Alþýðublaðið - 24.12.1960, Qupperneq 35

Alþýðublaðið - 24.12.1960, Qupperneq 35
IWmWttmWWWVWWMWWWMlWWWWWMWWWVmWtWViWWWMWWWWWHWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWV EINN daginn var mér boðið í afmælið hennar Hrafnhildar litlu. Og af því að Hrafnhildur var að verða tveggja ára og er á- kaflega falleg og kát, sá ég strax að ég gat ekki mætt í afmælið hennar án bess að gefa henni eitthvað kátt og fallegt. En hvað átti ég að gefa henni? Eg bar þetta undir fjölskylduna. — Uss, það er nú minnstur vandinn. Allar búðir eru bókstaflega full- ar af varningi handa krökkum og kvenfólki á aldriiium sex daga til ní- ræðs. i Það er nokkuð til í þessu. Innflytjendur okkar og framleiðendur eiga sýnilega enga ósk heitari og engan draum æðri en að gera kvenkyn á öllum ahlri liam- ingjusamt. Og bótt ekki fá- ist ýsa í soðið meginhluta ársins í mesta fiskilandi heimsins, er þar enginn skortur á skjörtum, saum- lausum netnylonsokkum og gervibrjóstum. — Reyndar þekki ég stúlku, sem í sum- ar leitaði árangurslaust að tilteknum gráum Ht á sokkabuxum, en þær komu þó með haustskipum og hún varð hamingjusöm. — Einstaka sérvitrir og gamal dags kaupmenn selja enn vörur handa karlmönnum, en enginn karlmaður liefur ráð á að veita sér þær. Aurarnir fara allir í kven- fólkið. Eg fór að líta í búðar- glugga af meiri athygli en áður. Ekki skorti vörurnar, allt var uppfullt af vörum, fallegum vörum og ljótum vörum, að ógleymdum þeim vörum, sem ókvæntir karlmenn hafa ekki nema óljósa hugmynd um til hvers notaðar eru. Mér er ekki grunlaust um, að harð giftir menn hafi ekki held- ur nema takmarkaða þekk- ingu á notkun sumra þeirra. Að lokinni vinnu einn dag- inn skoðaði ég fleiri búðar- glugga. Hnausþykk kjóla- efnin, geislandi hálsmenin og dúnmjúkar slæður glóðu í ævintýrabjarma innan um fallandi lauf og fölnaða trjástofna. Tízkulitirnir, hugsaði ég. Kannski ég finni eitthvað í tízkulitun- um handa henni Hrafnhildi litlu. Eg gekk og gekk, töfrar búðarglugganna fóru að ná valdi á mér. — Svona hef- ur það verið hjá huldu- V’ófí<(nu í ævintýrunum, unum, hugsaði ég. Hvílíkt skrúð lita, forma og verðs. Öll þessi birta og fegurð í -kvenivarningi heillaði mig. Dagamir ^iðu, búðar-1 gluggarnir hættu að heilla mig sem áður og ég íliug- aði málið. Hvað átti ég að gefa? Það var spurning dagsins. Eg lagði málið fyrir móður rnína, og kvaðst í standandi vand- ræðum. Hún tók ú málinu af því áhugaleysi er einkennir mæður á þeim aldri, er börn þeirra fara sjálf að stofna heimili. — Það ætti nú að vera minnstur vandinn að gefa telpukríli afmælisgjöf. — Kauptu bara eitthvað. Móður minni hefur lærst að Hta smáum augum á vandamál daglegs lífs. Henni er leikur einn að kaupa jólagjafir handa fjöl- skyldunni á hálftíma og prjóna á barnabörnin nieð- an pabbi þvær upp. Heim- ilisstofnun og götóttir sokk- ar eru að liennar dómi legu lögunar að tala dönsku, ég hjóst við að hún mundi segja Farvel. Hún sagði: Adjö. Eg hraktist inn í búðina við hliðina. Þetta var ný búð, angandi af steinkvatni og bæsi. Þrifleg, gljáandi kona tók á móti mér eins og hún ætti í mér hvert bein.' Hún reif smckki neðan úr hillum og þeytti þeim grimmdarlega ú borið. Prís- ana þuldi hún vélrænt og mig fór að svima. Mig lang- aði allt í einu ekkert til þess að kaupa smekki. Þeir voru svo Iitsterkir og hunds- hausarnir á þeim svo lieimskulegir. Og á sumum var mynd af svínum. lega atburði, réði mér til að gefa litabók og