Dagur - 24.12.1945, Page 20
skiptuin sínum, að láta skip sín flytja
kristniboða til Indlands og neitaði
þeim því um far.
Henderson fór þá þess í stað til
Danmerkur og var um hríð prestur á
Helsingjaeyri. Árið 1808 ferðaðist
hann um Svíþjóð, Lappland og Finn-
land, og stofnaði biblíufélög. Var
hann orðinn vel að sér í dönsku,
sænsku og þýzku. Hann var lærdóms-
og málamaður svo mikill, að hann var
kjörinn prófessor í guðfræði og Aust-
urlandamálum við háskóla í London.
Hér á landi dvaldi Henderson í tvö
ár og ferðaðist víða, bæði til að úthluta
biblíum og' kynna sér kristni lands-
manna. Reyndist hann frábær ferða-
garpur, og þótti öllum mikið til lians
koma, í orðum og gjörðum. Honum
féll vel við íslendinga en mest fannst
honum til um Steingrím Jónsson, pró-
fast í Odda, er síðar varð biskup, og
síra Jón í Möðrufelli.
Til er á Landsbókasafninu ferðabók
í tveimur bindum, er Henderson reit
og gaf út á Englandi 1818. Bókin
nefnist „Iceland" og er talið, að hún
sé „að öllu samanlögðu ein hinna
beztu ferðabóka, er ritaðar hafa verið
um ísland“. — Skömmu áður en liann
fór út aftur, stofnaði liann í Reykjavík
„íslenzka bibliufélagiðsem er enn
starfandi.
Loks var það ávöxtur af komu hans,
að síra Jón stofnaði „íslenzka evange-
liska smáritafélagið“, „til uppbygging-
ar sönnum kristindómi".
Síðara sumarið sem Ebeneser Hen-
derson dvaldi hér á landi, ferðaðist
hann um Norðurland og kom þá að
Möðrufelli til síra Jóns og var hjá hon-
um í nokkra daga. Það var álit Hen-
dersons, að kristnin væri betri nyrðra
en syðra, og engan mann mun honum
hafa fallið betur við á landi hér er síra
Jón, svo margt var þeim sameiginlegt.
Hvílíkur aufúsugestur þessi útlendi
trúbróðir hefir verið síra Jóni er auð-
sætt meðal annars af því, að í ferðabók
sinni segir Henderson, að „sárþyrstur
maður geti ekki mera fagnað svala-
drykk en síra Jón tíðindum þeim, er
honum voru sögð um útbreiðslu ríkis
Guðs“.
Það voru mikil tíðindi, sem Hender-
son færði honum. Biblíufélagið brezka
liafði þegar starfað í 10 ár og gefið út
Ritninguna á mörgum tungumálum.
Kristileg smáritafélög voru víða starf-
andi. Kristniboðsfélög höfðu verið
stofnuð um og eftir aldamótin hvert
á fætur öðru. Robert Morrison kristni-
boði, er samdi fyrstu ensk-kínversku
18 JÖLABLAÐ DAGS
orðabókina og sneri Ritningunni á
kínversku, var starfandi í Kína, — og
John Williams meðal mannætanna á
Suðurhafseyjum, — William Carey,
brautryðjandi kristinnar trúar og sið-
menningar á Indlandi, hafði starfað
þar í 20 ár. Svo mætti lengi telja. Á
Norðurlöndum voru um þessar mund-
ir sterkar trúarhreyfingar.
Augljóst verður, hvernig tíðindi
þessi liafa orkað á síra Jón, er hann
segir á einum stað í smáritunum: „Það
er óskiljanlegt ef sá, sem geymir nokk-
urn sannan neista af guðsótta í brjósti
sér, finnur ekki tendrast lijá sér heil-
aga löngun við að gefa gaum að þessu,
til að gjöra slíkt hið sama.“
Sjálfur kaus síra Jón sér það verk-
efni að hrinda hér af stað smáritaút-
gáfu og stofnaði strax eftir burtför
Hendersons „íslenzka evangeliska
smáritafélagið“. Hann segir sjálfur svo
frá, að umburðarbréf hafi verið sent
norðanlands „einkurn til presta, og
menn hvattir til að leggja fram árleg-
an styrk.... Var þessu svo vel tekið,
að um 700 manns höfðu skrifað sig á
skjalið.“
I „viðtektir þess íslenzka evange-
liska smáritafélags" segir í fyrstu
grein: „Tilgangur þess er einungis sá,
að upplífga trúna á heimsins frelsara
í lesendanna hjörtum, þá trú, sem á-
vaxtasöm sé af góðurn verkum. Hvar
fyrir öll þessa félags rit skulu stefna
að þessu aðalaugnamiði."
