Dagur - 24.12.1946, Blaðsíða 17

Dagur - 24.12.1946, Blaðsíða 17
um ákærum bindindisbrota, en lagt undir drengskap hvers félagsmanns að segja fé- lagsstjóra liið sanna af sjálfum, er hann leit- aði Jress, en það var félagsstjóra skylt að gera eftir settum reglum við lok hvers fé- lagsárs. Þegar félaginu bættist ný bók í bandi skyldi hún send í umferð milli félagsmanna. Gæti félagi eigi notað 'hana þá, liéldi hún tafarlaust til næsta; annars ákvæði á fylgi- blaði, hve lengi hún mætti vera hjá hverj- um og dagsetning komu og farar. Bækur síðan lánaðar eftir ósk hvers. Aðal-ársfundur skyldi kjósa ritstjóra sveitarblaðisins. Unglingar hvattir til að skrifa í það. Lagt fyrir ritstjórann að gaurn- gæfa vandlega hverja senda grein. Efni mátti hann ekki breyta (endursend ef ótæk var) en stafsetningu og orðaskipun skyldi liann laga eftir þörfum. Þegar svo greinin kom í blaðinu til höfundar átti hann að bera hana saman við geymt handrit sitt og læra af leiðréttingum ritstjóra. — Blaðið máttu þau heimili, sem engann félagsmann höfðu, kaupa til sín fyrir nokkra aura, ef vildu. Árgjald félagskarlmanna. skykl 1 kr.; 50 aurar fyrir konur og börn. Eg mun hafa lokið við þetta plagg fyrir jól 1881; skrifaði mest við týruljós, áður en ég tók til heimilisstarfa á morgnana. F.ftir nýárið sendi ég það — með minna en hálf- um huga — til umburðar, eftir boðleið sveitarinnar: Kaupangssóknar, sem þá hafði rúmlega 100 manns. Nú var að bíða átekt- anna og voru þær mér æði tvíræðar. Eg vissi að svona afskiftasemi þótti þá ekki tilheyra öðrum en lielztu forvígismönnum héraðs- 1 ífsins, ráðnum og rosknum. Hve mátti ]rá eigi skammast sín stráklingur úr Garðsár- dal, alveg ómyndugur ,að tvlla sér á bekk þeirral — hafði líka heyrt einn þeirra mæla svo, að menn gerðu sig að sjálfs sín þrælunr með þeim hundsskap, að fara í bindindi. Nú liðu dagar og viktir. Enga vissi ég minnast á þetta tiltæki mitt og ég hafði ekki hugrekki til að minnast á það við neinn — ekki einu sinni pabba minn né bróður minn Kristinn. Hann var þá ekki nema 13 ára, þó fannst mér senr allt væri tapað yrði hann ekki með mér. Eg var lítið heima eftir ný- árið, var þá farinn að segja börnum ofur- lítið til í námsgreinum þeim, sem nú áttu að nemast fyrir fermingu. Biðin og óviss- an var mér löng. Ungur orðfær maður yzt í sveitinni hafði byrjað á því næstliðinn vetur að skrifa ofur- lítið blað og senda það á bæina í kringum sig. Nú þennan vetur var það eitthvað víð- förlara undir nafninu „Gestur“. Eigi það heldur flýtti sér að minnast á lnigmynd mína. Líklega var hún svo langt neðan við allt vit, að enginn sá ómaksi'irs vert að hrófla við henni mér til minnkunnar. Hún hlaut að kafna sjálfkrafa. — Loksins dirfðist ég að spyrja bónda þann, sem ég dvaldi hjá við barnatilsögnina, hvernig honum hefði lit- ist á skrif mitt. Hann var fáorður um það — helzt það, að þetta væri æði stórt í ráðist og óvíst hvort fyrirhöfnin borgaði sig, þótt meiningin væri góð. Loksins með vori kom Gestur með langa og all-skorinorða ritgerð um umburðarbréf- ið. Var þar því flest fært til foráttu og ó- merkingar. Höfundur nelndist „Miðfjarðar- skeggi“, en brátt vitnaðist, að þetta \’ar tryggur þegn Bakkusar í miðri sveitinni, er hafði þó orðið fyrir þungu og æfivarandi áfalli fyrir samlélag sitt við hann. — Jæja, þetta var heldur betra en ekki neitt, — ein- hver gat vaknað og máske ýtt við öðrum. Og von bráðar kom Gestur aftur með all- langt innlegg. Þar var veitzt að Skeggja, eigi mjög hranalega, en þannig að orðvali, að mönnum varð að brosa. Fullkonrið fylgi við upp'hafsmálefnið lýsti sér. Hér var undir- skriftin „Dalakollur“ og þótti snjallt, að þessir piltar hittust aftur að nýju. Og eigi leið á löngu að lraft var fyrir satt, að þessi Kollur væri úr Garðsárdalnum: Kristinn litli á Þremi. Eg held eg hafi lofað forsjón- ina, þegar eg fékk vitneskju um jrað. Ekki man eg, livort fleiri hnippingar milli þeirra ■fór l’ram þetta vor. Nú var eg ráðinn í að leggja ekki niður rófuina. Boðaði eg nú til almenns fundar til þess að ræða um frumvarpið og taka ákvörð- un um félagsstofnun. Mig minnir að fund- inum væri valinn uppstigningardagur (þá eigi messað í sóknarkirkjunni) og fu-ndar- staður þar sem Miðfjarðarskeggi átti lieim- ili. Veður var hið bezta fundardaginn. Komu flestir unglingar sóknarinnar, frá fermipgaraidri til 20 ára. 4 bændur (Vil- hjálmur í Kaupangi, faðir