Dagur - 24.12.1946, Blaðsíða 18

Dagur - 24.12.1946, Blaðsíða 18
/ / I stormsveipum út af Siglufirði — I loftvarnaskothríð inn Eyjafjörð Jóhannes R. Snorrason, flugmaður, segir frá ævintýralegri ferð brezkrar flugvélar frá Reykjavík til Egilsstaða f marzmánuði árið 1944 HINN fi. marz 1944 var rigning í Reykja- vík og drungalegt, suðvestan veður. — Ailar flugvélar hersins sátu í röðum á flug- vellinum, vígalegar og tilbúnar til flugs um leið og þokuúðanum létti. Rauðka, eins og hún var olt kölluð, TF—ISI, eina fiúgvélin, sem Flugfélag íslands átti, sat austur á Egils- stöðum á Völlum, með Irilaðan hreyfil. Henni liafði verið ætlað að sækja sjúkling, er þurfti að komast í skyndi til Reykjavíkur. Loftleiðin var eina hugsanlega leiðin til þess að koma sjúklingnum á áfángastaðinn ogstykki í hinn biláða hreyfil, TS—ISL. Nú voru göð ráð dýr. Royal Airforce hafði fjölda flugvéla lrér á vellinum í Reykjavík, en flestar voru ekki beint sú gerð, sem hent- aði bezt til Egilsstaðaflugs. Afgömul og ósköp þreytuleg Avro Anson flugvél, sem sennilega var búið að margskjóta niður og líma saman aftur, sat með slapandi vængi, sem glönsuðu í rigningunni, sunnan undir vegg á flugvellinum og hefði hún aðeins get- að talað örfá orð, hefðu þau vafalaust orð- ið: ,,Leyf mér að hvíla í friði." Menn tóku að líta hýru auga til hennar og vappa í kringum hana, eins og ef hún vasri til sölu. Meiningin var að fara þess á leit við herinn, að hann lánaði gripinn í ferðina til Egils- staða. Það stóð víst aldrei á hjálp frá hern- um, el’ um sjúkraflug var að ræða, og þann- ig var það í þetta sinn. Grána var lánuð, með áhöfn, til þess að inna þetta verk af hendi. Eg var fenginn til þess að sitja í ann- ars-flugmanns sætinu og vísa leiðina, þar sem eg hafði' flogið þessa leið svo oft á Rauðku, en hin enska áhöfn hafði aldrei komið út á land. Brandur Tómasson, véla- maður, slóst fneð í förina með stykki í TF— ISL, og attk þess tvo þunga rafgeynra. Alls vorum við fimm ufn borð, Cr við lyfturn okkur upp af Reykjavíkurflugvellinum snemma morguns þann 7. marz. Mikil þoka var og dimmviðri og misstum við sjónar á landi svo að segja strax. Við þvældumst í blindþoku einhvers staðar úti á Faxaflóa í um eina klst., en urðum síðan að lenda aft- ur í Reykjavík. Þetta var sannkölluð fýlu- ferð, en þær þekkjum við, sem fljúgum hér á íslandi. Næsta morgun var lagt af stað í býti, og var veður all bjart, en strekkingur af suðvestri. Það var ákveðið að lenda á Ak- 16 t—--------------------------------------X Margir Eyfirðingar minnast þess, að hinn <S\ marz 19-14 fengn loftvarna- skyttur setuliðsins að syna hvað þrer gœtu. Stöðugri skothrið var hrtldið uþþi gegn ókunnri flugvél, sem hélt hér inn fjörðinn. 1 IjóS kom síðar, að skytturnar miðuðu d sína eigin flug- vél! Jóhannes R. Snorrason var 2. flugmaður i hinni brezkiCvél i þessum leiðangri og hefir liann ritað eftirfar- í andi frásögn urn atburðinn fyrir Dag. l___________________________________ ureyri og bæta við eldsneyti, þar sem flug- véíin hafði ekki nægan forða til beins flugs til Egilsstaða, ef einhverjar krókaleiðir þyrfti að fara. Það var lágskýjað á Holta- vörðuheiðinni, eins og venjulega, og stýrði eg vélinni ylir lrana og elti ýmist veg eða símalínur. Þegar kom að Miðfjarðarbotni var mér ljóst, að vindur var orðinn alllivass af suðvestri, enda gekk nú allt á endum. Yf- ir Hójrið flugum við í um 400 metra hæð og sátum