Dagur - 24.12.1945, Side 7

Dagur - 24.12.1945, Side 7
Desember 1945 J^flSUR JÓLABLAÐ 50. tölublað Skuggaskil Jólahugleiðing eftir séra Sigurð Stefánsson. ,Og Ijósið skin i myrkrinu. Jóh. 1. 5. Enn eru heilög jól. Enn verða hin gömlu, bless- uðu orð að nýjum veruleika: „Því að yður er í dag frelsari fæddur." Enn hljómar lofsöngur englanna frá Betlehem-völlum -út yfir heiminn: „Dýrð sé Guði í upphæðum og friður á jörðu með þeim mönnum, sem hann hefur velþóknun á.“ Enn er um gervalla veröld þeirri hátið fagnað, sem að helgi og himneskri fegurð á ser enga hliðstœðu. í kirkjum borga og byggða er klukkunum liringt. Og „þessi klukknaköll boða ljós og líf.“ Hátiðar- sviþur fœrist yfir hin mörgu heimili, höll og hreysi. „Sjá, fátæk stofa daglegs strits í Drottins hús er breytt. Og dýrkun flutt af barni, vífi og manni.“ Úti i vetrarauðninni og á viðáttum hafsins eru jól haldin. Hvarvetna er leitað, komið og kropið að þessari óþrotlegu fagnaðaruppsjnettu allra tima og kynslóða. Ungir og aldnir eru þar i för, glaðir og heilir, sjukir og sárir, hamingjusamir og harmsins börn. „Hér er skuggaskil,“ segir eitt af skáldum vorum ■ í lofgerðaróði til jólanna. Og vissulega er þar sagður mikill sannleikur. Með hverjum jólum ris hœkkandi dagur upp úr sorta skammdegisins og aftur gefur sólarsýn i landi náttmyrkranna. Þau ytri umskipti setjum vér tiðum i samband við Ijóssins hátíð. En kristin jól minna þó ekki fyrst og fremst á það eða boðskapur þeirra. „Hér er skuggaskil" í sögu mannkynsins, í lífi þjóða og einstaklinga. Og sú staðreynd er ekki að- eins fólgin i dularfullum dásemdum jsess, sem gerð- ist við komu Jesú i þenna heim. Merkur trúboði ritaði fyrir nokkrum árum þessi athyglisverðu orð i einni af bókum sinum um Krist: „Hefði oss verið sagt, að bann hefði fæðzt með venjulegum hætti, og eg hefði þrátt fyrir það séð það hjá honum, sem eg sé nú, þá mundi ég engu síður trúa á hann sem guðdómlega veru.“ Og undir þá játning vildu vafalaust margir taka. Vér eigum jól, ekki vegna þess með hverjum hætti Jesús fœddist, heldur blátt áfram af því, að hann var eins og hann var, engum likur i guðlegri tign sinni og elsku, engum likur i óendanlegri miskunnsemi sinni og algerum hreinleika. Heimurinn hefir átt marga þá, sem drottnuðu yfir löndum og lýðum, og létu kenna á valdi sinu. Til hafa verið og eru guðiimblásnir sjáendur og sj)á- menn, sjsekingar og skáld, brautryðjendur liárra hugsjóna og mikilla verka. En aðeins einn frelsari. Margir, sem visuðu veginn ótrauðir leituðu sann- leikans og bentu á hið œðsta, fullkomna lif. Aðeins einn, er sjálfur var vegurinn, sannleikurinn og lífið. Aðeins einn, sem var mestur allra, en þó allra þjónn. Aðeins einn, sem hafði guðdómlegt vald til að segja þessi orð: „Komið til mín, allir þér, sem erfiði og þunga eruð hlaðnir, og ég mun veita yður hvíld.“ Aðeins einn, sem gaf þetta boðorð: „Elskið óvini yðar og biðjið fyrir þeim, sem ofsækja yður.“ Aðeins einn, sem bað þessarar bænar i kvölum á krossi: „Faðir, fyrirgef þeim, því að þeir vita ekki hvað þeir gera.“ Aðeins einn, sem steig upj) af gröf sinni til þess að sanna sigur lifsins yfir dauðanum, sigur hins góða yfir öllu þvi illa. Og það er þetta, sem táknar hið skýrasta skugga- sk.il, þetta, sem gefur oss hátíðina i skammdeginu, Ijósið, sem ekkert myrkur er i, heilög jól Krists. Þau eru ekki aðeins minning hinnar undursam- legu fæðingar hans, minningin um hið guðdómlega barn, sem er reifað og liggjandi i jötu. Það er sælt að taka á móti þeim þannig i öllum einfaldleik. En þau eru meira. Þau eru áþreifanlcgasta yfirlýsingin, Guð hefir gefið heiminum um endalausan kærleika sinn og eilifa náð. Jólaguðspjallið felur i sér allan gleðiboðskapinn um Jesúm Krist, Guðs son, frels- ara mannanna. Og þegar vér höldum jól, krjúpum vér lionum ekki aðeins sem heilögu barni, er himneskar her- sveitir lofsyngja og tilbiðja. Vér fögnum honum, sem „konungi lífs vors og ljóss,“ sem æðsta boðbera miskunnsemi og mildi, sannleika, réttlætis og frið- ar á þessari jörð. Vér fögnum honum sem einustu (Framhald á síðu 35). JÖLABLAÐ DAGS 5

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.