En smáritin höfðu jafnframt þann
tilgang, að fræða almenning um marg-
víslegt kristilegt sjálfboðastarf, er þá
var í uppsiglingu víða um lönd, og
hvetja kristna menn til virkrar þátt-
töku í því, eins og séð verður af for-
málsorðum fyrsta ritsins. En þar segir:
„Guð, sem aldrei lætur af að efla
heill manna, þó að þeir láti af að efla
dýrð hans um hríð, hefir nú blásið
nýjum anda í hin útkulnuðu trúar-
brögð Jesti Krists, eins og þau eru í
heilagri ritningu.... Hversu margir
eru eigi þeir vinir Guðs, sem nú sam-
eina krafta sína og stofna ýmis félög
til að efla ríki Jesú Krists sem bezt í
sálum mannanna. Það er ósegjanlega
gleðilegt að lesa og lieyra þær merki-
legu frásagnir, er um þetta fjalla.“ —
Slíkar frásagnir fluttu smáritin síðar
margar. Síra Jón er fyrsti maðurinn
hér á landi, er fræddi almenning urn
kristniboð og brann af áhuga fyrir
þvi. Síðan liefir það höfuðmálefni
kristninnar alla tíð átt fleiri eða færri
stuðningsmenn hér á landi, og til
þeirra hafa talizt sumir merkustu
kennimenn þjóðarinnar. Hver trúar-
leg álirif smáritanna liafi orðið, er ó-
rannsakað mál, en þau hafa orðið
mikil, jafn útbreidd og ritin voru og
vinsæl.
Smáritafélagið stofnaði síra Jón árið
1815, en á næsta ári komu út fjögur
fyrstu ritin. Tólf smárit voru gefin út
fyrstu þrjú árin, alls 9400 eintök. Sjálf-
ur samdi hann eða þýddi flest þeirra.
Þó eiga nokkrir menn aðrir efni í rit-
unum, þegar frá líður, t. d. Jón Espó-
lín sýslumaður, síra Björn Halldórsson
í Garði, síra Þorsteinn Hjálmarsson í
Hítardal o. fl. Almenningi gazt vel að
smáritunum, og urðu ýmsir góðir
menn til að styrkja útgáfuna, eins og
t. d. ísleifur etazráð Einarsson, B. ÓI-
sen, umboðsmaður, og Hallgrímur
Jónsson, djákni, báðir á Þingeyrum,
og síðast en ekki sízt Jón sýslumaður
Espólín í Viðvík í Skagafirði.
Alls urðu smáritin, sem síra Jón gaf
út sjálfur, 67.*) Skömmu áður en hann
dó, stofnaði hann 1000 ríkisdala sjóð,
og skyldi vöxtunum varið til að halda
áfram útgáfunni. Sjóðnum kom liann
fyrir hjá þýzkum presti, Johan Fried-
rich Matthiesen, er var forstöðumaður
Bræðrasafnaðarins í Kaupmannahöfn,
en þar höfðu öll smáritin verið prent-
uð. Aðeins 13 smárit voru gefin út
eftir clauða síra Jóns, en smáritasjóður
hans mun þó ekki hafa glatazt að fullu
fyrr en í peningahruninu í Þýzkalandi
í lok fyrri heimsstyrjaldar.
Auk smáritanna liggja eftir síra Jón
allmargar ritgerðir og bækur, þótt
ekki sé talið upp hér.
Síra Jón í Möðrufelli var heittrúar-
maður í fyllstu og beztu merkingu þess
orðs. Þjóðin átti engan þarfari rnann,
er kaldur gustur upplýsingarstefnunn-
ar fór um andlegt líf hennar og „blés
merginn úr beinunum og tilfinning-
arnar úr hjörtunum", eins og Esaias
Tégner orðar það í ræðu sinni á minn-
ingarhátíð siðabótarinnar 1817. Hér
var því þörf á heilagri glóð frum-
kristninnar. Smárit og ræður síra Jóns
voru þrungin þeirri glóð og blésu nýju
lífi í bezta andlega arf, er þjóð vor átti.
Hundrað ár eru liðin á næsta ári
síðan síra Jón lærði lézt, en hundrað
og þrjátíu ár síðan fyrstu smáritin
hans komu út. Viðeigandi væri, að vér
minntumst í því sambandi orða He-
breabréfsins: „Verið minnugir leið-
toga yðar, sem Guðs orð hafa til yðar
talað; virðið fyrir yður, hvernig æfi
þeirra lauk, og líkið síðan eftir trú
þeirra."
*) Hann var 54 ;íra gamall, er útgáfan hófst,
svo að hér fylgdi liugur máli.