Dagur - 24.12.1946, Qupperneq 16
ÞAÐ er alkunnugt, að
þegar leið um 3 fjórðu
19. aldar, bar að nokkurs
konar morgunsár í þjóðlífi
íslendinga. Bar ekki svo
fátt til og yrði of langt að
telja það upp hér. Aðeins
nefni hér þetta: — Meiri
kynni af útlöndum (ensku-
mæl. þjóðum); ný vakning
meðvitundar um þjóðernis-
rétt og sjálfstæði ( Jón Sig-
urðsson og ný stjórnarskrá);
eftirtekt á 1000-ára byggð
landsins (nýtt samfundalíf
með vekjandi ræðum og
söng). — 2. dag júlímánaðar
1874 var önnur eða þriðja
mesta 1000-ára þjóðar-sam-
koman hátíðleg á Oddeyri.
Varðlið Dana (af ,,Fyllu“)
hjálpaði og skemmti með
fánaskrauti, heiðursskotum
og nýstárlegri tónlist
(hornabjæstrí), sem gagntók marga ógleym-
anlega. — Akureyri vaknaði. Þar hófst nýtt
sönglíf, eins og reyndar víðar um þessar
mundir. Harmón var fengið frá Danmörku
í kirkjuna og notað þar fyrst við guðsþjón-
ustu á „þjóðhátíðarminningu" sumarið
1876. — Við, faðir minn, vorum þar við-
staddir. Þessi nýjung hreif mig eiginlega
ekki. Eg hafði aldrei lieyrt raddaðan sálma-
söng og fann ekki til neins sambands und-
irraddanna við sönglagið, fannst þær aðeins
trufla nautn þess. — Næsta sinn heyrði eg
svona messusöng á jóladagskveldi þetta
sama ár, þá líka í Akureyrarkirkju (æfing
þá orðin mun meiri), en þá var líka tilfinn-
ing mín á annan veg. Þeirri helgri unaðar-
nautn gleymi eg ekki. — Næsta vor (1877)
var eg fermdur, og veturinn þar á eftir
sendur til Akureyrar, aðallega til söngnáms.
Faðir minn var unnandi framförum,
einkum þeim, er lutu að nytsemd, fræðslu
og fegurð. Söngmenntin var eftirlæti hans,
enda sjálfur góður söngmaður. Nú er hann
hafði heyrt frásagðar nýungar, fór liann að
hugsa um kirkjuna sína. Kaupa eða fá har-
món í liana. En Jrað var meira en almenn-
ingi fannst tiltækilegt. Kirkjan var lítil,
eign — ásamt bújörðinni Kaupangi — séra
Bjarnar Halldórssonar prófasts í Laufási.
En nú var sonur hans, Vilhjálmur, nýbyrj-
aður búskap á Kaupangi og tók þá að sjálf-
sögðu við (af föður mínum) fjárhaldi kirkj-
unnar, en hún var í fremur góðum efnum.
Vilhjálmur var hvers manns hugljúfi og
tókst brátt góð vinátta með honum og föð-
ur mínum. Sagði faðir minn lionum frá
löngun sinni. Tók Vilhjálmur því vel og
lofaði samþykki föður síns, að kirkjan
keypti hljóðfæri.
Brátt þótti hið fyrsta, nefnt, hljóðfæri of
lítið í Akureyrarkirkju og vildu forstöðu-
menn liennar selja það vorið 1879, en kaupa
annað stærra. Þessu sættu þeir Vilhjálmur
og faðir minn. — Smíðaði nú Vil'hjálmur
loft á fremsta bita kirkjunnar fyrir söngað-
setur. Efnt var til hlutaveltu að greiða þann
14
-UNGUR VAR EG
Sjötíu ára minning úr EyjafirSi
Eftir séra SIGTRYGG GUÐLAUGSSON á Núpi
/ pessnri grein segir öldungurinn hálfnirœði á Núpi frá hernskuántm sinum
hér i Eyjafirði, merkilegri starfsemi Menntavinafélagsins i Kaupangssveit,
sveitahlöðunum „Stóra Vísi“ og „Litla Visi,“ er svo voru kölluð, unglinga-
skóla á Þverá 1885 og mörgu fleiru. I hréfi til hlaðsins se.gir séra Sigtryggur
— hann skrifar enn skýra og karlmannlega hendi prátt fyrir 84 ára aldurinn
— meðal annars: — „Linur pœr, sem mynda hér samfellda lieild á nokkrum
hlöðum, eru skrifaðar fyrir tilmœli, aðeins eftir minni. Svo var hát.tað, að á
meðan umrcett smáfélag var við liði, komst pað aldrei i pau efni, að geta
keypt sér sœmilegar gjörðahrekur, eða fremur pað: Það greip alltaf aura sina
„glóðvolga“ til menntaeflingar. Gjörðir geymdust á la'usum hlöðum til upp-
skriftar „er tœkifœri gæfisl,“ en á pvi rœttist Ijóta sagan um tcckifcerið ,sem
heið eftir notanda sinum á kirkjugarði. — Hér mun pó ekki skakka miklu,
hefi helzt haft. vafa um ártöl. Gott, ef réttist af öðrum, er hetur að muna.“
miihmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiihiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiih
Sigtryggur Guðlaugsson er fæddtir
27. september 1862 A Þremi í Garðs-
árdal í Eyjafirði. Hann varð stúdent
1894, cand. teol 1897. Settur prestur
lil Svalbarð- og l’resthóla 1898, vígður
sama ár. Veitlur Þóroddstaður 1899,
en Dýrafjarðarþing 1904. Þjónaði þar
lil 1938. er hann fékk lausn fyrir ald-
urs sakir. Prófastur í Vestur-ísafjarðar-
prófastdæmi 1929—1938. Hann slofn-
aði héraðsskólann að Núpi og var for-
slöðumaður hans tim áratugi. Ræktaði
liinn þjóðfratga garð „Skrúð" við
heimili sitt á Núpi: Dvelur nú þar í
hárri elli.
