallahjól var
tekið frá Hlégerði 7 í Kópavogi og rautt
Qallahjól skilið eftir aðfaranótt 19. júní
sl. Upplýsingar í síma 43066.
________________________________Menning
Háskólabíó: Veröld Waynes 2: ★★
Áfram með partfið!
Wayne’s World er ein af skárri bandarískum gamanmyndum seinustu
2-3 ára (það segir meira um sorglegt ástand bandarískra gamanmynda
núna en gæði hennar) og óvæntar vinsældir hennar á sínum tíma þýddu
að ekki var komist hjá framhaldi.
Wayne Campbell (Mike Myers) og Garth Algar (Dana Carvey) urðu
þjóöhetjur á stundinni og híálpuöu til ásamt Billa og Tedda aö ryðja veg-
inn fyrir nýja tegund af átrúnaðargoðum: unga, hvíta slæpingja úr milli-
stétt sem búa í úthverfum og eru fórnarlömb poppmenningar (nýlegt af-
brigði: Beavis & Butthead).
Eftir fyrstu myndina náðu vinsældir Waynes og Garths hámarki og
allir horfðu á þá vikulega í Saturday Night Live sjónvarpsþáttunum þang-
að til aö menn voru búnir að fá of stóran skammt. Myers lét frægðina
Kvikmyndir
Gísli Einarsson
stíga sér til höfuðs og hafði efni á að gerast óþolandi í umgengni og fram-
leiöendurnir héldu að SNL-myndir yrðu sjálfkrafa að gulli þar til Conehe-
ads með Dan Aykroyd skall (a.m.k. tvær aðrar SNL-tengdar myndir eru
á teikniborðinu).
Veröld Waynes tvö ber vott um stefnu- og hugmyndaleysi og það er
veriö að troða of mikilh sögu í myndina. Wayne og Garth eru bestir þeg-
ar þeir fá frið til að bulla saman eins og sést best í einu fyndnasta atriði
myndarinnar þegar Wayne hvekkir Garth með því að þykjast vera kvik-
myndaskrímsli. Söguþráður er nokkuð sem flækist bara fyrir þegar grín-
istar ná upp svona eðlilegum og skemmtilegum persónum. Reyndar er
ótrúlegt hvað Wayne og Garth þurfa að endurtaka margt sem þeir gerðu
í fyrstu myndinni. Endurtekning er klassísk leið til að gera brandara en
það virkar ekki hér því myndin sér ekki húmorinn í því aö láta Wayne
og Garth sitja fasta í sömu sporum sem eilífðartáninga heldur vill ýta
þeim áfram á hálli braut fullorðinna. Fálmkennd frumraun Garths í til-
hugalífinu er að vísu sniðuglega framsett og fær hann að velja úr ekki
ómerkari ljúfum en Kim Basinger og Oliviu D’Abo (óþekkjanleg sem
kvenkyns-útgáfa af Garth).
Minna er um sérameríska brandara í númer tvö en númer eitt, þ.e.
brandara sem ekki er hægt aö skilja nema að hafa horft á mikið af banda-
rísku auglýsingasjónvarpi (eins og Grey Poupon brandarann í númer
eitt). Lymskar tilvísanir í aðrar bíómyndir eru á sínum stað og eru stund-
um skemmtilega torræðar. T.d. hvað munu margir unghngar nú bera
kennsl á stæhngu The Graduate sem er ein af augljósari tilvísununum?
Þegar aht er tekið með í reikninginn stendur WW2 sig ekki illa sem
framhaldsmynd, hún er aldrei leiðinleg og hægt að skeha vel upp -úr
a.m.k. þrisvar!
Wayne’s World 2 (band. 1993), 94 min.
Handrit: Mike Myers, Bonnie & Terry Turner, byggt á persónum Myers.
Leikstjórn: Stephen Surjik (Kids in the Hall, Road to Avonlea).
Leikarar: Mlke Myers, Dana Carvey, Christopher Walken, Tia Carrere, Ralph Brown
(Crying Game), James Hong, Kim Basinger, Chris Farley, Drew Barrymore, Olivia
D’Abo, Aerosmith.
Sviðsljós
Fjölmenni var á afmælishátíð Kjöríss.
DV-myndir Sigrún
Hátíð 1 Hveragerði
Það var mikil hátíð í Hveragerði
2. júh á 25 ára afmæh Kjöríss, eins
stærsta fyrirtækisins þar. 30 manns
vinna hjá því. Fiölmenni var á há-
tíðahöldunum og meðal þeirra sem
skemmtu voru Magnús Scheving,
Rúnar Júhusson og Raddbandið^.
Fólk fór í útsýnisflug yfir Hveragerði
með þyrlu og nýttu sér það margir.
Farið var um bæinn í gamalh hesta-
kerru með smáfólkið og á öðrum stað
ók torfærutröh yfir bha.
Gamla hestakerran var vinsæl hjá smáfólkinu