Dagur - 24.12.1946, Blaðsíða 6

Dagur - 24.12.1946, Blaðsíða 6
/?=■■ ■■ --------------------------—............................................... ...--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------=-----------------------------------------------------------------------------------------. . L -1 -- - ---—™—'--------------------------------------------------------------------------------------------1.................................■:------------------------------------------------------------------------------------------=====--------------------------------------------------------------------------------------------------------------■ - LYSTISEMDIR VERALDAR Eftir GUNNAR GUNNARSSON HÚN var að tala við stúlkurnar, heima- sætan; hún var að fræða þær á því, að ser leiddist, dauðleiddist. Hér í Odda væri aldrei neitt um að vera. Enda gerðist aldrei neitt hér um slóðir. Þetta var leiðinlegt land! Hún var í vondu skapi og hafði allt illt á hornum sér; það eina, sem gladdi hana var þegar lopinn brast hjá spunakonunum. Hún hefði getað tekið rokkana og molað þá í smátt, þá hefði þetta heimska rokkhljóð þagnað og þetta heimska raul, því þær sátu og rauluðu, spunakonurnar og fengust ekki um harmatölur hennar. En það er hvergi nema hér! sagði hún og þandi brjóstið, fléttaði fingur um hnakka: Ekki skal eg trúa því, að heimurinn sé allur svona, hvergi neitt skemmtilegt. Einhvers staðar hlýtur að vera skemmtilegt — hlátur og gaman, söngur og dans og — eg veit ekki hvað. Ekki þessir eilífu rokkar og kambar og hjólaþytur og nudd! — Æ, hvað eg vildi óska, að eg væri liorfin Jiangað! 4 Hún fleygði sér í stól, hallaði sér fram, beit í gulu flétturnar, en stúlkurnar gáfu sig ekki að því, sátu við sitt eins og ekkert væri um að vera, ein við að kemba, önnur við að taka ofan af, sú þriðja tvinnaði, hinar spunnu. Hefði ekki heimasætan verið og jjetta nöldur hennar, mundi friður og ró hafa ríkt í baðstofunni — í dag sem endra- nær. Kata gamla sat og prjónaði illeppa, rósa- illeppa; Jretta var á jólaföstu og hún var far- in að hugsa fyrir einhverju smávegis handa Jæim, sem henni þótti vænzt um; hún var öll í prjónunum sínum, gamla konan, og tuldraði fyrir munni sér: Einn, tveir með rauðu; einn, tveir, þrír með grænu. . . . En allt í einu ruglaðist hún í tölunni og það var stelpunni Jjarna að kenna, hún linnti ekki látum. Kata gamla skaut gleraugunum upp á ennið, sagði hóglát: Geturðu ekki fundið J)ér eitthvað til dundurs, Ijúfan mín? Mér leiðist af öllum lífs og sálar kröftum! Er það ekki nóg? anzaði unga stúlkan af- undin. Það er ómögulegt, sagði Kata gamla, en var um leið komin á kaf aftur í rósaillepp- ana: Einn, tveir, þrír með grænu í blað- ið. . . . Ónei, góða mín! Það leiðist engum, sem á sér rokk, kamba, snældu og ullarlagð. Hún teygði úr illeppnum og sléttaði hann á hné sér, þann helminginn, sem hún var búin með, athugaði, hvernig nú ætti að prjóna rósina áfram. Hvaða skemmtun er að Jrví að spinna! sagði unga stúlkan og reigði höfuðið: Eða hugsaðu Jrér að sitja frá morgni til kvölds yfir kömbunum; en það gaman! Já, og sjá lárinn fyllast af kembum, létt- um eins og maríutásu; — Kata gamla brosti yfir illeppnum sínum: Það er leit á því, sem sé skemmtilegra, J)ú segir Jiað satt. Unga stúlkan hló: Eða á það að vera gam- an að tvinna og prjóna! Það hefði eg haldið. Drottinn minn!.... JÓLABLAÐ DAGS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.