Dagur - 24.12.1946, Síða 19
afturenda skipsins. Eg hafði ekki horft á
þetta nema fáeinar sekúndur, þegar eg sá
rauðglóandi kúlu þjóta upp með vélinni
hægra megin. Nú var ástandið ekki glæsi-
legt. Eg æpti í flugmanninn að tundurspill-
irinn væri að skjóta á okkur. Hann yppti
öxlum, eins og hann áliti þetta óhugsancfi. í
sörnu andránni þutu vélbyssukúlurnar öll-
um megin við vélina, og mátti greinilega
heyra brakið í byssunum yfir drunurnar í
hreyflum flugvélarinnar. Okkur var vafa-
laust öllum ljóst, að nú vorum við í hinum
mesta háska, í 400 til 500 metra hæð, svo að
segja beint fyrir ofan herskip, sem var löðr-
andi í byssurn og skaut úr öllum, miskunn-
arlaust, á okkur bjargarlausa og bráðsak-
lausa! Það var óhugnanlegt að sjá þessar eld-
rákir rétt við nefið á sér, vitandi, að fjöldi
manna, með hin dauðlegustu vopn, gerði
sitt bezta til þess að hæfa {retta auðvelda
skotmark. Allt í einu sáum við að ein kúlan
liafði hitt hægri vænginn, rétt fyrir utan
miðju, og stóðu dúk-tætlurnar út í loftið.
Flugmaðurinn kallaði til mín að skjóta
neyðarskotum. Eg lét ekki segja mér það
tvisvar, og nú þutu neyðarskotin upp um
gatið á þakinu. Þegar þau rauðu voru búin,
var gripið til þeirra gulu, hvítu og jafnvel
grænu! Við flýðum allt hvað af tók, og við
það lækkuðum við flugið niður í um 200
metra. Stórar loftvarnabyssur voru komnar
í gang og sprungu kúlurnar víðs vegar í
kringum vélina. Skipið var eins og spúandi
eldfjall er það hvarf aftur fyrir vænginn.
Þvílík kveðja frá bandamanninum, hugsuð-
uin við, og þvílíkar skyttur! Við lofuðum
liamingjuna fyrir að vera sloppnir úr þess-
um háska. Öll loftnet höfðu slitnað og
radiomastrið brotnað, svo að við gátum eng-
an veginn gert þessum veiðimönnum skilj-
anlegt, að við vorum friðaður fugl.
Er við nálguðumst Hjalteyri. sá eg annað
skip út á firðinum, af svipaðri gerð. Eg
krossaði mig í bak og fyrir; skyldu þetta
vera sama asnategundin og á fyrra skipinu?
Ekki vorurn við komnir nema í um mílu
fjarlægð frá skipinu, þegar það fór að spúa
eldi og blýi og enn ákafar en það fyrra. Nú
urðu öll andlit föl, enda þaut ein kúlan
undir stól loftskeytamannsins og önnur
gegnum skottið, rétt aftan við festinguna á
einu stýrinu. Þetta var æðisgengið „skytt-
erí“!
Eg hafði fallhlífina handbæra, ef ske
kynni að rauðglóandi kúla hitti benzín-
geyminn og allt færi í bál. Landvarnarliðið
var 1 íka konrið til sögunnar og sprungu
þeirra kúlur flestar í fjallinu austan fjarðar-
ins. Ein þeirra hefði án efa tætt vélina og
okkur alla í agnir, ef hún liefði liitt.
Við lögðum á annan flótta og nú upp að
landi vestan fjarðarins, við mynni Hörgár.
Eg þóttist vita, að við myndum skotnir nið-
ur í höfnina á Akureyri, ef við flygjum þar
yfir, svo að eg ráðlagði flugmanninum að
fljúga lágt upp nreð Hlíðarfjalli og Súlum,
og síðan niður nreð Kristnesi og á flugvöll-
inn. Ekki tók hann það ráð, en stefndi á
Krossanes. Mig langaði nrest til þess að
lrenda nrér út, þar senr eg vissi að Banda-
JÓLABLAÐ DAGS
ríkjamenn höfðu mikla lrerstöð einmitt í
Krossanesi. \7ið flugunr í unr 50 metra hæð
yfir þessa Irerstöð og sá eg þar menn á harða
hlaupum. Eg átti von á kúlu í bakið þá og
þegar, þar senr allir voru að lrlaupa að byss-
unum. í þessari lræð læddumst við inn á
flugvöll og var tekið þar með reiddum riffl-
unr. Varðnrennirnir þar lröfðu fengið til-
kynningu um, að þýzk Junkers 88 væri á
leið inn fjörðinn. Þeir biðu með allar byss-
ur lrlaðnar, en hættu við að skjóta er við
settunr lrjólin niður og lentunr. A Akureyri
hefðunr við vafalaust verið skotnir niður,
því að þar var nrikill viðbúnaður á mörg-
t—— ■■ ...-—
Nóttin helga
Eftir
Maríu Jóhannsdóttur
Nóttin helga nálgast óðum
náðarrík og há.