litakassa. — Það jafast ekkert á við litakassa. Eg gef mínurn krökkum alltaf litakassa, þau þroskast svo ansvíti á því. Eins og allir, sem lifa á að skrifa um hryllileg örlög og voveiflega atburði, lifir þessi vinur minn í hamingju sömu hjónabandi og er allra manna glaðastur. Eg vísaði þessari litakassa tillögu á bug, á þeim forsend- um, að mér væri vel til pabba og mömmu liennar Hrafnhildar og vildi ekki stuðla að því, að heimili þeirra yrði litagleði dóttur- innar að bráð. — Jæja, svaraði rithöfund BHANDA HRAF sambærileg vandamál. Eg sá að ég stóð einn uppi í ver- öldinni og slapp ekki við að gera kaupin sjálfur. Hafið þið nokkurn tíma gert ykkur grein fyrir þeim aragrúa verzlana, sem til eru í bænum? Mig Iiafði aldrei grunað hve saga bæjarins opinberast í þess- um gömlu og nýju verzlun- um fyrr en ég fór að leita að afmælisgjöfinni handa henni Hrafnliildi litlu. Sjálf búðarnöfnin, örnefni bæjar- is, gefa skýra mynd af þeim straunium, sem mótað hafa bæinn undanfarin 100 ár. Einhver hafði sagt, að það væri ágætt að gefa litl- um krökkum smekk. Eg fór inn í búð með undarlegu dansk-íslenzku nafni. Æva- gömul kona tók á móti mér, brosandi út að eyrum og velhirtu gervitennurnar báru menningu hennar fag- urt vitni. — Góðan daginn, sagði hún. — Góðan daginn, svaraði ég. Mér fannst hálfgerð goðgá að tala ekki dönsku við þessa hrumu peysufata- konu. — Eigið þið smekk? — Smekk, sagði hún. Já, við áttum smekki, en þeir eru líklcga búnir. Það var svo mikill skortur á öllu í stríðinu, Eufemía, kallaði hún. Eufemía, eru smekk- irnir búnir? Einhvers staðar í kam- ersi bak við búðina gall við þrirmuraust aitiitungskarl- ingar. — Huli, smekki, nei, við eigum enga smekki, við höfum ekki selt smekki síð- an 1915. Við kvöddumst virðulega gamla konan og ég. Enn fann ég til þessarar undar- Leitin að afmælisgjöfinni hélt áfram. Eg fór búð úr búð, góndi upp í hillur og oní glerklædd búðarborð. Á kvöldin þrýsti ég nefinu að búðargluggum. Eg spurði um liundrað hluti, blés út úlfalda, ýtti á magann á köttum, þangað til þeir mjálmuðu, keyrði bíla innan um liross, járnbrautir og góð lynda sprellikarla. Eg fletti myndabókum, fitlaði við vasaklúta og handlék rauðar peysur, en takmarkið varð sífellt fjarlægara. Eg gat ekki með nokkru móti ú- kveðið mig. Eg spurði vini mína og þeir gáfu mér svo góð ráð, að ég vissi ekki mitt rjúk- andi ráð. Einn kunningi minn, sem hætti að drekka, mælti eindregið með, að ég gæfi henni Hrafnhildi litlu myndavél. Auk þess að hætta að drekka hafði hann gengið í trúflokk og fengið sér myndavél. Milli þess, sem liann var hættur að drekka og liugsa um himna- ríki, var hann að taka mynd- ir og um þessar myndir og þessa myndavél ræddi hann gjarnan, ef maður hitti hann á götu og var mikið að flýta sér. — Maður gefur ekki smá- barni myndavél, maldaði ég í móinn. — Það er aldrei nógu snemma byrjað, svaraði hann af trúarhita, og hóf að gefa mér eldheita lýsingu á því, livernig liann hingað til hefði komizt af án aðdrátt- arlin.su. Effcir tíu mínútur var liann kominn út í wide angel og þá vissi ég að ekki var á verra von og stakk af. Annar kunningi minn, sem skrifar bækur um hroða LDI urinn ánægður. — Hefurð'u heyrt plottið í næsta róman lijá mér? Það er sko náungi, sem missir minnið og kerl- ingin lians drepur náunga, sem hún hafði haldið við og segir honum, að hann liafi gert, og af því að liann missti minnið, þá , . . Eg kvaddi og fór aftur að ganga í búðir. Eg