Dagur - 24.12.1945, Blaðsíða 14
loftslag og betri líkamslíðan. Og mig
grunar, að æðimörgum liafi verið líkt
farið.
II.
Eins og auðsætt er, var það miklum
vandkvæðum bundið fyrir forgöngu-
menn afmælishátíðarinnar í Adyar, að
sjá yfir 2000 fundarmönnum fyrir
vistum og húsnæði, sem ekki yrði
þeim ofvaxið að kaupa. í Adyar voru
lítil húsakynni afgangs og í Madras
var allt of dýrt að búa. Úr þessum
vanda varð ekki ráðið nema með einu
móti: að reisa bráðabirgðaskýli handa
fundarmönnum í Adyar og stofnsetja
mötuneyti þar rneðan fundur stæði.
Og þetta var gert.
Bæði fæði og húsnæði þurfti að vera
sent ódýrast, því að ekki voru allir
auðmenn, þeir er jxirna voru saman
komnir frá 36 löndum. Vegna þessa
varð ekki komizt hjá því, að aðbúð
og viðurgerningur yrðu lakari en orð-
ið hefði að öðrurn kosti. Höfðu og
komið tilkynningar um það, að fund-
armenn yrðu að búa sig undir Jrað að
mæta ýmsum óþægindum, sem dvölin
eystra hlyti að hafa í för með sér. Þeir
yrðu að líta á hana sem eins konar
útilegulíf. Við vissum Jjví nokkurn
veginn, hvað í vændunr var.
Bráðabirgðaskálarnir, sem reistir
liöfðu verið, voru hvorki rammlega
gerðir né hátimbraðir. En Jreir voru
ekki ófélegir á að sjá og harla ein-
kennilegir. Þeir voru allir á lengdina.
Grindin í þeim var úr trjárenglum,
sem bundnar voru saman með vír eða
snærum. En þak og veggir var gert
með Jreim hætti, að pálmaviðarblöð-
um var fléttað saman og Jiessunt flétt-
um síðan tyllt utan á grindina. Gólf
voru gerð úr múrsteinum, sem raðað
var niður í sandlag, sem undir var.
Eftir skálunum endilöngum voru skil-
rúm úr sama efni. En hver skálahelm-
ingur aftur hólfaður sundur í marga
smáklefa, og voru sérstakar dyr á
hverjum. Var hver klefi ætlaður ein-
um eða tveimur til íbúðar. Skilrúm
milli klefa voru um 4 stikur á hæð,
en hið efra í skálunum var allt einn
geimur. Voru að þessu óþægindi og
ónæði mikið: Allt heyrðist, hávaði og
samtal, úr einum klefa í annan. Hver
skáli með öllum klefunum varð því
hálfgerður almenningur, og ró og
næði hvers manns var komið undir
spaklæti og prúðmennsku nábúa hans.
Að vísu var boðin alger þögn frá kl.
12—2 um hádaginn og að næturlagi
milli 10 og En Jrað vildi nú við
brenna þarna, eins og víðar í veröld-
12 JÖLABLAÐ DAGS
inni, að lögin væru miskunnarlaust
brotin.
Hver skáli var merktur ákveðnum
bókstaf og klefarnir tölusettir. Klef-
inn minn hét F 34, og fékk ég að vera
þar einn. Lítið skilrúm skipti honum
sundur í tvennt. Innan við það var
vatnsleiðsla og mátti þar lauga sig all-
an. Baðáhöldin voru leirker og blikk-
dallur. Var vatninu rennt í kerið og
síðan ausið yfir sig með dallinum.
Þetta vatn var stærsti kosturinn við
klefann, enda Joótt baðáhöldin væru
nokkuð frumstæð. Framan við skil-
rúinið var svefnklefinn með rúmi og
einum stóli.
En Joótt ekki væri fleira húsgagna,
skipti Jrað litlu. Mér var ver við ýmis-
legt annað, sem Jjetta húsnæði hafði
í för með sér. Verstur og hættulegastur
af því var rakinn úr jörðunni. Það var
reynt til að girða fyrir hann með því
að hafa múrsteina og sand á gólfinu.
En rakinn smaug upp á milli þeirra,
og vatnsausturinn við baðið gerði
hann enn verri. Föt manns voru alltaf
hálfþvöl af raka. Hnílar og annað úr
járni í föggum manna hálfryðgaði.
Fannst mér Jressi raki vaxa að sarna
skapi, sem við vorum J^arna lengur.
