Alþýðublaðið - 24.12.1960, Qupperneq 36

Alþýðublaðið - 24.12.1960, Qupperneq 36
Ævintýri fyrir litla og góða krakka... kinkuðu kolli hver til annars. Hárið hans glóði eins og Þeir elskuðu litla snáðann, af morgunsólin. Og kjóllinn því að ha-nn var einmana. hans glitraði, eins og daggar- Einn dag fór „Rifni Pési“ drop u:u sólaruppkomu. Rifni Pési sefur í skóginuni. Álfurinn litli og fiðrildin eru komin til hans. ____ Einu sinni var lítill dreng- ur, sem hét Pétur. Vesalings Pétur var fátækur. Fötin hans voru alltaf rifin og tætt. Því var hann kallaður „Rifni Pési“. Ríka fólkið vildi ekki láta börnin sín leika sér við hann. „Það er bágt að vita, hvað leynist í þessum ræflum“, sagði það. „Bezt að forðast að vera með honum, strákræflin- um“. Þannig stóð nú á því, að engin börn vildu leika sér við „Rifna Pésa“. En honum stóð hjartanlega á sama. Úr því að krakkarnir vildu ekki leika sér við hann, voru nógir leik- bræður samt, dýr og blóm, steinar o g tré og margt, margt fleira. Úr því að stóri steinninn gat ekki talað, þá talaði „Rifni Pési“ bara fyrir þá báða. Og það gerði ekkert til, þó að litla lambið gaeti ekki sagt annað en me-me-me, þá var það bara að segja hon- um frá því, að það vildi koma í kapphlaup við hann. „Rifni Pési“ átti enga for- eldra. Pabbi hans og mamma voru bæði dáin fyrir löngu. Og Pesi litli hélt, að hann hefði aldrei átt neina foreldra. Nú var hann hjá gamalli og fátækri konu, sem fékk nokkr ar krónur fyrir að hafa Pésa hjá sér. Hún var heyrnarlaus, gamla konan, og þar að auki nærri blind. Pési varð því að hafa ofan af fyrir sér sjálfur að mestu leyti Pési litli fékk lítið að borða. Því var hann bæði lítill og léttur. Og það var eins og hann svifi á milli blóm- anna, þegar hann var að leika sér. Svona var nú „rifni Pési“. Beztu vinir hans voru sólin og vindblær lék sér að hár- ir og jafnvel stormurinn. Þeg ar sólin brenndi kinnar hans og vindblærinn lék sér að hár lubbanum hans, brosti hann við þeim Hann hló að storm- inum, þegar hann reif og sleit í fataræflana hans. Svona voru vinirnir hans „Rifna Pésa“. En hann átti fleiri vini, sem hann aldrei sá. En þeir sáu hann. Þeir áttu heima f skjóli runnanna, laufkrónunum og holu, gömlu trjánum. Þaðan horfðu þeir á drenginn og svo langt inn í skóginn, að hann rataði ekki heim aftur. Hann var þreyttur og lagðist til hvíldar á mosaþúfu. Áður en hann vissi af, var hann sofnaður. Ekki hafði hann lengi sofið er lítill og léttur álfur kom fram úr skógarþykkninu. — Þegar álfurinn sá, að drengurinn svaf, kallaði hann á tvö stór fiðrildi. Þau áttu að gæta þess, að drengurinn vaknaði ekki of fljótt. Því næst gekk álfurinn að gömlu tré og hvíslaði ofur lágt: „Klæðskerapabbi, klæð- skeramamma. Eruð þið þarna? Komið hingað með nál og þráð og stóru skærin. Tak- ið fallegasta mosann og trjá- börkinn, liljulauf og rósablöð og saumið föt handa Pétri litla. Þau eiga að vera svo fal- leg, að ekkert barn komist til jafns við hann“. Klæðskeramanuna og klæð- skerapabbi komu strax. Þau tóku sér sæti í einu rjóðrinu í skóginum og settu upp gleraugun sín. Þau saumuðu af öllum kröftum og rauluðu vísur á meðan. Einn, tveir, þrír. — Og þarna lágu fötin tilbúin. „Hafið nú hljótt um ykk- ur sagði litli álfurinn. „Svæfið þið hann, fiðrildi. Nú færum við hann í fötin“. 'Vesalings Pési svaf svo fast, að hann hafði enga hugmynd um það, sem gerðist í kring- um hann. Hann svaf lengi, lengi. Og þegar hann vaknaði — varð hann heldur en ekki hissa. Þegar hann athugaði fötin sín, sá hann að þau voru fín og falleg, alveg eins og föt kóngssonarins. Hann reis á fætur og flýtti sér heim. Þegar hann kom þangað sem ríku börnin voru Automatic gerð 320 er skemintilejr vél, sem auðveldlega saumar hnappagöt, bætir, rykkir, fellir og faldar. NYKOMNAR HINAR HEIMSÞEKKTU 5INCER SAUMAVÉLAR 4 GERÐIR Gerð 306 er zig-zag vél, hentug til að ganga frá saumum og gera hnappagöt, auk þess •saumar hún fallegt beint spor. Komið og reynið Gerð 201 er létt og hentug í meðförum, saumar beinan saum greitt og áferðar- fallega. Gerð 185 er minni vél á lágu verði, þægi- leg fyrir allan venjulegan saum. SINCER saumavélarnar sjálf Þær létta yður saumaskapinn Spara tíma og peninga SINCER fæst með hagstæðum greiðsluskihnálum AUSTUKSTKÆTI — Jóiabók Alþýðúblaðsins 1960

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.