Dagur - 23.12.1959, Blaðsíða 13

Dagur - 23.12.1959, Blaðsíða 13
JÓLABLAÐ DAGS 13 Nú var Lena glaðvöknuð, og liana langaði mikið til að vita divar uglan væri og ætti lireiður sitt. Hún gægðist fram með klukkuskíf- unni. Húh gat nærri því seilzt í vís- ana. Nei, iivað var þetta! Uglan fliigraði til baka og settist á stóra vásinn. Hún var svo þung, að vísirinn seig niður, þangað til hann var nærri kominn niður að sex. Þá varð luin að fljúga burt. Hjartað barðist í brjósti Lenu litlu, því að nú vissi lnin leyndar- nrálið. Pabbi hennar var saklaus. Það var ekkert að klukkunni. Lena hafði oft staðið við lilið pabba síns, er hann haíði verið að rétta klukkuna, svo að hún vissi, á hvaða hnappa átti að styðja til að færa vísana. Þetta var eríitt, en að lokum tókst henni að koma stóra vísinum upp aftur. F.n hve fólkið myndi verða hissa um morguninn, er það sæi, að klukkan væri rétt! En ef klukkan ætti að vera rétt framvegis, þá þurfti vörðurinn að ná uglunni og flytja hana burt. Nú kom uglan fljúgandi, oghún virtist verða mjög hrædd, er hún heyrði Lenu segja: „Skannnastu þín, ugla. Þetta cr ail saman þér að kenna, og á morg- un kemur vörðurinn og flytur þig eithvað burt þahgað, sem þú getur ekkert mein gert.“ En þá kom ofurlítið skrýtið fyrir. Ugian fór að tala. „Kæra stúlkan mín, en hve ég gleðst yfir því, að þú skulir hafa komið hingað. í hamingjubænum, vertu ekki reið við mig. Ég skal ekkert ilit gera þér. Ég hef margt að segja þér.“ Lena gat varla trúað sínum eigin eyrum. „F.n fyrst verð ég að segja þér það, að ég er karlmaður, en álfar dýranna gerðu mig að uglu.“ Lena varð furðu lost in og spurði: „Nú, hvers vegna gerðu þeir það?“ „Ég skal nú segja þér það,“ sagði uglan. „Ég var einu sinni ungur maður óghét Wim, en ég var alltaf kallaður „Wim dýrakvalari." lig bjó eitt sinn til gildru, og lítill rauðbrystingur festi sig í henni. Er eg losaði hann úr gildrunni, Jrá slapp hann úr liöndum mér. Hann átti erfitt með að Hjúga, þvf að hann hafði satrzt á öðrum v.vngn- um, svo að hann settist skammt frá, en er ég ætlaði að grípa hann, flaug hann aftur spölkorn. Þannig barst leikurinn smám saman langt -inn í skóg, ]>ar til komið var í rjóður nokkurt. Ég var rétt við það að gef- ast upp við 'Cltingaleikinn, er gyðja dýranna stóð a 111. í einu fyrir fram- an mig. Hiin snerti mig aneð sprota sínum, og fætur mínir ttrðu óðara eins þungir og blý. Ég gat nú ekki hreyft mig úr sporunum, þótt ég feginn vildi, og nii þyrptust að úr öllum á'ttum dýrin, sem ég,'hafði farið illa með. Varðhimdur grahnans kom gek- andi og ákærði mig fyrir að hafa hent í sig grjóti, þar sem liann hafði legið hlekkjaður við dyrnar. Kisa bóndans kom mjálmandi og kvað mig hafa drekkt kettlingun- um sínum, og hópur fugla sveif gargandi yfir höfði mér. „Elann stal eggjunum okkar,“ skrækti einn. „Hann eyðilagði Iireiðtin okkar,“ gargaði' annar. Að lokum veifaði álfagyðjan sprota sínum, og þá varð allt hljótt. Hún spurði mig því næst, Itvað ég hefði i’ram að færa mér til varnar, og ég stundi því upp, að ég skyldi aldrei framar gera Jretta, en gyðjan var reið. „Þti hefur anargoft lofað föður þínum að hætta þessu, en aklrei efnt loforðið. Nei, piltur minn, svo auðveldlega sleppurðu ekki í þetta sinn.“ IEún sló mig með sprotanum og breytti mér i uglu. „Þetta skaltu hafa,“ sagði hún. „Nú muntu fá að finna, hve skemmtilegt er að vera dýr. Eftir þetta verður þú að sofa allan daginn, en strax um miðnætt- ið verður þú að fara að fljúga um. Þú miirit geta talað frá tólf til eitt, og ef þii verður svo lánsamur að hitta krakka, sein er ekki hræddur við J>ig og strýkur bringufjaðrir þinar á hverri nóttu í sjö nætur, þá geturðu aftur orðið maður." Ég flaug hingað til þessa turns, ogJiér hef ég dvalið alltaf síðan. Ég haf aldrei getað sagt neinum lrá híirmum mínum. Allir, sem urðu varir við mig í myrkrinu, voru hræddir við mig. Svo tók ég upp á ]>ví að setjast á stóra vísinn á klukk- unni. Mér kom í hug, að einhver myndi kannski koma, sem gæti hjálpað mér, en faðir þinn kom að- eins á daginn, og. .. . “ Bomm! Klukkan sló eitt, og nú heyrði Lena ekki lengur rnanns- rödd heldur ugluvæl, tú-tú-tú, og uglan horfði á hann döprum aug- um. „Vertu ekki áhyggjufull,“ sagði Lena, „því að ég skal hjálpa þér, en þú mátt aldrei setjast á klukkuvís- inn aftur.“ Turnvörðurinn kom snemma þennan morgun til þess að opna, og um leið og hann var farinn, skauzt Lena út og iheim til sín. Faðir hcnnar veitti því enga athygli, að hún hafði ekki verið í rúmi sínu um nóttina. Winder fór að venju til þess að setja klukkuna rétta, en hann varð ákaflega hissa og glaður, er hann sá, að hún var rétt, og hann þurfti ekkert að gera. Hann trúði þessu varla og kallaði til Lenu: „Lena! Komdu út og líttu á klukkuna!" . Lena kom hlaupandi út, en hún var svo föl og þreytuleg, að faðir hennar varð óttasleginn. I

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.