Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1994, Qupperneq 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta-
skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast
3.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast
7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við
tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Askríft - Dreifing: Sími 632700
Frjálst,óháð dagblað
ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1994.
LOKI
Fara Frakkaraldrei úrfrökkun-
um?
Lögreglumenn færa bruggarann inn
í bíl eftir að landi fannst í bifreið
hans.
Landabruggari
tekinn í umferð-
areftirliti
Landi fannst í bifreiö hjá marg-
HÍæmdum bruggara viö Stekkjar-
bakka á móts við Staldriö í Breið-
holti í gær. Áfengið fannst eftir leit
í bíl mannsins sem hafði verið stöðv-
aður í umferðareftirliti lögreglunn-
ar.
Lögreglumenn héldu á heimili
mannsins og síðan í bílskúr sem
hann hefur til umráða. Þar fundust
tæki með um eitt hundrað lítrum af
landa í suðu. Einnig fundust um tíu
lítrar af eimuðum landa hjá mannin-
um. Málið er talið upplýst.
Fréttastofa Stöövar 2;
Styðja Elínu
„Við viljum taka skýrt fram að Elín
Hirst fréttastjóri nýtur fyllsta trausts
okkar og við ítrekum mikilvægi þess
að standa þurfi vörð um sjálfstæði
fréttastofunnar. Það er grundvallar-
atriði sem ekki má vikja frá, að skýr
skil séu milli stjómar fyrirtækisins
og fréttastofunnar," segir í yfirlýs-
ingu sem starfsfólk á fréttastofu
Stöðvar 2 og Bylgjunnar hefur sent
frá sér vegna ýmissa yfirlýsinga
varðandi skipun Eggerts Skúlasonar
fréttamanns í stjóm íslenska út-
varpsfélagsins.
Loðnuveiðin:
Þykkartorfur
við Kolbeinsey
„Það var reytingur í nótt og þegar
við vomm lagðir af stað í land í nótt
keyrðum við yfir stórar, þykkar torf-
ur á Kolbeinseyjarsvæðinu,“ sagði
Rúnar Þór Gunnarsson, stýrimaður
á loðnuskipinu Höfrangi.
Höfmngur var þá á leið í land með
um 900 tonn og Rúnar Þór sagði að
skipin hefðu verið að fylla sig í nótt.
„Við fórum til Vestmannaeyja og
"■Þangað er tæplega 40 tíma sigling.
Við verðum að láta okkur hafa það,“
Greinargerð
Hagstofu um
launabreytingar
Launavísitalan virðist þokkalegur
mælikvarði á þróun launa í heild
sinni, segir í greinargerð Hagstofu
íslands sem send hefur verið Alþýðu-
sambandi íslands. Um er að ræða
svar Hagstofunnar við fyrirspurn frá
ASÍ. Lagt er til aö gögn að baki launa-
vísitölunni verði bætt og að vogir
hennar verði endurmetnar.
Fram kemur í greinargerðinni að
samkvæmt gögnum launavísi-
tölunnar hafi laun opinberra starfs-
manna og bankamanna hækkað um
3 prósent umfram laun á almennum
vinnumarkaði frá því í ársbyrjun
1990 til jafnlengdar 1994.
Rannsóknvegna
fótbrotsGýmis
Veðriö á morgun:
20stig
Hæg, breytileg átt. Léttskýjað
með köflum inn til landsins en
þokubakkar við strendumar. Hiti
á biiinu 8 til 20 stig yfir daginn.
Veðrið í dag er á bls. 28
Þeir voru frekar hressir skipverjarnir á Sigurði VE þegar þeir komu með um 1400 tonn af loðnu til Krossanesverk-
smiðjunnar á Akureyri í gærkvöldi. Andrés Sigurðsson, Hólmgeir Jóhannsson og Þorvaldur Ásgeirsson stilltu sér
upp fyrir framan sneisafulla lest skipsins og voru kátir. Þetta var annar farmur skipsins frá því vertiðin hófst sl.
föstudag, en Sigurður landaði 1200 tonnum á Krossanesi um helgina. DV-simamynd gk
Félag tamningamanna hefur farið
fram á rannsókn vegna fótbrots gæð-
ingsins Gýmis á landsmóti hesta-
manna. „Viö höfum farið fram á
rannsókn vegna orðróms um að hest-
urinn hafi verið meiddur. Hinrik
Bragason, eigandi Gýmis, er okkar
félagsmaður og rannsóknin er til aö
sanna að þama hafi orðið eðlilegt
slys,“ segir Trausti Þór Guðmunds-
son, formaður Félags tamninga-
manna.
L6TT6
alltaf á
Miövikudögiun
Ertu búinn að panta?
^24 P
dagar
tii þjóðhátíðar
FLUGLEIDIR
Innanlandssími 690200
lipll
Frakkar sAttir í fnr*
■ I CHnmlmCll vdlll I I Cll
hann eftir hótelsvik
IVMl ■ 11 w I mum 11W VCrI w VIlm
Héraðsdómari í Reykjavík úr-
skurðaði tvo Fi'akka, 27 og 28 ára,
í farbann í gær eftir að þeir viöur-
kenndu að hafa farið undir fölsku
flaggi um landið og svikist um að
greiða fyrir gistingu í Reykjavík, á
Höfn og á Akureyri á síðastliðnum
níu dögum. Mennirnir dveþast nú
á gistiheimiii í höfuðborginni og
bíöa eftir að ríkissaksóknaraemb-
ættiö ákvarði um framhald á máli
þeirra.
Á sunnudag fyrír rúmri viku
hringdu mennirnir til Ólafs Skúla-
sonar í gistihúsið á Laugavegi 101.
Þeir vom þá í París og hugðust
koma til íslands daginn eftir.
Mennimir pöntuðu gistingu í þrjár
nætur. „Þessir menn voru mjög
penir þegar þeir komu, klæddir í
Burberrysfrakka, Þeir iitu út fyrir
að hægt væri að treysta þeim,“
sagði Ólafur við DV í morgun,
„Eftir tvær nætur snerist þeim
hugur um að verða lengur en tvær
nætur og sögðust ætla að gera upp.
Annar mannanna sagðist ekki vera
með íslenska peninga og spuröi
hvort hann mætti ekki fara út í
banka ogskipta.Éggekk niðurmeð
honum og benti honum á hvar
bankinn væri. Síöan sá ég bil
mannanna renna i burtu en ég náði
: númerinu," sagði Ólafur.
Eftir þetta héldu mennirnir til
Hafnar í Hornafirði þar sem sami
leikurinn var endurtekiim. Tvær
nætur vpru pantaðai- en mennimir
létu sig hverfa eftir eina nótt. Sama
gerðist á Akureyri. Eftir að Ólafur
kærði á föstudag var farið að svip-
ast um eftir Frökkunum. Á sunnu-
dag kom athugull rannsóknarlög-
reglumaður auga á bflinn í Reykja-
vik. Annar Frakkinn var í bílnum
en félagi hans reyndist sofa á Hótel-
herbergi á Hótel íslandi.
Mennimir vom handteknir og
viðurkenndu þeir svikin sem höföu
staðið yfir í eina viku. Kins og áður
segir bíða mennirnir, sem eru frá
París, eftir ákvöröun ríkissaksókn-
ara um framhaid máls. Frakkarnir
ferðuðust á bílaleigubíl um landið.
Samkvæmt upplýsingum RLR í
morgun var ekki um svik að ræða
hvað þau víðskipti varðaði hjá
mönnunum.