Alþýðublaðið - 24.12.1960, Síða 33
I' ■
>WUiUWWWHWUHW%UWUWÍ>W»IWHHHHIW»HW%»iUWHW»1 (tliHHHUiiUWWUUWUiHWUHUWHWUUWUHWUi^WiWWV
Eitthvað fyrir kvenfólkið en karlar mega kíkja!
wvtwwwwmwwwwwtwwwwwvw >%WWWWMWWWWMWWWWtWtMW MMMMMMMð WM%%MMMMMMMMMMMMMM»MMWMMW
EF DÆMA má eftir erlend-
um blöðum, virðast hjúskap-
armái kónglegra persóna eitt
vinsælasta lestrarefnið um
þessar mundir. Síðan Margrét
Bretaprinsessa loksins komst
heilu og höldnu í örugga
höfn, hefur þó verig hljótt um
hennar háu persónu, þangað
til nú á dögunum, að henni
tckst að ergja alla rétttrúaða
Breta með því að gefa systur-
börnum sínum ís á sunnudegi.
Það er sjálfsagt vandlifað fyr-
ir prinsessur ekki síður en ann
að fólk.
En nú er nafna hennar,
prinsessa Dana, orðin gjaí-
vaxta og danskir strax farnir
að leiða getum að hver verði
maðurinn drottningarinnar til
vonandi. Að finna mannseíni
handa blessaðri kóngsdóttur-
inni er nú engan veginn eins
auðvelt eins og margur skiidi
Ihalda, því þótt nóg sé af nóbl-
um prinsum, eru sumir þeh-ra
of gamlir, en aðrir of tign’r,
standa semsé til ríkiserfða í
sínu eigin landi Þar til má
nefna Harald son Ólafs hins
norska og Konstantín Grikkja
prins, en reyndar kváðu báðir
þessir ágætu tignarmenn ást-
fangnir nú þegar, annar af
grískri en hinn af sænskri
prinsessu.
Þá- eru það þýzkættufu
prinsarnir, en þeirra tala er
legíó. Danir benda á, að þó
ekki sé víst að þýzkum drottn-
ingarmanni yrði tekið með ó-
blandinni gleði af þjóðinni, þá
hafi þó danskir konungar í
aldaraðir sótt drottningar sín-
ar í þýzku smáríkin og gefist
vel. Er þess líka skemmst að
minnast, að hin mjög ástsæla
Alexandría var fædd þýzk
prinsessa.
Ótalið er þó það Evrópuland
sem hefir upp á að bjóða
hvorki meira né minna en
fjóra konungborna prinsa, ó-
gifta og mátulega gamla. El-
ísabet Englandsdrottning á
fjóra náfrændur sem allir eru
víst taldir í hæsta máta boð-
leg mannsefni handa hvaða
drottningu sem vera skal. Það
eru þeir hertoginn af Kent
og yngri bróðir hans, og tveir
synir hertogans af Gloucester.
Edward af Kent, hvers naín
virðist fyrst nefnt í þessu
sambandi, hefur annars nokk-
uð oft komið við fréttirnar
í brezkum blöðum á undan-
förnum árum. Hann mun vera
glaður ungur maður og geíinn
fyrir skemmtanir, enda hefur
hann lent í ýmsum glannaleg-
um bílslysum og öðru basli
sem brezkum líkar ekki alls-
kostar, enda mega þeir ekki
vamm sinna kóngstigna vita.
Meira kunnum við ekki frá
þessum káta hertoga að segja,
nema hvað hann er tuttugu og
fjögurra ára, í íslenzkum aug-
um meinleysislegur ungur
maður með langt andlit og
litla höku, en Englendingar
eru sem áður segir drottin-
hollir menn, og þeim finnst
hann trúlega kynborin :mynd
festu og fínnar ættar.
En það er ósk okkar þessari
brosmildu prinsessu til handa
að sá útvaldi megi verða henn
ar óskaprins, hvaðan \sern
hann kemur.
OG HORMONAR
NÚ HAFA neytendasamtök
nokkur í Englandi hafið rann-
sókn á því, hvort hin svoköll-
uðu hormónakrem hafi raun-
verulega „fegrandi og yngj-
andi“ áhrif á húðina eins og
fagurlega segir í auglýsing-
um og utan á rándýrum
smyrslkrúsum. Hingað til hef-
ur það nefnilega aldrei sann-
ast svo ótvírætt sé, að krem
Þctta er Helena Rubinstein,
sem í auglýsingum sínum
kallar Eig fegurðarfræðing ver-
aldar. Ilún er vel og mikið
gnyrt, því er ckki að neita.
þetta hafi hótinu meiri áhrií
en venjulegt nærandi andlits-
krem.
Hinsvegar gerðu tveir am-
erískir læknar tilraunir á
þessu sviði fyrir nokkrum ár-
um. Þeir létu nokkrar konur
á ýmsum aldri nota hormóna-
smyrsl á helming andlitsins
en venjulegt krem á hinn
helminginn. Eftir þriggja mán
aða tíma gátu hvorki lækn-
arnir né þær sem tilraunin var
gerð á, séð minnsta mun á
árangrinum, sem eftir á að
hyggja hefur verið lán fyrir
aumingja manneskjurnar,
annað hefði litið undarlega út.
í ensku tilrauninni sem ný-
lega var gerð, tók þátt fjöldi
kvenna. Helming þeirra var
fengið hormónakrem, og hin-
um venjulegt, en sá var þó
raunurinn að báðum hópum
var sagt að um hormónalyf
væri að ræða. Allar notuðu
smyrslin daglega, en nú brá
svo við að eftir þrjár vikur
Framhald á bls. 38
EKKI er af efa, að allar vís-
ar og forsjálar húsmæð.ur eru
löngu búnar að baka jóla-
baksturinn. Enn því er nú ver,
að ekki erum við allar vísar
og forsjálar; þær finnast jafn-
vel sem með ánægju draga
það til morguns sem hægt er
fyrir okkur, sem svo er ástatt
að gera í dag. Enn er þó tími
til að gjöra yfirbót, og hér
hef ég í.höndum tvær kokka-
bækur. Önnur er ný og amer-
ísk. hin talsvert komin til ára
og dönsk; þar ætti því að
kenna margra grasa. Hér eru
þá fyrst amerískar
DÖÐLUSTANGIR
Sigtið saman einn bolla af
hveiti, eina teskeið laf lyfti-
dufti, og % teskeið af salti.
Bætið við einum og hálfum
bolla af brytjuðum döðhim og
einum af kurluðum hnetum.
Þeytið þrjú egg vel, bætið vel
fullum bolla af púðursykri í
smátt og smátt, og síðan öllu
því fyrstnefnda ásamt einni
teskeið af vanillu. Breitt jafnt
lit í mót sem er 20x30 sm. að
stærð, en sé það ekki til er
auðvelt að búa til pappírsmóí,
eins og þegar bökuð er rúllu-
terta. Bakað í meðalheitum
ofni í 20—25 mínútur. Skorið
í stengur meðan heitt, og velt
upp úr flórsykri. Úr þessu
verða ca. 40 stengur.
FRANSKAR
BLÚNDUKÖKUR
Blandið saman í potti Vi
bolla af sýrópi, % bolla af
smjörlíki, og 2/3 balla af púð-
ursykri, betra er að hafa
smjör til helminga á móti
smjörlíkinu. Látið koma upp
suðu á þessu og takið það síð-
an strax af hitanum. Bætið
smámsaman í cinum bolla laf
Framhald á bls. 38
Jólabók Alþýðublaðsins 1960 — 33