Dagur - 24.12.1945, Side 11
Jólin og börnin
Jólasaga barnanna:
Jólin eru hátíð barnanna. Þau eru sá tími vetrar, sem öll
börn hlakka mest til. — Fullorðna fólkið hlakkar líka til,
en mest á þeim heimilum, þar sem börn eru, því að börnin
og jólin eru svo nátengd, að þau má helzt ekki skilja að.
Börnin eru líka eins konar jólaskraut heimilanna. Þau prýða
umhverfið með því að vera skapgóð, þæg og hjálpsöm.
Munið, börnin góð, að vanhelga ekki jólin með óknyttum
eða óþægð. Verið góð börn og þekk, og prýðið heimili ykkar
með dygðum þeim, senr ég nefndi fyrr. Það er bezta jóla-
gjöfin til mömmu ykkar og
pabba.
Gleðileg jól!
★
Engum má gleyma!
Þegar jólin fara í hönd, má
engum gleyma. Allir verða að
einhverju leyti, að verða varir
við hátíðina. Hér á ég ekki að-
eins við mennina, því að þeir
komast nú varla hjá því að gefa
jólunum gaúm, þótt það sé að
vísu mjög misjafnt.
Eg átti við dýrin: Hundinn,
köttinn, fuglana úti í hríðinni,
hestinn og kúna eða önnur dýr,
sem þið komið nálægt eða hafið
í húsum ykkar. Þau verða að
finna, að það eru jól. Þið getið
gefið héppa gott kjötbein og kisu
fyllri skál af rnjólk en hún fær
venjulega, hent korni og brauð-
molurn út í garðinn handa litlu
fuglunum o. s. frv. — Það rnætti
kannske binda silkislaufu um
hálsinn á kisu til hátíðabrigða!
Það er einnig fallegt að muna
eftir gamla fólkinu og gleðja það
á einn eða annan hátt. Jólahátíð-
in má ekki fara fram hjá neinum,
og minnizt þess, börnin góð, að
jólagleði ykkar verður mest, ef
þið veitið öðrum gleði og ham-
ingju.
★
Til gamans
Nefndu svo: „Spaks manns spjarir,"
að ekki komi saman á þér varir.
Himinblátt og rósrautt
Einu sinni var konungur, sem alltaf bar sig illa og barm-
aði sér daginn út og daginn inn. „Syrgilegt,“ var orð, sem
hann notaði mest allra orða og svo stundi hann og andvarp-
aði í sífellu. Allt konungsríkið stundi. Skósmiðurinn stundi
meðan hann sólaði skóna, svo að stunurnar fóru inn í sólann
og sátu þar. Þegar gengið var á skónurn, brakaði ekki í þeim
eins og venjulegum skórn, heldur stundu þeir. Smiðurinn
stundi við hvern hefilspón, sem hann heflaði, og þegar ein-
hver eignaðist frá honum skáp,
heyrðust stunur og andvörp í
skápnum langar leiðir. Skraddar-
inn stundi við hvert nálspor, sem
liann saumaði. — Kóngurinn
fékk sér daglega göngu í „Stunu-
dalnum", en svo hét sá hluti hall-
argarðsins, þar sem öll tré og
blóm stundu, hvert í kapp við
annað.
Líkt var börnunum farið. Þau
andvörpuðu, börmuðu sér og
fannst allt ljótt og leiðinlegt.
Kóngsbörnin voru ekki barn-
v anna bezt. Þau voru sístynjandi
og yngsta kóngsdóttirin var köll-
uð Litla-Stuna — en það var nú
heldur heimskulegt nafn.
Svo komu jólin. Á Þorláks-
messukvöld, þegar allt var undir-
búið, og ilm af jólamatnum og
ýmsu öðru góðgæti lagði út á
götu, sátu börnin og stundu:
„Ætli það verði nokkur jól.“ —
Sarna skeði á páskunum. „Ætli
við fáurn nokkur páskaegg," and-
vörpuðu þau, þegar afi þeirra og
annna höfðu keypt stærðar
súkkulaðiegg, sem lágu uppi á
hillu og biðu eftir því að þau
yrðu borðuð. Það var nú meira
vælið og volæðið í öllum börn-
unujn og öllu fólki. Drottningin
var engin undantekning. Hún
var þar að auki skapvond og
skammaði allt og alla.
Með hverjum degi, sem leið,
varð ástand konungsríkisins ömurlegra. Ef einhver kom að,
sem var kátur og glaður, liðu aldrei margir dagar, áður en
hann var farinn að andvarpa og barma sér.
Bráðum koma blessuð jólin
börnin fara að hlakka til.
Allir fá þá eitthvað fallegt,
i það minnsta kerti og spil.
JÖLABLAÐ DAGS 9