Dagur - 24.12.1945, Side 21

Dagur - 24.12.1945, Side 21
,Heklu-förin 1905 Fjörutíu ára minning Eftir SNORRA SIGFÚSSON, skólastjóra Líklega hefir aldrei verið annar eins eða sannari vorhug- ur með íslenzkri þjóð og upp úr síðustu aldanrótum, og þá alveg sérstaklega meðal æskunnar í landinu. Ungmenna- íélagshreyfingin ber þessa vott. Hún hertók hugi æskunnar um land allt. Einkunnarorð U. M. F. í. „íslandi allt“, voru heilög orð í munni félaganna. Hópar stétta og flokka sáust ekki. Þar var ein hjörð: íslendingar. — Og stjórnfrelsið, síminn o. fl. o. fl. fylla hugina og skapa ótrúlega bjartsýni. Og satt hygg eg það, sem sagt hefir verið, að ekki muni á öðrum tíma hafa verið yndislegra að vera ungur en þá. Og þó var heimur æskunnar, sem hún ólst upp í, ótrúlega fá- tækur af vísindum og tækni og svokölluðum þægindum. En það kvartaði enginn um það. Það var unnið í 12—16 klst. á dag með gleði og trúmennsku, og samt varð timi af- gangs til félagsvinnu. Lífsgleðin var mikil og birta fram- undan, — trú á landið, þjóðina og framtíðina. Já, þá var gaman að vera ungur. Og einmitt hin fyrstu aldur ár var hér á Akureyri starfandi söngflokkurinn Hekla, senr nafnfrægur varð af för sinni til Noregs 1905. Þar voru samankonrnir ýmsir hinir beztu söngkraftar, sem völ var á lrér, og stjórnandinn var Magnús Einarsson, organisti við kirkjuna og aðalsöngkennari hér um langt skeið. — Vitan- lega voru hér góðir söngmenn, sem ekki voru í Heklu, t. d. Pétur og Friðrik Þorgrímssynir o. fl., en margir voru þeir ekki. Mun Hekla hafa orðið til aldamótaárið, og vísir af henni þó fyrr, en það ár var líka starfandi hér blandaður kór undir stjórn M. E., sem Gígja hét og hafði verið það all lengi, og það ár söng hún hér við hátíðahöldin á Odd- eyrinni. — En úr aldamótunum verður Gígju ekki vart, en Hekla tekur þá til að „gjósa“ af miklurn móði. Út um sveitir fór rnikið orð af þessum flokkum M. E„ og Var það heitasta ósk ýmissa „hljóðbelgja" að fá að heyra þá syngja. Og það mun ýmsum hafa tekizt, og voru þó mörg Ijón á þeim vegi. Akureyri var þá langt í burtu, t. d. fyrir unglinga út í Svarfaðardal. Því til bæjarins að vetri til varð ekki komizt nema róandi, máske í 8—11 klst., eða gangandi, á skíðurn, 12—16 st. gang. Um annað varð ekki talað. — Og svo var að fá sig lausan frá vinnunni, tóskap eða gegning- um, og það var ekki alltaf auðgert, því þá þurftu ungling- arnir að vinna, — vinna og standa sig. En Hekla söng og söng og dró til sín söngþyrstar sálir. Og aldrei held ég að ég hafi orðið hrifnari en þá er ég heyrði hana fyrst syngja hér í ganrla leikhúsinu, sem nú mun vera í eign Péturs Lárussonar kaupmanns. Það var 1902 unr haustið. Og rúmu ári síðar komst ég líka í flokkinn. Og svo er það um haustið 1904 að utanlandsför kemur í hugann, bæði í gamni og alvöru, en þó mun þetta þá hafa þótt slík fjarstæða, að varla væri vogandi að hafa orð á því, enda fór það svo leynt, að bærinn vissi ekkert unr þessa fyrirætlun fyrr en um sumarið 1905. Við munum nú hafa gaman af ýmsu frá þessum dásamlegu dögum, þegar við héldum leynifundinn niðri á Tanga og ætluðum alveg að springa af spenningi, öllu rósamálinu, öllum bollaleggingunum um fé og frægð o. s. frv. Já, þá var nú maður á Heklungunum, eins