Dagur - 24.12.1946, Blaðsíða 12

Dagur - 24.12.1946, Blaðsíða 12
HLIÐIÐ SMÁSAGA Eftir GUSTAV SANDGREN Vegurinn hafði verið breikkaður og gerður að bílvegi, og hliðið hafði ekki fengið að vera kyrrt á sínum gamla stað. Girðingin lá nú meðfram veginum í stað þess að vera þvert yfir hann, eins og áður var, og kýrnar gátu nú ekki lengur komi/.t á veginn, til þess að stöðva alla umferð. Og hliðinu hafði verið fleygt upp að mósavöxnum steini; þar lá gamla hliðið, skælt og hálffúið. Þegar Steinn sá það, staðnæmdist hann og steig af hjólinu, og honum liitnaði svo undarlega um hjarta- ræturnar, er hann leit gömlu fjalirnar, þar sem hálfmáður rauði Ht- urinn gægðist fram á milli giænna mosaskófanna. Hann gekk að hlið- inu og fór um það höndum. Það marraði og brakaði í þurrum og gisnum viðnum. En ltonum fannst samt, að hliðið mætti ekki liggja svona í óhirðu, og liann reisti það upp. A meðan liann hjólaði burt, var hann að hugsa um hliðið. Fyrstu aurana sína hafði hann unnið sér inn sem hliðvörður. Þá var hliðið nýtt, og furuilminn lagði af því, en stólparnir voru úr eik, og faðir lians, sem hafði pjafið þá niður, sagði, að þeir gætu enzt í hundrað ár. Á sunnudögum sat Steinn uppi á því og dinglaði berum fótunum og skimaði eftir vögnum kirkjugestanna, sem áttu leið upp hæðina. Stundum komu líkfylgdir, en oftast voru það einstakir vagnar bænd- anna, sem fluttu húsfreyjurnar og dætur þeirra í kirkju, til þess að sýna sig og sjá aðra. Og það var langoftast, að ökumennirnir óku gegnum galopið hliðið, án þess að víkja einum eyri að hliðverðinum. Þeir þökkuðu aðeins og létu hvína í svipunni. Nú, það varð þá að hafa það. En sumir gerðu þó yfirbót, er þeir komu til Imka, og þá kom fimm- eyringurinn —' hægt og ólundarlega að vísu — en hann kom samt. Enginn var eins afieitur og gamli sérvitringurinn í Furubrekku. Það höfðu komið rauð för á bera ieggina á Steini eftir svipuna hans. „Ég opna hliðin fyrir mér sjálfur, strákasni," hrópaði hann bálvondur, og Steinn tók til fótanna. Já, og seinna — þá var liliðið líka með í rás viðburðanna. Hann minntist þess, hve tíminn hafði verið lengi að líða stundum í kvöld- kyrrðinni, þegar himinninn var blár og þaut í skóginum og hann varð svo einmana og smár þarna við liliðið. Hann hafði stundum laumazt heim að trúboðshúsinu til þess að horfa á stelpurnar, sem fóru í kvöld- skólann. Hann mundi eftir þeim sem dökkum þústum á veginum í 10 JÓLABLAÐ DAGS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.