Dagur - 24.12.1946, Blaðsíða 26
SÆLGÆTIS- & EFNAGERÐ
AKU REYRI
Ávaxtasaft
Ávaxtamauk
Sykurvatn
Brjóstsykur
Búðingaduft
Gerduft
Krydd
Soya
24
Því ertu að væla, stelpa? Hér er engin
liætta á ferðum! Hann skrikaði á skötu.
------Þegar dagur rann stóðu þau aftur
á ströndinni niðnr af Odda, feð<>inin víð-
förlu — og sá grái horfinn. Unga stúlkan
smeygði hönd undir arm föður síns og þau
gengu sanrliliða heim á leið, dálítið völt
á fótum, enda vansvefta.
Heima í Odda var enginn risinn úr rúmi
iim þessar mundir; þau stigu hægt inn í
herbergi séra Sæmundar, tóku sér sæti og
hvíldu sig. Ung.u stúlkunni fannst hún vera
annað hvort allt of þreytt eða ekki nógu
þreytt ti! að lrátta — hana svimaði og lá við
að henni rynni í brjóst. Síðan vaknaði liún
allt í einu, leit liissa á föður sinn — liissa
og ofurlítið hrædd, en einhvers staðar lá
kátína æskunnar í leyni og það var hún sem
sigraði, unga stúlkan vék sér að föður sín-
um og spurði áferg:
Hvaða (>skapleg vitleysa var þetta allt
sarnan, sem við lentum í núna í nótt, faðir
minn! .... F.ða sofnaði eg og var mig að
dreyma?
Allt lífa er draumur, dóttir sæl, anzaði
Sæmundur fróði og klappaði elskunni sinni
á hárið ljósa, kyssti hana á ennið göfga, sem
enginn skuggi enn þá myrkvaði: Eini mun-
urinn er sá, að suma dreymir illa, aðra vel.
Er það ekki mikill munur? spurði unga
stúlkan og reis á fætur, nei, þreytt var hún
ekki, liún var eins og hún væri endurfædd
og fjörið óviðráðanlegt.
Munurinn er ekki ýkjamikill, anzaði séra
Sæmundur og glotti við: Og skilur þó líf
frá dauða!
O, hvað það er yndislegt að vera komin
lieim aftur, faðir minn! hrópaði unga stúlk-
an og leit í kringum sig og allir hlutir, sem
hún leit á, endurómuðu þögulir hrifni
hennar, frið og farsæld.
En hér gat hún ekki dvalið til eilífðar,
hún varð víðar við að koma, það var svo
margt, sem hún þurfti að annast og sem
mundi fara út um þúfur án hennar. Otal
margt! Fyrst og fremst var það nú hann
Gráni hennar; og hver mundi sjá um kisu,
að hún fengi morgunmjólkina sína? Og þá
mátti hún ekki gleyma nýbærunni, lienni
Búkollu, og kálfinum hennair. Enn fremur
varð hún sem fyrst að líta eftir rokknum
sínum, könrbunum, snældunni, vefstólnum,
að það allt væri í lagi. Hvernig í ósköpunum
hafði lrún getað afrækt þessa hluti alla dög-
um og líklega vi.kum saman? Hún skildi
það ekki. — Þegar Kata gamla rakst á heima-
sætuna í morgunsárinu, í miklum önnum
við að taka ofan af og ná illhærum éir ull,
sem hún síðan skildi eftir gæðum og litar-
afti, varð henni orð á munni:
Sjáum til! kumraði í henni — hún var
heldur en ekki afundin og morgunfúl.
Unga stúlkan liljóp upp um hálsinn á
henni og rak að henni rembingskoss: Nú
bef eg lært af föður mínum, eins og þú ráð-
lagðir mér! sagði hún oghló: Nú máttu vara
júg, }>ví mér segir svo hugur, að eg muni
hafa þegið að erfðum allvænan tunguforða
með skynsemi, kelli mín. Láttu mig nú ekki
þurfa að eyða allt of miklurn dýrmætum
JÓLABLAÐ DAGS