Alþýðublaðið - 24.12.1960, Page 30
EF ÞÚ ert staddur í Quito
í Ecuador eða öðrum borg-
um í norðurhluta Andes-
fjalla, í Ecuador, Colombiu
eða norðanverðu Peru, get-
ur verið, að dularfullur veg-
farandi snúi sér skyndilega
að þér, þegar farið er að
skvggja einhvern daginn og
þú ert á gangi, þar sem manna
ferðir eru ekki miklar. Hinn
dularfulli vegfarandi spyr þig
ef til vill, hvort þú viljir
ekki kaupa tsantsa, og auð-
vitað er þetta að hans sögn
raunverulegt tsantsa fyrir
tækifærisverð. Þér finnst upp
hæðin, sem hann nefnir raun
ar geigvænleg upphæð, spurn
ing, hvort þú hefur nokkur
efni á að kaupa svo dýran
minjagrip frá Suður-Ame-
ríku. En meinið er, að skálk-
urinn hefur veitt því athygli
af framkomu þinni og útliti
eða sú sért ferðamaður, langt
að kominn, og slíkir menn eru
taldir vel til þess fallnir að
rýja þá inn að skyrtunni.
30 — Jólabók Alþýðublaðsins
En láttu hann ekki snúa á
þig. Hann er vafalaust ekki
með raunverulegt tsantsa,
auk þess sem verðið er vafa-
laust miklu hærra en gengur
og gerist. Hann mundi sjálf-
ur vera hálfhræddur við raun
verulegt tsantsa, a. m. k. ef
einhver vottur er af indíána-
blóði í æðum hans, mundi
varla þora að snerta það
vegna þess mikla og dular-
fulla kraftar, sem við það er
tengdur.
☆
Hvað er tsantsa?
Tsantsa er haus af manni,
skorinn af, beinin mulin inn
an úr holdi og skinni, síðan
mjeðhöndlaður eftir sérstök-
um kúnstarinnar reglum, unz
hann er saman hlaupinn, ekki
nema svo sem hnefas.tór, en
andlitið greinilegt og kol-
1960
svart hárstríðið undarlega
langt og undarlega þétt.
Þokkalegt að tarna.
En það tsantsa, sem hinn
undarlegi gestur mundi hafa
á boðstólum er vafalaust svik
ið. Það er líklega apahaus, og
hvernig í ósköpunum getur
nokkrum manni dottið í hug.
að það búi nokkur verulegur
kraftur í apahaus. Það er
vafalaust tilbúið á svipaðan
hátt og raunverulegt tsantsa,
en ætlað til að gabba menn,
hafa út úr þeim fé, einkum
ferðamönnum, sem vilja
gjarnan einstaka minjagrip
frá Suður-Ameríku, svo þeir
sýnist meiri menn þegar heim
kemur ,hafi meira til að
grobba af.
Á öllu má græða.
Jivaróar í Suður-Ameríku
eru frægir fyrir hausaveiðar
og tsantsa-tilbúning. Þeir eru
samt varla eins illræmdir
hausaveiðarar og Dajakkar á
Borneó. En hestaveiðar
hafa Verið ^tundaðar mjög
víða, að vísu nokkuð með ólík
um hætti, en fyrirbærið er
ekki óþekkt í Evrópu á þess-
ari öld.
☆
Hvers vegna stunda menn
hausaveiðar? Hvers konar -
íþrótt eða siður eru hausa-
veiðar.
Ýmsir hafa reynt að skýra
fyrirbærið, en naumast orðið
á eitt sáttir. Það er augljóst,
að þessi siður er víðast
bundinn við steinaldarmenn-
ingu og átrúnað þann, sem
algengur er meðal þjóða á því
stigi. Tilgangurinn með veið-
inni er ekki alls staðar hinn
sami, Víðast er þetta í sam-
bandi við fjölkynngi og dulda
krafta, en sums staðar er það
að því er virðist hrein ástríða.
Hvergi kemur það skýrar
í ljós en hjá Jivaóum, að til
gangurinn með hausýeiðimu
er að ná til sín andlegum
krafti, sem hinn ‘fallni bjó
yfir. Algengast er líka að telja
eitthvað slíkt tilefni veið-
anna. Sá fallni er þá líka ó-
vinur og hann er ekki sigrað-
ur, nema lfskrafturinn, sem
einkum er talinn búa í haus-
hans sé lagður undir sigur-
vegarann líka.
Jivaóar eru miklir dýrkend
ur vilja og hreysti. Þeir eru
ólíkir flestum öðrum Suður-
Ameríku-indíánum í því, að
þeir hafa stál-vilja. Og mann
dóm sinn þurfa þeir áð auka
með því að afla sér tsantsa,
fella óvin og gera haus hans
að tsantsa með viðeigandi
hætti og viðeigandi siðaat-
höfnum, dansi og særingum.
Hjá Dajökkum virðisfc
þetta ekki vera eins mikið
atriði. Hjá þeim eru hausa-
veiðar jafnvel enn þá grimm
úðlegri. Þar skiptir minnstu,
hvort haus er tekinn af af-
gamalli kerlingu eða hraust-
um ungum stríðsmanni.
Hausasöfnun er þar meira
það að sýnast menn með
mönnum, eins og að hafa synt
200 metrana og þess háttar.
Þar þótti góð latína að taka
sig upp eitthvert kvöldið og
heijnsækja nágrannana í
þeim tilgangi einum að taka
af þeim hausinn. Mun grimmd
samfara geysilegri elju við
hausaveiðar hvergi hafa ver-
ið meiri en á Borneó.
Einnig eru heimildir fyrir
hausaveiðum meðal frum-
stæðra þjóða í Assam og
Nagahæðunum á Indlandi frá
ýmsum eyjum í Kyrrahafi,
Filippseyji'im, Formósu, frá
Afríku, þar sem hausaveiðar
eru meirá téngd við mann-
blót, og frá Norður-Ameríku.
ik i
í sögnum um Indíána í
Norður-Ameríku er meira
talað um höfuðleðrasöfnun.
Var þá höfuðleðrið flegið af
höfuðkúpunni.
Loks er ekki langt síðan
við líði var sá siður í Svart-
fjallalandi í Júgóslavíu, að
taka part af haus óvinar, er
stríð brauzt út. 'Voru dæmi
um þetta jafnvel á öndverðri
þessari öld. Var þá tekið af
nefið og efrivörin með yfir-
skegginu.
Það að eiga haus af óvini
sínum var alls staðar tákrn
úm sigur og manndóm, rétfc
eins og veiðiglaðir nútíma-
menn hengja upp hausa af
hornprúðum höfrum og hjört
um í veiðiskálum sínum.
Enginn nútímamaður er að
líkindum kunnugri þessum
sið, a. m.k. meðal Jivaróa en
Lewis Cotlow. Hann er Banda
ríkjamaður, mikill ferðagarp
ur og hefur lagt þrisvar leið
sína inn í skógarsvæðin þar
sem hinir frægu og hraustu
Jivaróar búa. Hann gisti
jivaríur þeirra, eins og hús
þeirra eru nefnd, og kynnti
sér líf og háttu fólksins. Til