Dagur - 24.12.1946, Blaðsíða 14
varir eitt vetrarkvöld í snjónum. Það var í ætt við sigra lífsins og
Ijóssins. Það var eins og sannasta sagan af öllum sögum væri sagan
um vorið, vorið, sem alltaf væri vor, jafnvel í janúarmánuði.
Mörg stjörnubjört kvöld beið lian.n svo við hliðið í kuldanum,
en hann vissi þó, að það var til einskis. Stúlkan hafði aðeins verið
í heimsókn í sveitinni, og nú var hún 'horfin eitthvað langt í burtu,
— og þau myndu aldrei sjást framar. En það var eins og hliðið
geymdi eitthvað af varmanum frá kvöldinu góða. Það yljaði hon-
um að halla sér um stund upp að klökugum fjölunum og horfa út
veginn. Ef til vill hefir
hún séð eftir öllu saman!
— Hver veit nema hún
komi? Eða ef til vill — —
Svo fór hann burt,
langt burt frá hliðinu.
Hann var að lieiman í
allmörg ár. Hann gekk
klæddur einkennisbún-
ingi og lærði mörg sann-
indi um sjálfan sig og
aðra, um heiminn og um
mennina. hinn hverfula
skóg. Honum varð órótt
í sinni og hann langaði
burt. til baka, og' svo
lagði hann af stað heim.
— Kvöld nokkurt kom
liann fótgangandi frá
járnbrautarstöðinni, og
honum þótti vænt um
að þurfa að ganga hálfa
miílu, því að nú var
margt að sjá og mörgu
að heilsa. Og þegar hann
kom auga á hliðið, fannst honum liann vera boðinn velkominn
lieim. Hann nam staðar sem snöggvast og snerti við gcimlu, grófu
hespunni, sem söng í. Jú, hliðið var orðið gamalt, en ennþá hékk
það saman.
Faðirinn dci, og Steinn tók við starfi hans. Húið þurfti hans við.
En það var einmanalegt á bænum fyrir þau tvö, móður hans og
hann, og hún spurði við og við:
„Hvenær fæ ég að lveyra barnahlátur í húsinu, Steinn? Vegg-
fóðrið gulnar og mosinn vex á þakinu. Við þurfum börn hingað
i bæinn.“
„Já, og konu,“ sagði Steinn og hló við.
„Það er nóg til af stúlkum, sagði móðir hans. „Bíddu ekki of
iengi.“
En á sunnudögum reikaði Steinn aleinn um engið og akrana
eða liann stóð við hliðið og lét liugann fljúga til baka. Hann
liugsaði um Brittu, fyrstu ástina sína. Hvar var hún nú? Móðir
hans hafði sagt, að 'hún væri í vist í borginni. Borgarfröken,
naumast var það! Nei, að lokuin fæst enginn til að vera í sveit-
inni, því að þar þarf að vinna baki brotnu.
Hún var svo mjúk og veikbyggð hún Britta, hugsaði Steinn.
Henni var alltaf svo hætt við að bogna. En ef til vill hefir lífið
gert hana styrkari, því að langt er nú síðan. En hvílík fásinna að
lialda, að stúlka héðan geti orðið borgarfröken! Ja, ef til vill í
nokkur ár, en ekki lengur. Sveitin og æskustöðvarnar kalla fyrr
eða síðar. Þannig var það um mig. Ég var rótlaus. Við skulum bíða
og sjá hvað setur.
Einn góðan veðurdag kom Britta heim til foreldra sinna. Steinn
frétti það, og móði Iians brosti með sjálfri sér, er hún sá, hve andlit
hans ljómaði. Sannast að segja mundi hún varla eftir Brittu. Hún
mundi bara eitt: Nú gæti loks komið lífsmark á bæinn, og nú kæmi
að notum það sem lægi í gömlu kistunni á skemmuloftinu, en þar
lá skírnarkjóll efstur.
