Dagur - 24.12.1945, Síða 37
Skuggaskil,
eftir séra Sigurð Stefánsson
(Frarahald af bls. 5.)
von mannkynsins i sifelldri þrotlausri leit þess aö
harningju og fullkomnara lífi. —
Og því er ávallt skuggaskil við kornu jólanna
aldrei svo dimrnt umhverfis oss eða i eigin sál vorri,
að þá sjái ekki bjarma fyrir nýjum degi.
Þess vegna eru gleðileg jól, þrátt fyrir allt. Ekki
vegna vorra verðleika. Hvað eina, sem vér gerum,
er i molum og ófullkomið. Jafnvel jóla-kyndillinn,
sem vér tendrum i einlœgustu trú hjartans og af
mestri þörf til að lýsa öðrum, ber daufa birtu og
hverfur út. í skammdegið. En ,,þegar ljósið dagsins
dvín, oss dróttins birta kringum skín.“ Það Ijós
daþrast ekki. Jólanna eilífa Ijós logar enn á þessari
hátið. „Hér er skuggaskil.“
Sorgbitnum og kvíðandi hjörtum er flutlur sá
gleðiboðskapur eins og þeim, sem lifinu fagna og
hverjum komandi degi.
Gagnvart öllu jmí, sem leynt og Ijóst þjakar rnann-
lega sál, gagnvart hörmungum og eymd heimsins
stendur hann, sem einn getur hjálpað.
Treystum honum. Aköllum miskunn hans. Biðj-
um hann að vaka yfir þeim, sem vér elskum. Bið?-
um hann að varðveita og leiða hina ungu, sem eiga
bernskunnar bliðu og inndœlu jól. Biðjum hann
að koma i náð sinni til þeirra, sem sjúkir eru og
sorgmæddir, þeirra, sem á þesum jólum þjást og
liða. Biðjum hann að gefa svo öllum þrek og styrk
til að lifa lífinu undir hans merkjum, i hans trú á
lilgang þess, alvöru, helgi og fegurð.
Gleðileg jól!
„Niður stjörnum stráð
engill fram hjá fer.
Drottins nægð og náð
boðin aljrjóð er.“
/ Jesú nafni. Amen.
Nú getum við sagl eins og Lárus:
Sé bókin auglýst, fæst hún hjá okkur!
Bókabúð Akureyrar
lí--------
Tvö kvæði
eftir Kristján Einarsson frá Djúpalæk
Einn þú á ströndinni stendur
Einn þú á ströndinni stendur.
Stoltur þinn svipur er.
Fleyið þitt litla flýtur
frammi við boðasker.
Einn þú á slröndinni stendur.
Stundin er liðin hjá
er þú hnífil þess hafðir
í hendi og ýttir frá.
Einn þú á ströndinni stendur.
Sturlaður maður sérð,
hvar fleyið þitt litla líður
lagt upp i hinztu ferð.
Málsháttur
Leggja skaltu á hafið þó hnyklist ægir blár
og hriðarbakkinn færist nær og dökkni.
Ekki máttu hræðast. þó hrynji um þig sjár.
Það er enginn verri þó hann vökni.
Aldrei skaltu birgja það sem inni fyrir býr
né æðrast þó svo sterkur maður klökkni.
Grát.tu bara vinur, þegar gæfan frá þér snýr.
Það er enginn verri jiá hann vökni.
Krossviður
og ýmiskonar þilborð
L
til innréttinga og alls konar trésmíða
höfum við fengið frá Svíþjóð. Stórkost-
leg verðlækkun.
Pantanir afgreiddar hvert á land sem er.
Kaupfélag Eyfirðinga
Byggingavörudeild.
JÖLABLAÐ DAGS 35