Dagur - 24.12.1946, Blaðsíða 20
Það eru nú full 16i/£ :*r Hðin, síðan Páll
Jónsson Árdal, skáld og kennari, andaðist á
Akureyri 73 ára að aldri. Þó að ekki sé
lengra liðið frá dauða lians, finnst mér sem
of miklum fölskva hafi slegið yfir minningu
lians, einkuni meðal ungu kynslóðarinnar.
En þar sem hér er að mínu viti og sjálfsagt
margra annarra um aðræða einn hinn merk-
asta rnann þessa bæjarfélags og jafnvel alls
Norðlendingafjórðungs um áratuga skeið,
þykir mér rétt að fara nokkrum orðum urn
þenna sveitunga minn, samstarfsmann og
vin lúnn síðari hluta æfi lians.
skapariðju. En hvað sem um skáldskapar-
gildi sögunnar má segja, mun þó einsdæmi
á þeim tíma, að heimaalinn unglingur um
tvítugt léti frá sér fara að minnsta kosti vel
læsilega skáldsögu, sem hún óneitanlega er.
Eittlivað óvenjulegt hlaut að búa í þeim
ungling.
O Ö
Scigunni fylgdu tvö eða þrjú kvæði eftir
Pál. Eitt þeirra á meðal var kvæðið Fossinn
og eikin, sem mun hafa verið lært og sung-
ið víða um land. Það þótti snilldarvel kveð-
ið af vel dómbærum mönnum. Fyrir það var
höfundur þess þegar viðurkenndur sem
gott ljóðskáld á unga aldri.
—o—
Páll Árdal var fæddur 1. febrúar 1857 á
Helgastöðum í Saurbæjarhreppi í Eyjafirði.
18
Foreldrar hans voru Jón Pálsson og Kristín
Tómasdóttir, búandi hjón þar. Jón var nrað-
ur vel greindur, en talinn fremur sérvitur.
Kristín var orðlögð gæðakona. Páll var
einkásonur þeirra, en auk þess áttu þau
nokkrar dætur: Aðallijörgu, gifta Siggeir
Sigurpállssyni, vel skáldmælta, þó að hún
léti lítið á því bera; Guðrúnu, gifta Sig-
fúsi Hanssyni, þeirra dcíttir er Kristín skáld-
kona; Sigríði, gifta Jósep Jónassyni; þeirra
sonur er Pálmi kennari í Reykjavík; og
Rannveigu, gifta Ingimar Friðfinnssyni.
Páll ólst upp með foreldrum sínum á
Helgastöðum til fullorðins aldurs. Þegar
Möðru val laskól inn var stofnaður, sótti
hann þegar um inngöngu í hann. Þaðan út-
skrifaðist hann 1882 með góðri fyrstu eink-
ttnn. Hann hefir sjálfsagt verið vel undir
námið búinn, bæði vegna ancllegs og lík-
amlegs þroska og af lestri bóka í uppvext-
inum, því að snemma var hann bókhneigð-
ur og færði sér vel í nyt þann bókakost, sem
þá var lyrir hendi. Fyrst gerðist hann barna-
kennari í Fljótsdalshéraði og síðan kennari
við barnaskóla Aknreyrar í 43 ár, frá 1883
til 1926, af þeim tíma var hann skólastjóri
17 ár. Jafnframt var hann um skeið tíma-
kennari við gagnfræðaskólann á Akureyri.
Um niörg sumur stundaði hann vegaverk-
stjórn úti í sveitum og var eftir það bæjar-
•verkstjóri á Akureyri í nokkur ár. Um 6
ára tíma rak hann smáverzlun á Akureyri.
Frá 1886—1889 gaf hann út hálfsmánaðar-
blað, er hann nefndi Norðurljósið, og rit-
stjóri blaðsins Stefnir var hann 1893—1897.
Náttúrufræði var jafnan uppáhalds-
fræðigrein hans. Hann samdi Ágrip af nátt-
úrusögu handa alþýðu er út kom á Akur-
eyri 1884 og var lengi notuð sem skólabók.
