Dagur - 24.12.1946, Blaðsíða 33

Dagur - 24.12.1946, Blaðsíða 33
H L I Ð I Ð (Framhald af bls. 11) á kaf í mosann einhverja nóttina. Þá væri gamla hliðið lians ekki lengur til. Það var sárt að hugsa til þess, en þó ljúft um leið, því að ef til vi 11 voru einhver beztu enda- lokin fyrir gamalt 'hlið að hverfa hljóðlega burt og blandast jarðvegnum, leita á náðir moldarinnar, sem á víðastan faðminn af öllum. Hann jók hraðann, þegar hann sá kirkj- una. Já, þarna komu þær, Britta og dæt- urnar tvær. Þær veifuðu til hans á löngu færi, og glaðar raddirnar hljómuðu til hans með golunni. - UNGUR VAR EG - (Fratnhald af bls. 15) (1883). Var það leikurinn Hallur, þýddur og heimfærður af Tómasi Jónassyni. Þótti hann skemmtun góð, þótt húsakynni væru í fátæklegasta lagi. Og nokkurs umvert var það, að þessi tilraun hratt af stað annarri miklu umfangsmeiri (leiknum „Afturhalds- maðurinn," eftir Ara Jónsson) sem varð mjög til hjálpar nytsemdarfyrirtæki (fyrstu brúnni á Þverá ytri). Rétt fyrir 1880 var farið að hugsa um að kenna börnum meira en áður fyrir lerm- ingaraldur. Skriftar- og reikningskennsla var tekin upp auk kristindómsfræðslunnar og jress, að lestrarkunnátta þurfti mikilla umhóta. Þessu var af vanefnum fylgt á vetr- um, helzt með því að taka kennara heim á heimilin fáar vikur. Vildi þá gleymast það, er numið var á hinum margfalt lengri tíma ársins. Þetta hafði Menntvinafélagið í huga, er það lagði í þá framkvæmd að liafa ol'ur- lítinn sunnudagaskóla að sumrinu með börnum á námsaldri, einkum til viðhalds því, sem lærðist að vetrinum. Félagið valdi tilsagnarmenn, og lagði stund á þetta í 2 —3 sumur. Vorið 1885 fékk Menntvinafélagið Guð- mund Hjaltason til að hafa fyrirlestur á sumardaginn fyrsta. Seinna vors hafði eg annan um grasafræði, og gat þá sýnt lifandi plöntur til skilningsauka á byggingu þeirra. Veturinn 1885—86 kom Menntvinafé- lagið til vegar unglingaskó 1 akenns 1 u um nokkrar vikur. Fór hún frani á Þverá með lýðskólasniði og álveg samá •fyrirkomulagi sem byrjun unglingaskóla á Ljósavatni nær 20 árum síðar, en sem hefir verið talin upp- liaf til Laugaskólans. Nemendur á Þverá voru 14 eða 15 og kennari Sigtryggur Guð- laugsson. Má vera, að framhald hefði orðið á Jreirri kennslu, ef eigi hefðu nú þau at- vik borið að höndum, sem beindu straum- fari í aðra átt. Þessi fáu ár mátti kalla að félagsskapurdnn gengi vel. Færði að vísu lítið út kvíarnar, en félagsmenn vorú trúir skuldbindingum sínum og störfum og jafnan vinnuglaðir. Vísir litli hélt áfram að koma út vetrarlega og var jafnan velkominn gestur. Haustir 1886 andaðist faðir minn tæpra Góð tíðindi! Nú geta landsmenn tryggt eigur sínar í eigin tryggingafélagi. Talið við kaupfélögin og fáið upplýsingar um brunatryggingakjör vor. Umboð á Akureyri: Arnþór Þorsteinsson, Gef jun. Samvinnutryggingar R e y k j a v í k JÓLABLAÐ DAG 3 31

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.