Dagur - 23.12.1959, Blaðsíða 26
26
J Ó LABLAÐ DAGS
látið á sjá vegna skógarbruna, bera
mörg trén þess greiniieg merki enn
í dag, en vonandi er sú hætta liðin
hjá, þar sem skógurinn er kominn
uridir vernd iriðunarinnar.
í Sequoia þjóðgarðinum vaxa nú
allt að 5000 tré, sem hafa meira en
3ja metra stofnþvermál, hið gild-
asta þeirra er 12 m. í þvermál og
því nærri 40 m. að ummáli; þver-
skurðarflötur stofnsins á slíku tré
yrði þá 113 flatarmetrar, samsvarar
jrað gólfflcti á rúmgóðri fjögurrá
herbergja íbúð. Hæð trésins er um'
100 m. Stofn trjánna er oft.grein-
vana upp í 50 m. hæð frá jörðu;
liann er rauðbrúnn að lit og með
háum gárum, svo að ekki er ótítt,
að skorurnar cftir stófninum séu
nær því ]/2 m. á dýpt. Börkurinn á
þessiun risatrjám er sem sé ótrú-
lega þykkur, stundum allt að
65 cm.
Fyrir nokkrum tugum ára var
gerð tilraun til þcss að telja ár-
hringina í 104 m. hárri risafuru,
sem liafði verið fellcl og reyndist
hún vera na rri því 4000 ára gömul.
Þetta furutré var 11 m. í þvermál í
rúmlega eins metra hæð frá jörðu.
Við samanburð á stærð þessa trés og
þeirra allra stærstu, sem um er vit-
að, hefur verið reiknað út, að aldur
elztu trjánna sé ekki langt frá })ví
að vera 5000 ár. En slíkur útreikn-
ingur e/ ekki óskéikull, því að 2
tré, sem eru nákvæmlega jafngild
og jafnhá, geta verið misgömul,
hafi þau alizt upp við ólík lífsskil-
yrði. Þó er ekki sennilegt, að ineiru
muni en 3—400 árum á aðra livora
hliðina. Það ætti iþví að vera nokk-
urn veginn öruggt, að elztu trén
séu 4500 ára gömul. Við athugun á
árhringum hinnar 4000 ára gömlu
risafuru, sýndi það sig, að hringirn-
ir voru mjög misbreiðir. en vitað
er, að tré þessi vaxa bezt í úrfella-
sömum árum. Með því að gera
línurit af öllum árhringunum, var
hægt að ákveða hlutfallslegt raka-
stig loftsins óslitið í 4000 ár aftur í
tímann.
í biblíunni er um það getið, að á
dögum Akabs konungs hafi miklir
þurrkar lrerjað á Gyðingaland. Ein-
mitt um sama leyti sýna árhringir
risafurunnar, að mörg þurrkaár í
röð hafa þröngvað kosti hennar.
Hringirnir eru óvenjulega nrjóir,
svo að gildvöxtur trésins hefur ver-
ið afarlítill. Gamla tréð er því
órækt vitni þess, að biblían fer hér
með rétt mál.
Það er annars ýmislegt fleira en
breytingar á raka- og hitastigi, sem
liægt er að lesa út úr árhringum
trjánna. ' Náttrirufræðingar hafa
með gaumgæfni athugað æviferil
sumra trjáöldunganna, er að velli
hafa verið lagðir. Margt ber við á
langri ævi. Og hér er ævin ekki tal-
in í tugum ára heldur í þúsundum
ára. Qg’er e'kjd líklegt, að margt
furðulegt geti komið fyrir á þeim
tíma?
Ameríkumaðurinn Enos Mills
hefur reynt að skyggnast inn í for-
tíð sumra gamalla furutegunda,
bæði risafurunnar og annarra teg-
unda, senr náð hafa háunr aldri, þar
á meðal gulfurunnar (Pinus echin-
ata), sem vex víða í Bandaríkjun-
um. Það tré, sem hann atluigaði,
var nærri 1100 ára gamalt sam-
kværfit ’töl'u árlninganna, var fætt
856 eða 18 árum áður en Ingólfur
Arnarson tók búsetu í Reykjavík.
Ég get ekki látið hjá líða að drepa
á nokkur atriði úr frásögn Mills
um hið viðburðaríka líf trésins.
Ilann segir: 20. árhringurinn og
alhnargir næstu hringir voru bugð-
óttir, af því ræð ég, að tréð hafi
orðið fyrir áfalli, scm beýgði stoln
þess. En það rétti við og lifði við
velsæld næstu 100 árin, en fékk nýtt
áfall, þegar það var 135 ára; hölðu
2 trjágreinar rekizt á kaf í stofn
þess; sennilega hefur fokið á það
nágrannatré í einhverju ofviðrinu.
Og tíminn leið í blíðu og stríðu.
Einhver skorkvikindi boruðu sig
iiln í tréð og ullu' á því miklum
skcmmdum, en þeim tókst ekki að
vinna bug á því. Sennilega hafa
fuglar, sem voru skordýraætur, orð-
ið trénu góð hjálparhella. Arið
1301 liefur augsýnilega eldingu
lostið niðunrétt hjá trénu og valdið
á því stórskemmdum, en jrað lifði
lffinu áfraiq, eins og ekkcrt hefði í
skorizt. ■ ■
Ennfremur segir Mills: Þegar ég
var að saga flís úr stofninum neðan-
verðum, lirökk sögin úr liendi mér
eins og hún hefði lent í nagla. Hér
var eitth'Vað sögulegt á ferðinni.
Við athugun kom í Ijós, að örvar-
oddur úr tinnu sat fastur í viðnum,
og rétt hjá fann ég annan tinnu-
steinsodd. Ég taldi árhringina inn-
an frá til-þess að vita, hvenær örv-
iinum hefði verið skotið. Hringur
sá, er örvarnar höfðu gengið í gegn-
um, var sá-630., svo að þetta hefur
gerzt árið 1486. Um 1540 virðast
Evrópumenn — sennilega Spánverj-
ar — liafa ^slegið tjöldum undir
trénu og skemnit sér við að liöggva
í það með eggvopnum, því að ba ði
axarför og brunablettir sáust í ár-
hringnum. frá nefndu ári. Á ár-
hring ársins 1762 sást, að veðrið
hafði verið mjög breytilegt, og all-
lcngi hefur verið svo kalt, að engu
var líkara en 2 hringir hefðu rnynd-
ast sama árið. Á árunum 1804 og
1805 er vöxturinn afar lítill og við-
arlagið því næfurþunnt, sennilega
vegna of mikilla þurrka. Að lokum
segir Mills: í stofni furunnar fann
ég sums staðar merki, er ég tcl, að
orsakazt hafi af jarðskjálfta. Að
minnsta kosti tel ég öruggt, að tréð
hafi orðið fyrir mjög snörpum jarð-
skjálftakipp á ofanverðu árinu
1811, því að viðurinn var sundur
sprunginn á mörgum stöðum og 2
gildar rætur brotnar. Auk Jiess var