Kveikt skal nú á kertunum,
sem kotið mitt á.
Kveikt skal nú á kertum öllum,
kæra barnið mitt.
Björt og hlý skal baðstofan
sem brosið ljúfa þitt.
Björt og hlý er baðstofan
og brjóstið undur-rótt.
Eg vil hreinsa og helga drottni
hjarta mitt í nótt.
Eg vil hreinsa og helga bæði
huga minn og sál.
Hvergi finnist kærleiksleysi,
kuldi eða bál.
Hvergi finnist kærleiksleysi,
hvergi gremjuský.
Sál mín, rís! úr sora og fjötrum
sigurglöð og ný!
Sál mín rís! Ó, hef þig hærra,
himni mót og sól!
Skapa þér og einnig öðrum
ylrík, blessuð jól.
Kvivði þetla birtist.í Ucgi 21. des. 1919.
1 " i' ' ==S
uitt skipum. Mikil réttarhöld urðu innan
hersins út af þessu atviki og veit eg ekki
ennþá hver átti í rauninni sökina á þessum
mistökum.
Við flugum til Egilsstaða daginn eftir, en
þá hafði verið gert við mest af því er
skemmdist. Sjúklingurinn var lagður á gólf-
ið og gengið eins vel frá lionum og unnt var.
Síðan var lagt af stað til Akureyrar, en á
þeirri leið hrepptum við rok og mjög ókyrrt
loft. Hin sjúka kona var óbundin og óttuð-
umst við að hún myndi hendast upp í loft.
Var því það ráð tekið, að einn af áhöfninni
skyldi iialda henni niðri og reyndist það
fnll erfitt, þótt notaðar væru til þess hendur
sem fætur.
Lendingin á Melgerði þann dag var erfið,
enda hvasst á suðvestan. Afgreiðslumaður
Elugfélags íslands á Akureyri hafði haft þar
viðbúnað, þar eð hann áleit að illmögulegt
væri að lenda þar í slíkum stonni. Flugvélin
hafði næstum numið staðar á brautinni, er
vindsveipurgreip hana á loft aftur og flutti
hana út af brautinni, stjórnlausa, en lagði
hana svo rólega niður aftur, að hún
skemmdist alls ekkert; þótti það hin mesta
lurða. Vélin var nú bundin vel niður og
lnigsað til ferðar næsta dag. Sá dagur rann
upp lieiðbjartur og Eyjafjörðurinn var allur
eins og spegill á að líta. Mér datt í hug, að
nú hefði skaparinn iðrast þess, hversu illa
hefði verið með okkur farið, og nú myndi
allt ganga að óskum, sem eftir væri. Er við
hófum okkur til flugs, gaus upp mjög mik-
í 11 reykur inni í vélinni og svo dimmur, að
eg sá ekki aftur í aftasta hólfið, þar sem
sjúklingurinn lá. Eg var eiginlega hættur að
verða undrandi hvað sem á gekk. Þetta var
orðið svo hversdagslegt, að enginn fáraðist
um lengur þótt allt gengi á afturfótunum.
Vélinni var beint til lendingar aftur hið
snarasta, en þá var amerísk flugvél búin að
taka sér stöðu á brautarendanum, svo að
ekki virtist árennilegt að lenda. Ameríski
flugmaðurinn, sem var General Keeth, sá,
að ekki var allt með felldu hjá okkur og
hraðaði sér út af brautinni. Við lentum án
þess að eldur yrði sjáanlegur og nú var farið
að grafast fyrir um það, hvað hefði orsakað
reykinn. Margar leiðslur voru klipptar
sundur og brátt hætti reykurinn. General
Keeth sendi einn af sínum mönnum til þess
að bjóða sjúklingnum far í sinni vél til
Reykjavíkur. Hin brezka áhöfn ljómaði af
ánægju, er hin sjúka kona sagði, að hún
vildi ekki heyra það nefnt að skilja við okk-
ur, sér hefði liðið svo prýðilega á leiðinni!
Við flugum þennan dag suður Kjalveg, í
ljómandi veðri, og lentum á flugvellinum
eftir um einnar klst. flug frá Melgerði. —
Gamla Grána var nú alveg að gefast upp,
enda flettist dúkurinn neðan af öðrum
vængnum á stórum kafla, rétt áður en við
komum til Reykjavíkur. Þannig lauk þess-
ari eftirminnilegu flugferð til Egilsstaða.
Gamla Grána liggur nú einhvers staðar
uppi í Bláfjöllum, en þar fórst hún skönnnu
síðar og brann til ösku.
17