varð hálf- gerð plóga í búðum miðbæj- arins. Afgreiðslufólkið hætti smám saman að heilsa mér eins og þeim, er lieils- að, sem talið er að kaupi mikið og horfði ekki í aur- ana. En öllum var fyrir löngu orðið Ijóst, að ég var enginn kaupglaður við- skiptavinur, heldur einhver undarlegur maður. Af- greiðslustúlkurnar yrtu ekki á mig, — og ég ekki á þær. Eg glápti upp í hillurnar, fitlaði við jersey og tjull og eftir mikið tvístíg og tauga- veiklunarlegt fitl, spurði ég þeirrar spurningar, sem af- greiðslustúlkurnar svöruðu alltaf játandi, enda þótt kalt vatn rynni áreiðanlega nið- ur eftir bakinu á þeim. — Eigið þið eitthvað handa henni — handa tveggja ára telpu? Þegar ég kom í þriðja sinn í eina búðina á tíman- um frá 2—4, var mér tekið kuldalega. — Maður minn, sagði full orðin kona, með gleraugun hangandi í perlufesti. Mað- ur minn, hér ef ekki upp- lýsingaskrifstofa. Við höf- um mikið að gera og við höfum engan tíma til þess að taka niður úr öllum liillum fyrir yður aftur £ dag. — Takk, bætti hún við og botninn datt úr ræðunni. — Takk, sagði ég. Ástandið var að verða ó- þolandi. Ekki svo að skilja að ég hefði misst matarlyst- ina eins og sjálfsagt þykir í slíkum tilfellum, og ég svaf eins og steinn á næturnar og liafði enga samúð með afgreiðslufólki, þótt það yrði að sinna störfum sín- um, — en afmælisdagurinn hennar Hrafnhildar nálgað- ist og dagarnir liðu æ hrað- ar því nær, sem honum dró. Afmælið var á sunnudegi, það cr að segja afmælis- veizlan, en Hrafnhildur er eins og drottningin í Eng- landi — hún á einn opin- beran afmælisdag til að lialda upp á og annan prív- at. Á laugardagsmorgni á- kvað ég að kaupa afmælis- gjöfina eftir hádegi, kaupa bara eitthvað í snatri og hætta síðan öllum vanga- veltum þar að lútandi. Rétt fyrir hádegi slær þeirri hugs un niður, að búðir loki á hádegi. — Almáttugur, hana vantar aðeins tvær mínút- ur. Búð, búð, livað er búð? Eg þeyttist af stað, inn í næstu verzlun og stundi. — Eigið þið eitthvað handa tveggja ára telpu? Ógurlega lítil og kýtt kerl- ing, dugnaðarleg og and- stutt. tók málið i sínar hendur. — Nóg er nú til. Hér er lamb. Hún dró fram pínu- lítið lamb með rauðan borða um liálsinn. — Já, sagði ég og þreif lambið, borgaði það og skoðaði í krók og kring. — Aldrei held ég að ég hafi séð fallegra lamb, — nema ef vera kynni fyrsta lamb- ið, sem ég eignaðist (það var flekkótt og varð seinna stór og mikil kind, stygg og snöfurleg). Þetta lamb var hvítt með eldspýtulappir. Eg sá, að hér var hin rétta afmælisgjöf handa henni Hrafnhildi litlu, hin eina rétta. Það, sem ekki hafði tekizt að fina lausn á i hálfan mánuð, lá nú svo ljóst fyrir sem verða mátti. Þetta var eiginlega eins og að búa til mikið og fagurt skáldverk, átökin sköpuðu einfalda og sanna lausn vandamálsins. Afmælisveizlan var á- nægjuleg. Hrafnliildur var stórhrifin af lambinu, stakk því upp í sig og líkaði bragðið vel. — Ansi ertu góður að kaupa handa litlum krökk- um, sagði mamma hennar. Sumir karlmenn geta aldr- ci keypt neitt að viti, en eyða stórfé í eintóma vit- leysu. — Maður verður bara fyrst að gera sér 1 jóst, svar- aði ég hógværlega, að allar búðir eru fullar af vörum lianda kvenfólki á öllum aldri, galdurinn er bara sá að vita, hvað tilheyrir hverj um aldursflokki. H. Ó. HVvtWWWMWWUWWVWUWWWMUWmW VWVVWtmWWMWWMWWMWWWWVWVVUV WVMWnWWWVWWMVWWWVWWWVWMW Jólabók Alþýðublaðsins 1960 — 35

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.