Dagur - 23.12.1959, Blaðsíða 21

Dagur - 23.12.1959, Blaðsíða 21
JÓLABLAÐ DAGS Dvöl í Eyjafiröi og „um fjöll suður“. Guðrún, móðursystir Jónasar, bjó þá í Hvassafelli í Eyjafirði, og tók hún Jónas í dvöl eitthvert tíma- bil. Mun hún hafa látið sér annt um þennan frænda sinn og eitthvað styrkt hann til náms. Móðir hans ikom honum strax eftir fermingu til náms hjá Einari Thorlacius, presti í Goðdölum. Var Jónas náskyldur ihonum, því að séra Hallgrímur og Einar voru systrasynir. Lærði Jónás þarna undir Bessastaðaskóla, en þangað fór hann síðsumars 1823. Um sína fyrstu ferð kvað Jónas: Fluttu mig forlög um fjöll suður — o. s. frv. Bessasaðaskóli hafði valið kenn- aralið og var talinn mjög fullkom- inn. Skólastjórinn 'var Jón Jónsson og kenndi hann guðfræði, því að skólinn var aðallega ætlaður til undirbúnings prestum, og munu flestir sem prestvígslu tóku á þeim árum ekki hafa hlotið menntun annars staðar. Annar kennari við þann skóla var Hallgrímur Schev- ing, frændi Jónasar. Hann var heiðursdoktor frá Hafnarháskóla. Kenndi hann grísku og latínu. Þriðji kennarinn var Sveinbjörn Egilsson, hinn frægi málfræðingur. Fjórði kennarinn var Björn Gunn- laugsson „spekingurinn með barns- hjartað“. Kenndi hann stærðfræð- ina. Jónas mun hafa verið vel undir námið búinn og fékk hann fljótt orð fyrir góðar námsgáfur. Hann fékk fullkomna ölmusu (námsstyrk) strax á öðru skólaárinu, sem veittur var fátækum en efnilegum náms- mönnum. Svo mun Jónas hafa unn- ið heima á Steinsstöðum á sumrum hjá systur sinni og mági. Rannveig, systir hans, giftist 19 ára gömul. Munu þau þá hafa tek- ið við búsforráðum á Steinsstöðum. Tómas var mesti framfaramaður, \ og gerðu þau garðinn frægan. Rannveig var mikill kvenskörung- ur. 'Þau eignuðust 4 börn. Hall- grímur var elztur, fæddur 1822. Tvö börnin dóu ung. — Piltur, Jónas að nafni, efnisbarn að öllu leyti, sem móðurbróðir lians kvað um látinn, og stúlka, sem mér er óljóst um nafn á. Yngst var Rann- veig Kristín. Hún varð seinni kona Jóns Thorlacius í Saurbæ í Eyja- firði. Hallgrímur Tómasson giftist konu, Dýrleifu að nafni, Pálsdótt- ur frá Jórunnarstöðum í Eyjafirði. Munu þau hafa búið nokkur ár með foreldrum hans að Steinsstöð- um. Þeirra synir voru: Séra Tómas á Völlum í Svarfaðardal og Páll, sem lengi bjó á Möðrufelli í Eýja- firði. Konu sína missti Hallgrímur á Steinssöðum. Eftir það fluttist hann til Eyjafjarðar,giftist þar ann- að sinn. Synir hans með seinni konu voru: Júlíus, er átti Margréti Jónsdóttur frá Munkaþverá, bóndi nokkur ár á Steinsstöðum, svo á Munkaþverá. Biirn þeirra eru: Jón og Hallgrímur, bændtir þar, og systir þeirra á sama stað. — Annar sonur Hallgríms var Valdimar, bóndi á Litlahóli. Bcirn hans voru: Margrét sáluga leikkona og Hall- grímur, sem lengi hefur m. a. starfað við Leikfélag Akureyrar. — Utan hjónabands átti Hallgrímur Tómasson son er Ingimar hét og lengi bjó á Litlahóli. Tómas Hallgrímsson ólst upp hjá ömmu sinni á Steinsstiiðum og kostaði hún hann til nárns, en Páll fluttist með föður sínum til Eyja- fjarðar. Þá verðurhorfið aftur til Jónasar Hallgrímssonar um stund. Jónas og Þóra. Snemma sumars árið 1828 varð Jónas samferða norður að Steins- stöðum séra Gunnari Gunnarssyni, 21 er þá var nývígður prestur að Lauí- ásil, og IÞóru dóttur hans. — Séra Gunnar hafði þá verið yfir >20 ár syðra, lengst af ritari hjá Geir bisk- upi Vídalín. Eignaðist hann Þóru þar með ungri þjónustustúlku.Fékk hún gott uppeldi og menntaðist vel að þeirra tíma hætti. Jónas mun hafa verið leiðsögumaður þeirra feðgina norður, því að hann var kunnugur leiðinni. Munu þau Jónas og Þóra hafa féll't hugi sam- an. Talið er að Jónas hafi beðið séra Gunnar uin iÞóru sér til handa, áður en 'þeir skildu á Steinsstöðum, en Gunnar tekið því dauflega, talið þau börn að aldri, sem raunar var rétt, því að Jónas var 20 ára en Þóra 16 ára, og Jónas óráðinn og ekki búinn að ljúka skólanámi. Eftir skilnað þennan yrkir Jónas hið hugljúfa ástarkvæði: Ferðalok. Þar seair m. a.: Ástarstjörnu yfir Hraundranga skýla næturský. Hló hún á himni; hryggur þráir sveinn í djúpum dali. Háa skilur hnetti himingeimur, blað skilur bakka og egg. En anda, sem unnast fær aldregi eilífð að skilið. Þótt Jónas yrði fyrir miklum vonbrigðum með þessa (að líkum) fyrstu ástmey sína lét hann ekki slegið slöku við námið. Tók hann burtfararpróf úr Bessastaðas'kóla næsta vor með ágætum vitnisburði. Hélt liann prófræðu sína í Bessa- staðakirkju og er hún prentuð með öðru óbundnu máli Jónasar. Er hún frá niínu sjónanniði ágæta vel sarnin. Jónas mun hafa haft sterka löag-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.