og þeir voru þá kallaðir, og ekki trútt um að sumir þeirra þættust nokkuðl — En á Noregsfararnir: Aftasta röð, talið frá vinstri: Benedikt Jónsson, 2. tenór, ftfagnús Helgason (Lyngdal), 1. bassi, Jónas Þór, 2. bassi, Árni Jónsson, 1. bassi, Magnús Einarsson, söngstjóri, Kristján Sigurðsson, 1. bassi, Ásgeir Ingiraundarson, 2. bassi, Jón Þór, 2. tenór. Miðröð: Páll Ásgrímsson, 2. bassi, ;Jón Steingrímsson, 2. bassi, Pétur Jónasson, 1. bassi. Fríraann Frímannsson, 1. bassi, Tryggvi Jónasson, 1. tenór, Snorri Snorrason. 1. tenór, Guðraundur Kristjánsson, 2. tenór. Fremsta röð: Páll Jónatansson, 2. bassi, Helgi ísaksson, 2. tenór, Snorri Sigfússon, 1. tenór, Hallgrímur Kristjánsson, 1. tenór, Jón Kristjánsson, 1. tenór, Þorsteinn Thorlacius, 2. tenór og Oddur Kristjáns- tson, 2. bassi. leynifundinum er förin ráðin, þó þannig, að söngstjórinn iskyldi fara utan urn sumarið og athuga þessa möguleika í Noregi, og skyldi svo hans úrskurði hlíta, er heim kæmi. Þessa för fór M. E. og afréð, að flokkurinn færi utan um haustið. Og um miðjan september byrjuðu svo söngæfingar af kappi, og mátti heita að æft væri og sungið allan daginn. Nú leizt mönnum ekki á blikuna. Það dundu á M. E. úr- tölur. Þetta væri eintóm vitleysa. Aldrei hefði nú annað eins heyrzt: að ætla til útlanda til að syngja. Hekla væri kannske nokkuð góð, en þetta væri þó of mikið af því góða. Og þetta gæti orðið landi og þjóð til skammar. Og líklega ætti að banna flokknum að fara. — Um þetta var þannig talað mjög víða, bæði í bænum og grenndinni. En M. E. sat við sinn keip og æfði af kappi, enda mun sr. Geir Sæmundsson, sem allra rnanna bezt bar skyn á verðleika Heklu, sízt af öllu hafa latt fararinnar. — Og svo voru saumuð svört klæðisföt á hópinn, öll með sama sniði, og húfur búnar til, skyggnis- húfur. með hvítan koll og blárri gjörð, og var harpa saumuð 'í miðju, en „ísl. kór“ báðum megin við. Þá var og prentað mikið af söngskrám og textar þýddir á dönsku. Og svo var allur hópurinn líftryggður hjá „Standard" og leiddur inn í Góðtemplararegluna, enda skyldi það vera tryggt, svo sem hægt var, að Bakkus grandaði ekki fararheill og hamingju! Það þótti mikill viðburður hér í bæ, er Helka söng nokk- uð af söngskránni á Hótel Oddeyri degi fyrir brottförina. Það varð að syngja tvisvar eða þrisvar, svo að allir kæmust að sem vildu. Og nú voru menn orðnir spenntir. Líklega tækist það. Þeir væru býsna sprækir og syngju bara vel. En flokk- urinn yrði líka að standa sig. Hann yrði að verða bænum og landinu til sóma. Þegar lagt var frá Höepfnersbryggjunni einn morguninn seint í október á hinu nýja skipi Thorefélagsins, Kongjnge, og sungið lag Lindblads, „Nú er ferðbúið fley“, var flokk- urinn kvaddur með velfarnaðaróskum fjölda manns. Sungið var í Húsavík og á nokkrum stöðum á Austfjörð- um, alls staðar við mikla aðsókn og rnikið klapp og kapó! • Og svo var lagt á hafið, og gekk ferðin vel. Síminn var þá ekki kominn til íslands, og þess vegna var ekki unnt að senda boð á undan sér. Norðmenn vissu að flokksins var von, blöðin höfðu getið þess um sumarið, en hvenær um haustið vissu rnenn ekki. Þess vegna komum við óvörum til Bergen JÓLABLAÐ DAGS 19

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.