Dagur - 24.12.1945, Síða 12
Jólasaga barnanna:
HIMINBLÁTT OG RÓSRAUTT
En dag nokkurn kom lítill maður — venjulegur maður
leit liann út fyrir að vera, — en hann var glerskeri og meist-
ari í iðn sinni. Lengi vel liafði hann ekkert að gera, en þá
kom norðanvindurinn og hjálpaði honum.
Kóngur og drottning sátu eitt sinn við glugga sinn og
liorfðu út, en kóngsbörnin Iéku sér í garðinum. Litli gler-
skerinn liorfði á leik þeirra og hugsaði með sjálfum sér:
„Þetta er í fyrsta skipti, sem ég sé nokkra gieði í þessu ríki.“
Á sarna augnabliki dró ský fyrir sólu og yfir-hirðdaman
kom út á tröppur. Hún setti gieraugu á nef sér, en þá liættu
börnin leiknum og byrjuðu að andvarpa á nýjan leik. Litla-
Stuna stundi allra liæst.
Rétt í þessu kom norðanvindurinn þjótandi í öllu sínu
veldi. Hann skellti upp gluggunum og braut rúðu eftir
rúðu. „Hvar fæ ég nú glerskera?" lnópaði kóngurinn í
dauðans angist. „Hér er Iiann!“ sagði glerskerinn um leið
og hann skaust fram og hneygði sig djúpt. „Þú ert ráðinn,"
sagði kóngurinn og strauk skegg sitt í ákafa. í sjö daga vann
glerskerinn í höllinni. Hann trallaði og söng og varð brátt
góður vinur kóngsbarnanna. Hann gaf þeim kítti, sem þau
gerðu karla úr. En Litla-Stuna bakaði kringlur úr sínu,
því að það þótti henni auðveldast. Elztu börnin gerðu lík-
an af höllinni, konungskórónunni og litla glerskeranum,
og liann var svo vel gerður, að liann var settur á safn, og
þar er hann enn þann dag í dag. Glerskerinn setti litla bláa
— himinbláa rriðu í glugga drottningarinnar, og þegar hún
leit út um hana, var allt svo dæmalaust fagurt, milt og ljúft
eins og í draumi. „En hve ég er hamingjusöm!" hrópaði
drottningin, „og hve fagurt er um að Iitast.“
„Megum við líka sjá?“ kölluðu kóngsbörnin hvert í kapp
við annað. Síðan settist Litla-Stuna við að sauma brúðuföt.
„Nú hefi ég lokið verki mínu.“ sagði glerskerinn, um leið
og hann sýndi þeirn litla rauða — rósrauða rúðu, sem hann
hafði kíttað í miðið á einum glugganum.
„Dásamlegt konungsríki á ég!“ sagði kóngurinn, þegar
hann horfði út um litlu rauðu — rósrauðu rúðuna.
„Það er gaman að lifa!“ hrópuðu allir, og kóngsbörnin
tóku undir: „Það er gaman að lifa! Það er gaman að lifa!“
Upp frá þessurn degi heyrðist aldrei stuna né andvarp í
öllu konungsríkinu. Allir fengu sér himinbláa og rósrauða
rúðu í húsin sín. Enginn sagði framar: „Syrgilegt!" — Skó-
smiðurinn söng, smiðurinn söng. Trén í Stunudal voru
höggvin, skósólarnir sungu: „knúrr-knarr!“ og Litlu-Stunu
var gefið annað nafn. Hún var nefnd Rósa, af því að það
var svo skemmtilegt nafn. Á hverjum jólum kom litli gler-
skerinn til hallarinnar og lék jólasvein með poka á bakinu,
sem var fullur af alls konar leikföngum og skemmtilegum
gjöfum. En beztu gjafirnar voru þó bláu — himinbláu og
rauðu — rósrauðu rúðurnar, hinar litlu, fallegu rúður kær-
leiks og góðvilja.
Lestu úr þessari vísu:
— — — Þóroddur,
þjónaði . . . Tomma.
„ “ Guðmundur
og Gudda ;
★
Gátur.
Teir kolsvartir negrar ganga eftir götunni. Sá minni er
sonur þess stærri, en sá stærri er ekki faðir þess minni.
Hvað er sá stærri?
Hjá hverri þjóð, í hverri ætt
Hjá hverri þjóð, i hverri œtt
dylst hún eða sá — ef að er gœtt,
sem getur hafið, getur hnekkt,
sem getur blettað œttarslekt,
sem getur hneykslað þing og þjóð,
svo þeirra hitni dauðablóð.
En livað er rétt og livað er rangt,
og hvaða auga sér svo langt,
að skorið geti cctið úr
livern eigi að leiða að dauðans múr
og skjóta, ef að álit hans
er andstcctt skoðun dómarans?
Hvað gagna dóms og deiluorð
og dauðaskot og rétlarmorð,
hjá þjóð, sem kvisti ótal á,
sem uxu sama stofni frá?
Hún getur alclrei grisjað nóg
sinn gamla dg unga þjóðarskóg.
Hún gerði bezt að þegja og þjást,
því þúsund sinnum trúin brást,
er hafði hún á sjálfri sér,
sagan um þetta vitni ber.
Og þótt hún dcemi þúsund enn,
þá vaxa i skarðið nýir menn.
Rangsleitni þín og rétlarmorð
reka þinn heiður fyrir borð,
svo liann á alclrei afturkvccmt,
svo illa verður nafn þitt rcemt,
að yfir þig kemur allt það blóð,
sem úthellt var á þitini lóð.
Þú liugumstolna en hrausta þjóð,
sem hyggur að morð og dauðablóð
hreinsi af þér þá svörtu synd,
er situr á þinni tignarmynd.
Þér daþrast sýn á dómastig,
og drottinn yfirgefur þig.
Brenn þinar snörur, brjót þin sverð,
breyttu um stefnu, legðu i gerð
þau mál, sem þú ert aðili að,
að óskum mun þá ganga það,
sem erfiðust nú er þér raun,
og allra blessun fœrðu i laun.
F. H. Berg.
Hve mörg manna- og bæjanöfn eru á sjálfskeiðungnum?
Hvaða bæjarnafn nefnir sig sjálft?
★
Aldrei er ég einburi,
oftast er ég tvíburi.
Þó er ég stundum þríburi,
en þá er ég oftar fjórburi.
10 JOLABLAÐ DAGS