kostnað. Eg var aftur nokkrar vikur á Ak-
ureyri að æfa hljóðfæraleik. Og þegar heim
kom, lá fyrir að stofna söngfélag, með ung-
lingum mest, og æfa þá við raddaðan sálma-
sting. Svo var hljóðfærið notað þar í fyrsta
sinni við fermingarmessugjörð á hvíta-
sunnudag vorið 1879.
Um Jietta leyti og næstu ár lagðist ríkar
og ríkar í huga minn meiri menningarvið-
leitni unglinga, en verið hafði. Mér fannst
hún Juirfa að liggja aðallega í tvennu:
leggja niður gamla eða á-
fallandi bresti og taka upp
eða stykrja menningarlegar
nýjungar. Eg þóttist sjá eins
og í hillingum, hve þetta
mætti gera æskuna yndis-
legri og framtíðarsælli —
rétt eins og með syngjandi
fjöri ganga í lífsdvalarsal-
inn — til atorku. Vera má
að fjölmennisdvölin og á-
ræði kaupstaðarlífsins hafi
létt mér spor, en meira Ju>
hinn veg: — mér gafst tæki-
færi að sjá og reyna van-
sæmd og bölvun léttúðar
og eiturnautnalífsins. Þetta
skar af í huga mínum við
yndi náttúrulífsins ómeng-
aðs, sem ég hafði lært að
elska í fásinninu til dala og
fjalla. Það olli og nokkru,
að ég las um Jiessar mundir
æfisögur merkismanna s. s.
Benjamíns Franklíns, Jóns Eiríkssonar,
einnig rit hins rómantíska os orðfaara
hreinleikablæs fyrir og um miðja öldina s. s.
Ármann á Alþingi, Fjölni, Nýja sumargjöf,
Ný félagsrit. Þá hylltu mig og ritgjörðir og
náttúruathuganir Guðm. Hjaltasonar, sem
komu fram um Jjetta leyti. — Loksins vet-
urinn 1881—2 leiddist ég ómótstæðilega til
að skrifa alllangt erindi um nýja félagsstofn-
un, meðal unglinga aðallega. Þar var fyrst
inngangur um æskulíf á þá leið sem ég vék
að hér að framan. Þá kom frumvarp til fé-
lagslaga. Var það í þrem eða fjórum köfl-
um. Félagssamtökin skyldu hafa þetta
þrennt að föstu ákvæði og starfi:
1. Félagsinnsækjendur gengju til algers
bindindis fyrir áfengi, tóbak og kaffi
(c. félagið fyrst og fremst bindindisfé-
lag.)
2. Félagið skyldi koma sér upp bókasafni,
auðga það árlega að nýjum bókum og
félagsmenn eiga rétt til bókalána eftir
settum reglum.
3. Félagið skyldi annast árlega (vetrarlega)
útkomu sveitablaðs á starfssvæði sínu.
Attk J^ess átti svo félagið að taka sér fyrir
hendur önnur tilfallandi verkefni er sam-
svöruðu stefnu þess ogeftir því sem tími og
aðrar kringumstæður leyfðu. — Loksins var
ítarleg greinargerð fyrir hverju ákvæði
frumvarpsins, einkum þó þeim er snertu
föstu ákvæðin þrjú. — Vínbindindi hafði
mjög lítið komið til mála í sveitinni til þessa,
drykkjuskapur Joó talsverður. Aðeins ein-
staka vínnautnarmenn tekið fyrir sig höfn-
un um lengri eða skemmri tíma. — Kaffi-
nautn var um þetta leyti í uppgangi og þá
almennt ekki litið á hana sem neina nauð-
syn, lieldur sem nautnargæði eða eftirlæti,
og allskiptar skoðanir og dómar um holl-
ustu þess. — Tóbak var orðinn gamall fé-
þjófur, sem naut tryggðar þeirra, sem ann-
ars höfðu ánetjast honum, þótt enginn gæti
haldið l'ram nauðsyn þeirrar nautnar —
fremur hitt. Og nú var vöxtur reykinga sýni-
lega í aðsigi. — Ekki var gert ráð fyrir nein-
JÓLABLAÐ DAGS