Alþýðublaðið - 24.12.1960, Blaðsíða 20

Alþýðublaðið - 24.12.1960, Blaðsíða 20
nokkrum 5 og 6 ára börnum, fállegum og gieiijtiarlegum. •Það er gaman að heimsækja þau og þau eru hin hrifinustu af ljósmvndaranum, er 'hann fer að taka af þeim .myndir, — með smellum og blossum. Þau eru komin svo langt í náminu, að þau geta sagt ti[ nafns síns, -séu þau spurð skýrt og greini lega og geta svarað einföid- um spurningum. Þau eru bú- in að læra alla stafina, en erf- iðast gengur að segja r og k segir kennarinn. Þau eru líka farin að skrifa og teikna mynd ir, og þá gjarnan af þeim hlu.t um, sem þau hafa lært hsitin á. Reynt er að festa orðaforð- ann í huga þeirra, með því að láta þau nota orðin, sem þau hafa lært, á sem fjölbreyttast -an hátt. Einna erfiðast er að kenna þeim að spyrja. Ungu börnin eru svo yndis- leg og skemmtiieg að gaman er að vera hjá þeim. „Hefur fiskur vængi?'1 spyr kennslukonan unga og fallega hnátu. „Nei11, svarar hún. „En þú?“ „Nei':, segir hún aftur. „Hefur fugl vængi?“ -,,Já“, segir-sú litla og bros- ir hin hýrasta. í fjórða bekk eru 3 stúlkur og éinn'.dr'engur um og yfir fefmingu, þau elztu í skólan- um. Öll erú þau skýrleg og .skemmtileg og við sþjöllum nokkuð við þau og fæðum við kennarann, Örn Gunnars- son. Þess börn læra flest hið sama og börn í öðrum skólum_ þótt náminu sé hagað nokkuð á annan hátt. Aðalmarkmið kennslunnar er alltaf, að gera nemendunum auðveldara að tala og skilja hið mælta mál, en kennsla í venjulegum náms greinum er um leið fléttuð inn í talnámið. Greind máUausra barna er hin sama og annarra barna og í engu afbrigðileg. Húsakynni skólans eru rúm og góð, síðan húsið var stækk- að fyrir 6 árum. Kringum það er stór og góður leikvöllur og umhverfið rólegt. Kominn er matartími, Það er fallegur og yndislegur hópur, sem situr umhverfis matborðið og áber- and hve börnin eru öll frjáls- leg og óþvinguð, en þó prúð og stillt um leið. Við kveðjum börnin, sem ánægjulegt var að kynnast og óskum þeim i huga okkar allra heilla. Sitt af hverju tagi — ÞARNA lekur stöðuvatnið, pabbi, varð Óla litla að orði, þegar hann kom þar að, sem Sogið fellur úr Þingvallavatni. ☆ * AJVIERÍSK frú hef- ur dálítið undar- legan vana í hvert skipti, sem hún kem- ur til London. Hún er ekki fyrr komin inn á hótelherbergi þar í borg en hún hringir til B ucki nghamhaLLafirm ar og spyr hvort drottningin sé við. Þeg ar henni er neitað um samtal við hennar há- tign, spyr hún hvort ekki sé þá hægt að fá samband við móður drottningarinnar i Clarence House. •— Þeirri beiðni er einn- ig vísað frá — Þetta hefur frúin gert í hvert einasta skipti, sem hún hefur dvaiizt á gistihúsi í London. • skömmu var I. : ,-purð um ástæð- una: — Jú, ég er að t. yggja mér, að á hót- elinu sé fyrsta flokks þjónusta. ☆ HUNDRUÐ manna láta árlega lífið í Bandaríkjunum á þann hátt, að þeir opna bílhurðir i því skyni að loka þeim betur en áður. Við það slengjast þeir út úr btílunum og bíða bana. Þessi slys gerast að sjáifsögðu eingöngu þegar bílarnir eru á nokkuð hraðri ferð Loftstraumurinn þeyt- ir þá bílhurðinni upp með slíkum krafti, að sá, sem ætlaði að loka dyrunum, stej7pist út úr bílnum. Skipið var á hraðri ferð og stýrimaðurkm ■stóð í brúnni. Alit í einu steytir skipið á skeri og skipstjórinn kemur hlaupandi UPP í brúna og spyr, hvað um sé að vera. — Sérðu skerið þarna? spyr stýrimaður. — Já, ég sé það, segir skipstjórinn. — Jæja, ég sá það nú samt ekki, segir stýrimað urinn æ*. S N S s $ < s < s s < $ RÍKISUTVARPID Skúlagötu 4 Reykjavík. Skrifstofur útvarpsstjóra og útvarpsráðs, auglýsingaskriístofa, innheimtustofa, tónlistardeild og fréttastofa Afgreiðslutími útvarpsauglýsinga er: Virkir dagar, nema laugardagar 9.00 Laugardagar....................... 9.00 Sunnudagar ••••.................. 10.00 ■ 11.00 og 1.00 — 5.30 31.00 og 3.30 — 5.30 11.00 4.30— 5.30 Útvarpsauglýsingar ná til alíra fands manna, og berast út á svipstundu. Athugið, að símstöðvar utan Reykjavíkur og Hafn arfjarðar veita útvarpsauglýsingum móttöku gegn staðgreiðslu. % t V S I s s s * s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s $ s s s s s s s s s $ s ' s 20 —■ Jólabók Alþýðublaðsins 19CÖ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.