Dagur - 24.12.1945, Page 24

Dagur - 24.12.1945, Page 24
jMfc. ^.14. alla íallegu bögglana í kring um tréð. Eftir einn, tvo eða þrjá sálma setjast allir, og einhver leikur „jólasveininn", sem kemur, heldur en ekki færandi hendi! Jólaboð og leikir Garnall siður er það, að fá kunn- ingja og vini heim til sín um jólin. Eflaust vilt þú halda þessurn sið — halda jólaboð, eins og það er kallað. En þetta verður ekki gert, nema með töluverðum undirbúningi. Það eru til rnargar tegundir af jóla- boðum, næstum því eins margar og mennirnir, sem hakla þau. Sumir leggja allt upp úr því, livað veitt er, hve margar kökutegundir og ábætis- réttir eru bornir á borð. Þetta kann- astu vel við, og auðvitað vilt þú gjarn- an hafa eitthvað gott að bjóða gest- unum — en mundu það, að ekki er allt fengið með átján kökusortum! Boðið getur verið hund-leiðinlegt jafn vel þótt þær væru tuttugu! Þegar þú heldur boð um jólin, þá reyndu að velja saman fólk, svo að hópurinn verði sem samstæðastur. Gott er að taka unga fólkið saman, og svo eldra fólkið saman í öðru boði, þ.e.a.s. ef þú getur komið því við að hafa fleiri en eitt boð. Annars er oft einn eða fleiri af eldri kynslóðinni, sem eiga heima í liópi þeirra ungu og ber að athuga það. Það er raunar fjölda margt fólk á öllum aldri, sem hefir gaman af hvers konar leikjum um jól- in, en þó hygg ég skynsamlegra að flokka fólkið að einhverju leyti nið- ur, eins og fyrr um getur. I boði hinna eldri er oft byrjað á spjalli. Síðan kemur kaffið og kök- urnar, þá spjall og meira spjall, síðan ábætir með þeyttunr rjóma, þá spjall og konfekt í silfurskál og loks lrnetur og rúsínur! Sumir spila „bridge" eitt- hvað fram eftir. — Þetta er allt saman gott og blessað, en við skulum athuga eitthvað skemmtilegra. ★ Jóla-boð hinna ungu. Daginn áður útbýrð þú, að eins miklu leyti og Iiægt er, allar veiting- ar. Oftast gerir ósæta brauðið mesta ,,lukku“ og er því tilvalið að smyrja ,,snittur“ og „samlokur" og raða þeim smekklega á brauðfötin (þú getur hæglega notað matardiska og haft serviettur á). Með brauðinu er gott að veita öl og gosdrykki, enda er það 22 JÖLABLAÐ DAGS fyrirliafnarminnst. — Fjarlægðu svo stóla alla frá borði því, sem þú ætlar að nota. Skreyttu það og gerðu skemmtilegt nteð einhverjum upp- finningum þínum — þú getur málað með rauðum stöfum á spjald: „Hjálp- aðu þér sjálfur" o. s. frv. Notaðu kerti, jólasveina, grenigreinar o. s. frv. til að gera borðið sem skemmtilegast. Svo lætur þú hvern sjálpa sér, og „borð- haldið“ verður afar frjálslegt. Ef þú átt hnetur, epli eða annað góðgæti, geturðu boðið það síðar á kvöldinu. Þetta var um veitingarnar. ★ Leikirnir Þú verður einnig að hafa undirbúið það rækilega, hvernig þú ætlar að skemmta gestum þínum. Bezt er að gera eins konar ,,prógram“ eða „leik- skrá“ og skemmta sér svo eftir liðum þess. — Þú getur skrifað niður alla leikina (heiti þeirra) og látið skrána liggja frammi, svo að allir geti fylgst með. Ef þú hefir tök á fjölritara, get- urðu fjölritað ,,programmið“ handa hverjum gestanna og afhent það um leið og þeir koma. Byrjaðu á fjörugum leik, svo að „ís- inn bráðni“ sem fyrst, svo geturðu haft einn rólegri og svo koll af kolli. — Þú kannt fjöldan allan af leikjum, en ég ætla að benda þér á nokkra til við- auka: ★ STOKKAÞRAUT: Gestunum er skipt í tvo jafna hópa. Hver hópur raðar sér hlið við hlið — flokkarnir snúa andlitum saman. Þeir, sem eru á enda (einn úr hverj- um flokki) setja hulstur af eld- spýtustokk upp á nefið á sér. Svo er talið: 1—2—3— og báðir byrja og reyna að koma hulstrinu á nef þess næsta, án þess að snerta það með höndunum, og svo koll af kolli. Sú röðin vinnur, sem fyrst kemur hulstrinu á endann. Ef lmlstrið dettur á gólfið áður en það • t komið á næsta nef, verður sá, sen yiissti að taka það upp, setja á sit. eigið nef og reyna aftur. Ýmsar still- ingar í þessum leik munu vekja mik- inn hláturl! ★ HVER SYNGUR? Bundið er fyrir augu eins \>átttak- anda, og hann látinn sitja í sófanum. Síðan kemur einn og einn í einu, sezt hjá þeim „blinda“ og „tekur lagið“. Sá „blinda“ á að þekkja þann, sem söng. Þegar honunr liefir tekizt það, tekur sá sem söng við o. s- frv. Ekki er nauðsynlegt að syngja nenra örlítið — en sá „blindi“ má biðja um lagið aftur. Þetta er miklu skemmtilegia en þú heldur! ★ VEIÐIMENN OG HUNDAR Gestunum er skipt í tvo jafna lrópa. Foringi hvers hóps er „veiðimaður", allir hinir eru „hundar". Áður en leikurimr hefst, hefir ein- hver, sem ekki tekur þátt í leiknunr, falið ca. 30—40 baunir hingað og þang- að um þær vistarverur, sem boðið fer fram í, og er skýrt frá því í upphafi. Sjást verður á baunirnar. Hvor „veiði- mannanna" hefir smá ílát í hendi — bolla eða skál. Svo er talið: Allir við- búnir, 1—2—3 og leikurinn hefst. Nú má enginn segja orð, en „hundarnir leita að baununum og gefa „veiði- manni“ sínunr til kynna hvar þær eru með gelti. Kemur þá „veiðimaðurinn" hlaupandi og setur baunina í skálina sína. Innan stundar eru allir farnir að gelta og verður úr því nrikil skenrmtun. Þegar annarhvor „Veiði- mannanna" hefir fengið meira en helming lrinna földu bauna í skál sína, má hann kalla upp: Unnið! og fá þá „hundarnir" málið aftur! GÓÐA SKEMMTUN! Jólabaksturinn JÓLA-STJÖRNUR Jóla-stjörnur eru bakaðar úr snrjör- deigi. Smjördeig: 100 gr. hveiti 100 — vatn 100 — smjör Vætt i lrveitinu með vatninu. Deig- ið hnoðað slétt. Breitt út í ferstrenda köku. Smjörinu skipt í þrennt, kak- an snrurð með 1 lrluta smjörsins. Brot- in saman, breidd út á ný. Þannig er farið að 6 sinnum, annað hvort skipti nreð smjöri á milli og hitt skiptið smjörlaust. Deigið þarf að kólna vel á milli. ★ Jóla-stjörnur Smjördeigið er breitt út og skorið með kleinujárni í nokkuð stóra fer- lryrninga. Sulta er smurð á þá og skor- ið upp í öll lrornin. Annað lrvort horn er brett upp, svo að þau mætist í miðj- (Framh. á síðu 33).

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.