Dagur - 24.12.1946, Blaðsíða 47

Dagur - 24.12.1946, Blaðsíða 47
f Jólabækur Handa ungum og gömlum: Fjórar ungar stúlkur í sumarleyfi. Jón Sigurðsson skólastjóri þýddi. Fjórar ungar stúlkur leigja hús uppi í sveit og dvelja þar sumarlangt. Sagan lýsir búskap stúlknanna og æfintýrum þeim, er þær lenda í. Sagan er fjörug og bráðskemmtileg fyrir stúlkur um fermingaraldur. Hanna. Víglundur Möller þýddi. Eva, Randí, Ástríður og Hanna eru aðalsöguhetjurnar. Ennfremur ,,Bússi“, ,,Tossa“ og ,,Gissi“. Karen Maren og Metta koma talsvert við söguna. Sagan er falleg og spennandi, alveg eins og telpur innan við fermingu vilja hafa sögurnar. Nóa. Ljómandi falleg saga um litla stúlku, káta og fjöruga, sem kom öllum í gott skap. Axel Guð- mundsson þýddi söguna. Toppur og Trilla. Saga um tvíbura. Freysteinn Gunnarsson þýddi. Allir, sem lesa þessa sögu, munn finna til með tvíburunum og gleðjast með þeim í sögulok. Sagan er fyrir drengi og telpur innan við fermingu. Heima. í koti karls og kóngs ranni. Steingrímur Arason þýddi. Þetta er einhver sú bezta unglinga- bók, sein gefin hefir verið út á síðari árum. Það er óhætt að trevsta því, að Steingrímur Árason kennari þýðir ekki aðrar bækur en þær, sem eru góðar. Bókin er full af myndum. Heims um ból. Saga um jólasálminn alkunna og litlu systkinin, sem sungu lagið og ljóðið inn í hug og hjarta allra, sem á þau hlýddu. Þessi fallega bók á að vera í hverjum jólapakka barnanna. — Freysteinn Gunnarsson þýddi bókina. Nasreddin. Tyrkneskar kímnisögur í þýðingu Þorsteins Gíslasonar. Tuttugu smásögur eftir snillinginn Guy de Maupassant. Dr. Eiríkur Albertsson þýddi. Sveinn Elversson. Skáldsaga um mannkærleika, ást og fegurð eftir Selmu Lagerlöf. Verulega góð jóla- bók. Axel Guðmundsson þýddi. Ljóðmæli eftir Jónas Hallgrímsson. Kosta 50 kr. bundin í alskinn. Hallgrímsljóð, sálmar og kvæði eftir Hallgrím Pétursson. Sól er á morgun. Kvæðasafn frá 18. og 19. öld. Snorri Hjartarson setti saman. í safninu eru ljóð og vísur eftir meira en 50 höfunda. Leonardo da Vinci. Skáldsaga um mesta listamann allra tírna, eftir D. Mereskowski. Með listaverka- myndum. — Björgúlfur Ólafsson þýddi. Þú hefur sigrað, Galílei. Skáldsaga um ofsóknir gegn kristnum mönnum, eftir D. Mereskowski. — Björgúlfur Ólafsson þýddi. Ritsafn Einars H. Kvaran, 6. bindi, innb. í skinnband, er glæsileg jólagjöf. Lýðveldishátíðin 1944 er sú bókin, sem síst má vanta á heimilinu. Enn er tækifæri til þess að eign- ast þessa óviðjafnanlegu minningabók. Allir sannir íslendingar munu iðrast þess, ef þeir draga það of lengi að eignast bókina. Kaupið Lýðveldishátíðina 1944 nú fyrir jólin, og látið hana minna yður á skyldur yðar við hið unga íslenzka lýðveldi. Eins »g að undanförnu verða LEIFTURBÆKURNAR aðal JÓLABÆKURNAR Þær fást í hverri bókaverzlun. H.F. LEIFTUR Sími 7554. — Reykjavík JÓLABLAÐ DAGS 45

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.