Páll Árdal var fríður maður sýnum, dökk-
ur á brún og brá, feitlaginn og nokkuð
þyngslalegur í gangi á efri árum. Venjulega
var ltann alvarlegur á svip, jafnvel stundum
þungbúinn, en gat þó brugðið fyrir sig
glettni og gamanyrðum; engan mann hefi
ég heyrt hlæja dárra en hann, þegar eitt-
hvað skringilegt bar á góma. Hann var næm-
ur á allt hjákátlegt í fari manna og hermdi
oft eftir ýmsum körlum, er hann hafði
kynnst í æsku. Hann átti lengstaf í vök að
verjast vegna efnaskorts, en eitthvað rakn-
aði úr baslinu á síðari árum lians. Sjón-
depra bagaði honum mjög síðustu árin.
Páll andaðist 24. maí 1930 að beimili sínu
á Akureyri, og kona hans, Álfheiður Eyj-
ólfsdóttir frá Hamborg í Fljótsdal, fjórum
dögum síðar. Þau höfðu þá lifað í farsælu
hjónabandi 45 ár. Þau áttu þrjú börn, er
upp komust, einn son og tvæ-r dætur.
—o—
Ljóðræni strengurinn ómaði sífellt í sál
Páls Árdals. Hal'ið er yfir allan efa, að það
verða kvæðin hans, sem lialda nafni lians
á lofti á ókomnum tímum. Þegar Páll var
sextugur, kvað síra Matthías til hans afmæl-
isbrag. Meðal annars segir þar;
Kii ri Páll, þín kv;uðin mjúku
kveða eyfirzkt lag;
Hallgrímssonar harpan Ijúfa
hljómar enn í clag.
Ekkert gort né tízkutildur,
tállaus, skrumlaus, hreinn og mildur
sami til vor andar óður
eins og barni móður.
Hér er raunar allt sagt, sem segja þarf,
um fjöldann af kvæðum Páls Árdals. Þau
eru mjúk, hrein og mild og minna víða á
hörpu „listaskáldsins góða“. Kært yrkisefni
beggja er sólin og vorið. Páll byrjar eitt
kvæða sinna á þessa leið:
Kf tg væri söngvari, syngi ég ljóð
um sólina, vorið og lancl mitt og jrjóð.
jónas yrkir um sólina:
Hníg þú lióglega
i hafskautið mjúka,
röðull rósfagur
og rfs að morgni,
frclsari, frjóvgari,
ftigur guðs dagur,
blessaður, blessandi
blfður röðull þýður
Páll kveður um sama efni:
Ó. dýrð sé þér, dagsljarnan bjartal
Dalanna gyllir Jrú lilíð,
þú neyðir burt náttskuggann svarta,
nú lifnar blómrósin fríð:
allt vermir Jiín vórblíðan blý,
allt vaknar ti ný.
Nú bljómar frá sérhverju bjarta:
Dýrð þér, dýrð þér, dýrð þér,
ó, dýrð sé þér, dagstjarnan bjarla.
JÓLABLAÐ DAGS
PÁLL J. ARDAL, SKÁLD
Eftir INGIMAR EYDAL
Þegar ég var barn að aldri í
Skriðu í Saurbæjarhreppi, var
gefin út á Akureyri skáldsaga, er
nefndist Skin og Skuggi. Höf- >
undur hennar var unglingspiltur
þar'í nágrenninu. Eg heyrði tal-
að um, að hann hefði samið sög-
una að næturlagi í hjásetu yfir
kvíaám uppi í fjalli, en sönnur á
því veit eg ekki. Þetta sögukorn
mun vera skáldskajrarfrumsmíði
Páls Árdals. Mikið var Skin og
skuggi lesin af almenningi hér
um sveitir og þótti að þeim lestri
góð dægrastytting, en ekki þótti
hinum vitru mönnum sagan
veigamikið skáldverk, enda var
hún það ekki og mun að mestu
fallin í gleynisku. Man eg, að
bóndi einn í greindara lagi hafði
hana eitt sinn handa á milli og
las á titilbláðinu: „Skin os
skuggi, lítil skemmtisaga, eftir
Pál Jónsson", og bætti síðan við:
„Já, það er satt, þetta er lítil
skemmtisaga." En hún er samt
merki þess, að snemma beygðist
krókurinn til þess, sem verða
vildi hjá Páli, að fást við skáld-
Páll ]. Árdal