Dagur - 24.12.1945, Qupperneq 22
seint um kvöld, réðumst til vistar á eitt af betri gistihúsum
borgarinnar, Samby’s Hotei, og þóttust margir komnir þar
í paradís!
Þegar komið var svo út á göturnar daginn eftir með hvítu
húfurnar, var heldur en ekki uppi athyglin. Og blöðin höfðu
þá tal af söngstjóranum og gátu um komu flokksins, er vakti
mikla athygli í borginni. En raunar höfðu Norðmenn í
ýmsu óvenjulegu að snúast þetta ár, eins og kunnugt er. Þeir
höfðu þá um sumarið slitið sig úr öllum tengslum við Svía,
en áttu nú eftir að ákveða sitt stjórnarform og stjórnarfor-
seta, og fór atkvæðagreiðslan fram um stjórnarformið og
konunginn fyrripart nóvembermánaðar þetta haust. En við
þetta allt. var hugur þeirra fast bundinn, sem vonlegt var.
Tíminn var því eigi sem heppilegastur fyrir hinn erlenda
söngflokk, enda varð hann m. a. af þessum ástæðum, að bíða
nokkra daga í Bergen áður en heppilegur söngsalur fékkst.
En strax var byrjað að æfa, og var einum helzta söngstjóra
borgarinnar boðið að hlusta á flokkinn. Virtist hann mjög
ánægður með sönginn, enda hefir hann máske ekki búizt
við rniklu. En það sannaðist, er opinber samsöngur Heklu
hófst og blöðin tóku að dæma um sönginn, að flokkurinn
hafði sigrað. Dómur blaðanna var yfirleitt sá, að þessi litli
hópur ætti mikinn raddstyrk og væri vel þjálfaður og sam-
ræmi raddanna gott.
Einn félaginn þuldi nýlega upp úr sér byrjunina á fyrsta
söngdómnum, og sýnir það betur en flest, í livers konar
jarðveg sá dómur féll. En sú byrjun er svona:
Det var med spenningi og inkje utan otta at me venta paa
fyrste konserten deira, men mann turva inkje meir en ltöyra
de fyrste strofarne, so var den sorgen slökt.
Mátti því með sanni segja, að flokknum væri ágætlega
tekið. Og þegar eftir fyrsta samsönginn, sem endaði með
ræðum og húrrahrópum, byrjuðu boð og veizluhöld. Varð
nú hópurinn brátt liinn hressasti, enda hafði kvíðinn fyrir
hinum fyrsta samsöng verið mikill, því allir fundu til þungr-
ar ábyrgðar, ef illa færi.
Nokkrum sinnum var sungið í Bergen, þá í Stafangri og
Haugasundi, alltaf við góða aðsókn og ágætar undirtektir.
Og í Stafangri var okkur lialdin dýrlegasta veizlan, þar sem
allt stórmenni borgarinnar var samankomið. Þar munum
við fyrst hafa kynnzt svokölluðu „standandi borðhaldi". í
Haugasundi buðu ýmsir fyrirmenn bæjarins okkur að búa
hjá sér kostnaðarlaust, og í veizlu sem þar var haldin til
heiðurs Heklu var tilkynnt, að bæjarbúar myndu senda
kórnum gjöf til Islands til minningar urn þessa fyrstu söng-
för. Kom sú gjöf sumarið eftir, og var það hinn kunni
Heklufáni með áletrun. Er fáninn nú í vörzlum Sambands
norðlenzkra karlakóra, sem nefnir sig Heklu og afhentur
því af Heklungum að M. E. söngstjóra látnum. En leysist
það samijand upp, mun fáninn verða afhentur minjasafni,
ef til verður hér norðanlands.
Þótt kórinn fengi alls staðar ágætar viðtökur, rnunu þær
þó hafa verið einna hjartanlegastar í Voss, en þangað fór
hann frá Björgvin og söng þar einu sinni. Þar hélt Lars
Eskdand, lýðháskólastjóri, ræðu, sem erfitt verður að
gleyma. Og þegar ég tveim árum síðar konr til Voss í skóla,
var Hekla enn í fersku minni, og varð ég oft að syngja sum
lögin, sem einna mest höfðu hrifið fólkið, t. d. Systkinin og
Kirkjuhvoll eftir Bj. Þorsteinsson. Og ýmis fleiri lög varð ég
að kenna bæði á Voss og Storð, en'frá kennaraskólanum þar
höfðu nokkrir farið til Bergen til að hlusta á kórinn.
