Dagur - 24.12.1946, Blaðsíða 35

Dagur - 24.12.1946, Blaðsíða 35
PÁLL J. ÁRDAL, SKÁLD (Framhald af hls. 19) eigandi kálfsins, varð við þessari ósk, og „hvatti hnífinn. kreppti höncl að skafti. kálfinn skar, en dauður hausinn gapti. Þetta var hans allur frægðarferill. Farðu í rófu, vindhani og snerill.“ Þar með var þessari blaðadeilu lokið, sem var allmikið umtöluð á sínum tíma. Er hún hér rifjuð upp til að sýna, að Páll lét ekki hlut sinn í ritdeilum, við hvern sem var að eiga, svo og vegna liíns, að hún sýnir, hve blaðakritur getur komið af stað hörðuni og óvægilegum deilum jafnvel meðal friðsamra og ágætra manna. Síðati lifðu þessi tvö skáld í sátt og sam- lyndi og tókst með þeim ágæt vinátta, það sem eftir var. í ársbyrjun 1890 eignaðist Friðbjörn bók- sali Norðurljósið og gaf það út til ársloka 1892, en þá seldi hann það Hjálmari Sig- urðssyni realstúdent í Reykjavík, sem gaf það út í eitt ár, en þá voru dagar þess taldir. 1 liöndum Friðbjarnar var það eins og áður, meðan Páll gaf það út, mjög frjálslynt og eindregið fylgjandi endurskoðun stjórnar- skrárinnar. Lýður féll úr sögunni í febrúar 1891. í ársbyrjun 1893 byrjaði blaðið Steftyir að koma út lyrir forgöngu Klénienz Jóns- sonar og Stefáns kennara, og var blaðið gefið út af hlutafélagi. Páll Árdal var ráðinn rit- stjýri þess fyrstu árin. Fftir að hann lét af því starfi, fékkst hann ekki við blaða- mennsku. —o— í skammdegismyrkrinu þrátim við vorið. Páll Árdal var vorsins skáld. í einu kvæði sínu segir hann: F.g clska vorið með „blóm við barm“ og bjartar nætnr með sól við arm og skúrir clýrar og dögigvar skírar af dagsins hvarm. Eitt af vorkvæðum hans liefst á þessa leið: Vakna barn — Til verka kveður vorið, sem að alla gleður. vekur, lífgar, svalar, seður, sviftir vetrar hörmum liraut, klæðir sveit í sumarskraut. Nú er úti indælt veður, allir fuglar kvaka, yfir tjörnum álftir vængjum blaka. Páll J. Árdal hefir með kvæðum sínum unnið að því að eyða skammdegismyrkrinu og hlúa að vorhuganum í sálum mannanna. Þess vegna skulum við ætíð minnast þessa vor- og sólarskálds með klökkum huga og Jiakklátum tilfinningum. Tréð, sem stormurinn veltir um koll, hef- ur fleiri greinar en rætur. * Þegar sólin skin í heiði heldur margt gler- brotið að það sé demantur. * Hjarta þrítugs manns er annað tveggja í annars eigu eða brostið. JÓLABLAÐ DAGS Jafnvel húsbóndinn er liðtækur við matreiðsluna, þegar þér notið Gula bandið steikir bezt — brúnar bezt 33

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.