Annað var Jrað, sem ekki var laust
við að kæmi ónotalega við mig, eink-
um fyrst í stað. Það voru óvæntar
heimsóknir, sem ýmsir kumpánar
voru að gera Jrarna í klefann, bæði um
jólin og endranær. Þeir komu á öllum
tímum sólarhrings og alveg eins, Jrótt
dyruin væri lokað. Rifur voru alls
staðar, sem inn um rnátti komast, bæði
milli veggja og gólfs og an.nars staðar.
Skemmtilegastir og fræknastir af
Jtessum gestum voru íkornarnir. Þeir
voru fljótir í förum, skutust eins og
píla inn á gólfið, kinkuðu kolli, risu
upp á afturfótunum og runnu svo í
einum spretti upp stoðarrenglur og
bita á livarf upp í skálamæni. Keim-
Iíkar Jdcssu voru heimsóknir „lizard-
anna“ eða eðlanna. Þær eru lítil, flat-
vaxin, lágfætt dýr með stórar klær og
langan hala og grænvarta, hárlausa
húð; líkastar krókódílum í sköpulagi.
Þær runnu upp allt, sem fyrir varð,
en eru ekki eins léttar og fimar og
íkornarnir. Varð því skriða mikil, er
Jrær þiindu sig upp og niður renglur
og pálmafléttur. Þótti mér fremur ó-
viðfeldinn þeysingur þeirra, þegar þær
brugðu á leik eftir háttatíma, er ljós
voru slökkt.
Froskarnir gátu naumast heitið gest-
ir. Þeir voru heimagangar hjá mér,
einkum þar sem ég baðaði mig og rak-
inn var meiri. Mér stóð nákvæmlega á
sama um þá. En köngulærnar var mér
meinilla við. Til allrar hamingju varð
ég örsjaldan var við þær inni. Ég tel
ekki maura og smáköngulær, svipaðar
þeim, sem við þekkjum hér heima.
Þessi og önnur smáskriðdýr voru alla
daga á ferðinni um gólfið. En þessar
köngulær, sem mér var verst við, voru
ótrúlega stórar, álíka og blað á lítilli
matskeið. Eru þær ekki einungis fá-
dæma ógeðslegar, heldur og skaðlegar.
Getur bit þeirra verið hættulegt.
En ekkert af þessu var J30 til veru-
legs baga nerna flugurnar. Þær tóku
langmest á taugarnar. Voru þær tvenns
konar, húsflugur og stingflugur, sem
gerðu oft illan aðsúg að mönnum.
Þessar stingflugur voru mun stærri og
verri en mýflugurnar hér heima. Fóru
Jxer svo laglega að mat sínum, að oft-
ast vissi maður ekkert fyrr en þær voru
farnar og búnar að öllu. En bólgu-
þrimill og óþolandi kláði sögðu til
j:>ess, hvar þær höfðu borið niður. Þær
höfðu hægt um sig nema á kvöldin og
næturnar og voru þá engu betri innan
dyra en utan.Er ekkert vit að leggjast
til svefns Jrar eystra án Jjess að tjalda
yfir sig með flugnaneti eða skordýra-
voð. Vissi ég um tvo kunningja mína,
sem engin flugnanet gátu fengið fyrstu
nóttina í Adyar. Þeir voru herfilega
útleiknir um morguninn, allir stokk-
bólknir, höfðu hitasótt og áttu lengi í
Jtessu áður en Jreim batnaði. Flugna-
netin voru hin mestu þarfaþing.
Komu Ji>au algerlega í veg fyrir, að við
kæmumst í allt of náin kynni við alía
Jsessa óboðnu gesti að næturlagi.
Enn eru ótaldir gestir, sem við
skálabúar komumst í kynni við og allir
óttuðust. Það voru „cobra“-slöngur.
Eru þær eitraðar og bit Jreirra ban-
vænt, og verða þær árlega mörguni
Indýerjum að bana. Ekki vissi ég um
nema tvær, sem leituðu heim að skál-
anum, sem ég var í. Onnur sást, áður
en hún slapp inn, og var drepin utan
við skálavegginn. Hin skreið inn til
kunningja míns, sem bjó í næsta klefa
við mig. Ég held það hafi verið á ann-
an í jólum, sem liann fékk þessa heim-
sókn. Þá um morguninn heyrði ég
skyndilega háreysti úti og allmikinn
ys og þys. Þegar ég kom út, var þar
margt manna fyrir, sem flúið hafði úr
næstu klefum og sögðu mér tíðindin.
Hafði Jxá verið sent eftir Indverjum
til Jjess að vinna á höggorminum, því
að aðrir kunnu ekki tök á því, enda
héldur ófúsir til atlögu. Litlu síðar
komu tveir Indverjar vopnaðir barefl-
um og réðust til inngöngu í klefann til
Framhald á síðu 29.