allir hinir rólegustu og brezki flug- maðurinn stýrði vélinni. Allt í einu heyrum \ ið eitt hel jarmikið skot, rétt. eins og hleyjrt hefði verið af fallbyssu inni í vélinni og á eftir fylgdi ærandi hvinur, brestir og sog. F.g sá höfuð flugmannsins hverfa niður á milli herðanna og hann tókst næstum ujrp af stólnum, sjállur vissi eg ekki hvort eg sat eða stóð, en varð Jress fljótt áskynja, að þak- ið fyrir ofan sæti okkar hafði blátt áfram brotnað af og lent á loftskeytamastrinu og brotið það, en það sem ekki hafði Iosnað af dinglaði aftur nreð skrokk flugvélarinnar. Þetta var eitt helja rmikið gat og var sogið svo mikið, að hárið stóð beint ttjrjr í loftið á höfðum okkar, sem sátum Undir jrví. Flautið og hvinurinn var eins og væri verið að hengja hundrað ketti. Menn jöfnuðu sig fljótt eftir skotið, en eg man, að er eg leit aftur fyrir mig, sá eg ekkert nema sex upp- glennt og spyrjandi augu. Þetta gat í raun- inni orsakað alvarlegt ástand, ef stykki úr þakinu hefði lent á stýrúm vélarinnar. brot- ið þau eða sett þau föst. Nú tók að hvessa, og er við flugum yfir Skaga, sá eg að rok var á Haganesvík og er við nálguðumst hana, sagði eg við flug- manninn, að nú myndi bezt að fara djújrt al' Sigltínesi og læðast inn með Eyjafirðinum austanverðum, til þess að losna við vind- sveiflur af Siglufjarðarhálendinu og fjöllun- um við Olafsfjörð. Undir þessum fjöllum, upp undir landi, var sjór alís ekki úi'inn, en svartar vindrósir óðu með ótrúlegum hraða frá landi og rauk sjó með köflum. Flugmað- urinn ákvað að l'ljúga lágt meðfram fjöllun- um að vestanvérðu. Nú leizt mér ekki á blikuna, þar sem eg vissi af eigin reynslu, að undir þessum fjöllum geta vindsveipar orð- ið ægilega snarpir, og í veðri eins og þessu, myndi erlitt að ráða við vélina. Það skijrti engum togurn, að er við vorum um Jrað bil út af Siglufirði, byrjuðu loftköstin og Jrau ekki neitt smáræði. Nú reyndi hver að halda sér sem fastast, og Jrar sem við Brandur vor- um báðir óbundnir, gripum við báðum höndúm niður fyrir stóla Jrá er við sátum á. Brandur slitnaði upjr og flaug upjr í þak og fékk við það kúlu mikla á hvirfilinn. Allt lauslegt var ýmist tijrjr í þaki eða á gólfinu, jafnvel rafgeymarnir svifu fram og aftur, og óttuðumst við að fá Jrá í hnakkann og svo sýrubað á eftir. Flugmaðurinn hékk í stýr- inu svona álíka eins og eg í stólnum mínum og gluggakarminum. Eg mátti sannarlega ekki slejrjra mínum tökum, þar sem eg hefði svifið beint ujrj) um gatið á þakintt og í sjó- inn, livílík húgsun! Ekki veit eg hvernig í ósköpunum vélin fór að hanga saman eða á réttum kili alla léið inn fyrir Ólafsfjörð. Eg held að allir hali verið dauðfegnir, er við loksins kom- umst út úr þessum trölladansi. Við flúgum nú í um 500 metra hæð og stefndum vestan vert við Hrísey. Töluvert lygndi er innar kom, og á Akureyri var hæg- viðri. Eyjafjiirðurinn blasti nú við, bjartur og fagur, eins og eg hefi svo oft séð hann. Stórir sólskinsblettir glömpuðu innar á firðinum og í einum þeirra sá eg skijrið, sem ávallt hélt vörð um Eyjafjörðinn; það var rétt norðan Hríseyjar. Við stefndum aðeins vinstra megin við varðskipið, en er við áttum um Jrað bil eina mílu eftir að því, tók eg eftir Jrví að Jrað setti á lulla ferð og beygði ört til hægri. Ekki datt mér neitt óeðlilegt í hug, fyrr en eg tók eftir því, að bláan reyk lagði ujjjr af JÓLABLAÐ DAGS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.