Dagur - 23.12.1959, Blaðsíða 3
JÓLABLAÐ DAGS
3
frelsari sem oss mönnunum er
fæddur, er máttugur, voldugur og
sterkur. Hann er kominn í sérstök-
um erindum til allra. Ekki þó í
hóp, lieldur til livers og cins um
sig. Hann er korninn til þess að
leiða þig, liver sem þú ert, ef ]>ti að-
eins vilt leiðsögn hans þiggja. Hann
er kominn til að leiða þig heim,
— heim til þess Guðs, sem skóp þig,
— heim til 'þess Guðs, sem er l'aðir
þinn og elskar þig og vill ekki að
þú glatist eða farist á leiðinni. —
heldur hafir eilíft líf. Ifann er
kominn lil þess, að bera sáttarorð
milíi þín, sem sekur ert, og föður
ins, sem þú hefur brotið gegn.
Hverja skoðun, sem vér kunnum
að hafa á eðli mannsins, þá breytir
það ekki þeirri staðreynd, að öll
crum vér meira og minna sek — og
flest meira — og það svo mjög, að
raunverulega höfum vér fyrirgert
Guðsbarnarétti vonwn og ættum að
fá sektardóm. En frelsarinn er kom-
inn til þess að segja oss, að annað
sé til en dómurinn. Hann er kom-
inn til að segja oss, að til sé fyrir-
gefandi kærleikur og náð, sem oss
sé óhætt að leita til og trúa á. Hann
er kominn til að telja liinum villu-
ráfandi syni hughvarf. Til að fá
hann til að snúa aftur og bæta ráð
sitt. Og hann er kominn til að gefa
syninum, sent eytt hefur arfi sínum,
hlutdeild í gnægð sinni. Hann er
ekki eins og eldri sonurinn í dæmi-
sögunni, sem fylltist gremju og mis-
þykkju í garð yngra bróður síns,
sem var vegvilltur og l'ann sig ckki
verðan þess, að kallast lengur son-
ur. Nei, — hann er einmitt kominn
til að Jeita Itins týnda og leiða hann
heim og fullvissa Iiann um, að
heirna bíði hans opinn kærleiks-
ríkur föðurfaðmur. Og hann þarf
ekki einu sinni að komast alla leið
heim, — því að, þegar faðirinn sér
hann álengdar, sntiinn heim á leið,
þá kemur hann til rnóts við hann.
Það er aðeins þetta eina, sent hinn
vegvillti sonur þarf að gjöra: að
snúa við, — snúa heim á leið. Til
’þessa er frelsarinn kominn í heim-
inn, og hann vill hjálpa þér að snúa
við. Hann vill taka byrði þína sér á
herðar. Ef þii ert veikur, vill hann
hjálpa þér, Ef þú ert vondaufur,
gefur hann þér kjark. Ef þii ert
magnþrota, sendir hann þér styrk.
Hann er eldri bróðir, sem vill
hjálpa yngri bróður sínum og veita
honum hlutdeild í hinum mikla
arfi, setn hann á ósnertan og hefur
ekki eytt. Frá honum streymir ást
og kærleikur. ;Það veitir hjarta þínu
hvíld og frið á heilögum jólum og
endranær.
„í dag er yður frelsari fæddur.“
— Hann er kominn til að flyr ji þér
„gleðilcgan boðskap“. Veita þér
ldutdeild í ríki sínu. Hann kont
ekki aðeins til að flytja þig til
Guðsríkisins, Iheldur einnig að
flytja Guðsríkið til þín, — og þann-
ig er þá Guðsríkið ekki óljóst fyrir-
heit í ómælisfjarlægð, heldur er
það eins og hann sjálfur sagði: „liið
innra með yður“. Þegar þú því nýt-
ur jólabelginnar, þá eru Jrað ékki
broslegar bernskuminningar, held-
ur er ]>að nálægð Guðsríkisins í
þínu eigin hjarta, sent þú finnur.
Reyndtt þá að láta ekki annriki
hversdagslífsins ' kæfa jólagleðina,
og útrýma jétlaboðskapnum úr
hjarta þínu. Láttu ekki heldur
sektarmeðvitund þína eyða voninni
um fyrirgefninguna. Minnstu Jtess,
að þér er „í dag frelsari fæddur“.
Hann er ekki aðeins frelsari Jtinn
og bróðir á jólunum, heldur eilíf-
lega. Þökkum af hjarta gleðiboð-
skapinn:
„Yður er í dag frelsari fæddur.“
„Guðsríki er hið innra aneð
yður.“
GLEÐILEG JÓL!
A nt e n .
KIRKJAN VIÐ ENGLAVÍK
Strandarkirkja er nafnkenndasta kirkja landsins og er talin verða
betur við áheitum en aðrar stofnanir og hafa henni því borizt miklir
fjármunir á ári hverju. Kirkja þessi er því auðug á okkar mælikvarða,
og er orðin öflug lánastofnun. Meðal annars lánar hún til kirkjubygginga
víðs vegar. Það voru islenzkir menn, sem endur fyrir löngu komu fi’á
Noregi, lentu í ofsa veðri, svo að þeir vissu ekki hvar þeir voru, og
gerðu það heit að byggja kirkju þar sem þá bæri að landi, ef þeir kæm-
ust lífs af. Þá opnaðist hlið í löðrandi bi’imgarðinn og þeir sáu hvít-
klædda veru, sem benti þeim á lendingarstað — og þeir náðu landi og
efndu heit sitt.
Kii’kjan var byggð upp af Englavík og enn stendur hún þar ein á
ströndinni. í kringum hana er örfoka land, sem nú er byi’jað að gi’æða.
Iiulinn verndarkraftur hvílir yfir Strandarkii’kju við Englavík í Selvogi.