minn og 2 aðrir) voru á fundinum. Ekki lét Miðfjarðarskeggi sjá sig þar. Ekki er mér vafi á því, að greinir Dalakolls áttu þátt í komu unglinganna. Nú var, eftir fundarsetningu, tekið til ■frumvarpsins. Sú aðalbreyting var gerð á því, að taka kaffið úr fcistu félagsbindindis- stöðunni. En samt skyldi Jrað vera eitt af félagsstörfum, að sporna við nautn Jtcss, með stuðningi bindindissamtaka Jreirra, er Jrað vildu eða öðrum sæmandi ráðum. Aðr- ar breytingar voru smávægilegar, helzt orða- lagfæringar til skýrari skilnings. Var Vil- hjálmur Jrar einkum til hjálpar. Nú skráðu sig í svona félag 20 unglingar. Eigi nema einn (faðir minn) af bændunum. Svo ákváðu Jressir fund með sér aftur við fyrsta tækifæri, til Jress að gefa félagi sínu nafn og búa undir framkvæmdir. Fundur Jressi komst á; eg man nú ekki hvaða dag. Hver lundarmaður mátti leggja fram rniða með því félagsnafni, sem honum geðjaðist bezt, síðan skyldi valið það, sem fengi flest atkvæði, að Jreim öllum heyrðum. Hlutskörpust urðu nöfnin: „Hið eyfirzka æskumenntunarfélag" og „Menntvinafé- lag“. Eg var fyrst fremur með liinu fyrra, með því að það kom heim við hugsun mína um Jrroska félagsins, ef vel gengi, þannig, að félagið smá-færði út kvíarnar í héraðinu og skiptist í deildir, þegar stækkaði, t. d. deild næði y.fir kirkjusókn. En mér fannst fljótt þetta nafn of mikið í munni, féllst því á liitt, sem varð og ofan á. (Bæði líklega byggð á meðvitundinni um stærri nöfn: „Hið ísl. bókmenntafélag“ og „Þjóðvinafé- lagið“.) Svo var kosið í stjórn félagsins. Þá var og rætt um sveitarblaðið. Nafn Jjess valið á sama hátt, og varð „Vísir“ ofan á. En með því að nú var komið fram á sumar, þótti rétt að geyma frekari ráðstaf- anir um Jrað til haustsins. Samjrykkt var, að reyna að koma á sund- námi Jjá um sumarið fyrir unglingspilta. Nefnd var kosin til framkvæmda. Hún út- vegaði kennara. Og með Jrví að ekki var völ á heitu vatni á félagssvæðinu, lögðu félags- drengir vinnu í að hlaða fyrir kaldan sund- poll við túnið á Garðsá. F.n þetta kom að litlu haldi: Mislingaárið mikla sumarið 1882 datt á með dauðsföllum, og þess utan var sumar þetta svo afar kalt, að frost og snjó bar að í miðmánuðum þess. — For- stöðumenn væntanlegs bókasafns voru kosn- ir og ákveðið, 'hvaða bækur skyldi kaupa til byrjunar. Úrdráttur kaffinautnar og eitt- hvað fleira kom til meðferðar á fundinum. Skeggi hafð’i dregið í sinn hlut eitthvað lítið af unglingum. Þeir fengu vitneskju um bvaða nafn Menningarvinafélagið hafði valið sínu fyrirhugaða blaði, enda ekkert leyndarmál. Strax, „er nótt té)k að dimma,“ sýndu Jreir þá rögg af sér að rita blað til sveitargöngu, gáfu J)að út í arkarbroti og nefndu Vísi. Menntavinafélagar urðu seinni — enda hraði, nafnshnupl og útþennsla hinna stílað til að kæfa fyrirætlun þeirra. Þegar Menntavinafélagar gátu koinið því \ ið, sendu þeir sinn Vísi. Var hann í miklu minna broti. Slörkuðu þeir nú tveir um sveitina, og almenningur fann það bezt Jreini til aðgreiningar, að nefna Stóra-Vísi og Litla-Vísi. Sköpuðust af því ýmsar lík- ingar um hlutfall starfs þeirrá og göngu, jafnlramt J>ví, að Stóri-Vísir slitnaði miklu meira í sínum ferðum. — Tóku Jreir nú fljótt að stangast Skeggi og Kollur. En fleiri komu nú til sögunnar af samherjum Kobs. — Eg man ekki hve Stóri-Vísir entist langt fram á veturinn.x) Menntavinafélagið lagði nú einkum stund á að eignast fræðibækur. Það gekk strax í Bókmenntafélagið og Þjóðvinafé- lagið. Ný félagsrit öll (nema 4—5 fyrstu árg.) voru boðnir með mjög niðursettu verði. Notaði félagið sér það. En annars voru fjárráðin svo sáralítil, að meira fékkst nú ekki á 1. ári. Með næsta nýjári kom Menntavinafélag- ið á blaðakaupum fyrir sveitina, þannig, að heimilin lögðu saman hlutfallslega í verð blaðanna. Svo gengu þau sem hraðast boð- leið bæ frá bæ til lestrar. Menntavinafélag- ið lagði þeim til kápur úr pappa og skinni, svo að eigi þurfti að brjóta þau saman og fékk að eiga þau í staðinn, að lokinni um- ferð Þannig átti nú hvert heimili kost á að lesa 3—4 blöð; flestöll eitt eða ekkert áður. — Bókalestri fór nijög fram um þessar mundir. Nýjung var það, að Menntavinafélagið kom sjónleik til framkvæmda á næsta vori -----------(Framhald á bls. 31) i) Eitthvað at félagsblaðinu „Vísi" er m\ í eigu Lanclsbókasafnsins. — Kr. G. JÓLABLAÐ DAGS 15

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.