Steinn tók að ganga götur og stíga á kvöldin, og oft stóð hann
við hliðið og horfði niður hæðina, en þar skammt fyrir neðan átti
Britta heima. Þegar hliðið var opnað, brakaði í því eins og gömlu
leðri; það var skakkt og fjalirnar mosavaxnar. En Steinn fann
12
glöggt, hve traustum böndum hann var tengdur hliðinu og þessum
stað, og hann þurrkaði út af ævispjaldinu öll tómlegu árin og lét
líf sitt byrja aftur á nýjan leik, þar sem Britta fór burt frá honum
forðum daga.
Nokkrum sinnum mætti liann henni á veginum og heilsaði, en
hún stanzaði ekki. Nú var hún orðin fullvaxin og þroskuð, ekki
lengur sem bjarkarteinungur. Næst kallaði hann til hennar, tók í
liöndina á lrenni og sagði:
„Manstu, að við vorum vön að hittast þarna uppi við hliðið
forðum? Það er enn á
sínum gamla stað.“
„Er það, já,“ sagði
hún döpur og lét hend-
urnar hanga vonleysis-
lega niður með síðunum.
„Komdu þangað upp
eftir eitthvert kvöldið,“
sagði hann.
Að svo mæltu áleit
hann bezt að halda leið-
ar sinnar. En honum
var ekki rótt. Hvers
vegna var Britta svona
sorgbitin? Að sumu leyti
var hann þó glaður. Það
hafði ekkert framandi
komiz.t á milli þeirra.
Þau voru vinir eins og
forðum.
Það liðu svo margar
vikur, að Britta kom
aldrei upp að hliði, en
liann var þar á liverju
kvöldi. Hann var viss
um, að allt yrði einfalt og kærni af sjálfu sér, ef lnin kæmi þangað,
og þá myndu orðin verða nærri óþörf, því að hliðið og minningar
þeirra myndu segja allt, sem segja þyrfti, — en hún kom ekki.
Svo var það sunnudagsmorgun einn, að hann var á göngu um
skóginn og nálgaðist veginn í þungum þönkum. Hann stóð falinn
bak við grenitré, og þá sá hann Brittu, þar sem hún gekk að hlið-
inu og leit í kringum sig, eins og hún óttaðist eitthvað. — Hún
nam staðar og studdist við hliðstólpann. Hann horfði á hana úr
felustaðnum, og þá fann hann, að stúlkan, sem honum þótti vænt
um, var ekki hamingjusöm. Hún stóð þannig ,og hélt örvæntingar-
taki í hliðið.
„Góðan daginn," sagði hann. „Stendur þú hérna?“
„Já, ég skrapp snöggvast út.“
Hún er að flýja eitthvað, hugsaði hann.
. „Heyrðu nú, Britta. . . .“
Hann lauk ekki við það, sem hann ætlaði að segja, því að nú
sá hann, hvað að var. Nú vissi hann allt, og hún sá vitneskjuna í
augum hans, og þá brustu öll bönd. Ef til vill var gott að létta á
hjartanu, og gagnslaust var að forða sér, því að sorgina flýr enginn.
Hún grét við opið hliðið, grét lengi, og það var mikill léttir.
Þetta verður allt gott aftu', Britta, þetta fer allt vel,“ sagði hann
blíðlega.
„Já, það getur þú sagt.“
„Flyttu heim til mín,“ sagði hann.
„Ertu búinn að missa vitið?“
„Mig vantar konu,“ sagði hann, „mig vantar þig.“
„Mig! Eins og eg er?“
„Já, eins og þú ert. Þú ert Britta, og eg hugsaði rnikið um þig
forðum. Mér þótti mjög vænt um þig.“
„Eg hlusta ekki á þig,“ sagði hún og hélt af stað í örvæntingu
niður brekkuna. Hann kallaði ekki á hana, heldur lét hana fara.
Hann brosti út að eyrurn, og það brakaði vinalega í hliðinu, þegar
hann hallaði sér upp að því.
Nú lá það þarna til einskis. Það átti ekki einu sinni að notast í
eldinn. Það átti að fúna þarna niður, þangað til lamirnar dyttu
(Framhald á bls. 31)
JÓLABLAÐ DAGS