Síðar heyrði ég í Bergen haft eftir Lars Söros söngstjóra,
að Hekla hefði sungið „Ólaf Tryggvason“ betur en norskir
kórar almennt. En hvað sem um það er, fannst mér jafnan,
20 JÖLABLAÐ DAGS
er ég söng þetta lag með Norðmönnum, að Hekla hefði liaft
á því lagi ágæt tök, og skilningur íslenzka söngstjórans á því
sízt lakari en þeirra.
Eftir viðtökurnar á vesturströndinni liefði vafalaust verið
óhætt fyrir flokkinn að ltalda til Oslóar, enda höfðu blöð
þar búizt við því. En úr því varð nú ekki, enda var það í
raun og veru aldrei tilætlunin. Jafnframt trufluðu einnig
rnargs konar fyrirhuguð hátíðahöld í sambandi við væntan-
lega komu konungsins til landsins allar slíkar áætlanir, og
gerði allt áframhald í raun og veru ómögulegt. Þó var um
það nokkuð deilt í flokknum. Og vildu sumir halda enn
lengra en til Oslóar. En til þess vantaði einkurn allan undir-
búning, því það var þá þegar komið í ljós, að ferðalög og
uppihald tók á budduna, svo að sýnt var, að förin yrði ekki
nein gróðaför. Hefði nú á tímurn vafalaust verið sótt um
styrk til bæjar og ríkis til slíkrar farar, en það liefði verið
þýðingarlaust þá. Sjálfir urðu meðlimir kórsins því að bera
allan kostnað, og þess vegna var allt reynt að spara, m. a. það,
að hafa sérstakan framkvæmdastjóra, sem var án efa mjög
nauðsynlegt. — Það varð því ofan á að lialda heim frá Ber-
gen. Með því varð nreð vissu vitað, að flokkurinn ók heim
heilum vagni. Þessi litli hópur frá hinum norðlenzka höfuð-
stað hafði brotið ísinn, sungið fyrstur íslenzkra kóra á er-
lendum vettvangi, og haft sæmdir af. Þetta var og verður
aðalatriðið. Þess vegna héldu flestir eða allir glaðir heim,
þrátt fyrir allt. — Og Magnús Einarsson hafði unnið þrek-
virki.
Heim var svo haldið nreð gamla Agli, litlunr einrkugg, sem
O. Wathne átti, og margir eldri menn munu kannast við.
Sú för gekk seint og sögulega, því að skipið lrreppti aftaka-
veður í hafi og laskaðist, enda var það 10 daga til Austfjarða,
og þótti nrörgunr nóg um, Var þó sungið í Þórslröfn á Fær-
eyjunr við mikla hrifningu bæjarbúa. Og líklega hafa sjald-
an sárþjáðir farþegar fagnað landtöku nreir en Heklung-
arnir í þetta sinn, því bæði hafði sjóveikin og sjóiiræðslan
þjakað þá flesta. — En Austfirðingar tóku þeinr tveinr lrönd-
unr og slógu Seyðfirðingar upp dansleik þeinr til lieiðurs.
Og einn hálfgerðan stórhríðarmorgun rétt fyrir jólin,
kastaði Egill ganrli akkerum á Akureyrarlröfn, og þótti ó-
frýnilegur ásýndum vegna klaka og skemmda, er hann lrafði
lrlotið í skammdegishríðunr og stórsjó. Enginn sími gat þá
flutt fregn unr það, að Hekla væri með. Þess vegna komum
við á óvart. En í grárri morgunskímunni fylkti Hekla liði
á þiljum uppi og söng af nriklum krafti lrina alkunnu vísu
Jóns Ólafssonar: Guð nrinn, þökk sé þér, Jrú að fylgdir mér
aftur hingað heim, hér vil ég þreyja, o. s. frv. — Og er ónrar
söngsins bárust upp í bæinn vissu menn, lrvers kyns var:
Hekla var komin heim. — En á bátum varð að fara í land,
og þótti nrönnunr það óvirðulegur endir á glæsilegri og
skenrnrtilegri för.
Og gott var að vera kominn lreinr.
Eftir því sem bezt verður vitað, eru nú, eftir 40 ár, fallnir
í valinn: einn úr 1. tenór, þrír úr 2. tenór, þrír úr 1. bassa, og
söngstjórinn, alls 8 menn. Fjórtán munu vera á lífi. En lrvað
skyldu margir lifa 50 ára afmælið?
En hvort sem Jreir verða margir eða fáir, sem minnast
þess afmælis, þá hefir Magnús Einarsson skráð nafn sitt og
Heklu á spjöld sögunnar með hinni fyrstu söngför, sem varð
honum og landinu til sóma.