Dagur - 23.12.1959, Blaðsíða 25
JÓLABLAÐ DAGS
25
ingu nútímans. Og vissulega mun
þetta landnám takast, að óbreyttum
aðstæðum. Vonandi eiga komandi
kynslóðir íslands eftir að sjá rísa úr
moldu háa og tígulega barrskógar-
viði á tugmílljóna ára gömlum
surtabrandsgröfum. Þeir verða
sennilega ekki lifandi eftirmynd
hinna ævafornu trjájöfra, en bera
glöggt svipmót þeirra, því að ekk-
ert sem lifir getur til langframa
staðið í stað á liinni miklu vegferð
þróunarinnar.
Baritrén, einkum furan, cru flest-
um trjám veitulli, þau gefa ekki
eingöngu góðan smíðavið, heldur
er líka unninn úr þeim harpix,
kanadabalsam, terpentína og tjara;
auk þess fæst úr þeim tréni (sellu-
losa) í ríkum mæli.
Meðal barrtrjáa eru ýmsar athygl-
isverðar tegundir, cn furðulegust
mun þó vera risafuran í Norður-
Ameríku vegna stærðarinnar og
liins háa aldurs, er hún getur náð. í
rauninni eru þessir skógarrisar 2
aðgreindar tegundir. Aðra þeirra
nefna Ameríkumenn The Big
Tree, það er lrin eiginlega risafura,
stundum nefndur stórviður á ís-
lenzku. Á vísindamáli heitir tré
j^etta Sequoia gigantea, þ. e. hin
risastóra Sequoia, en orðið
Sequoia er eiginheiti á Indiána-
höfðingja af Cherokee-ættbálkin-
um, en sá höfðingi var frumkvöðull
að því, að kynþáttur hans eignaðist
ritmál, svo að ihann gat lesið bækur
og 'blöð á sinni eigin tungu. IIin
tegundin heitir Sequoia sempervir-
ens, }>að }>ýðir hin sígræna Sequoia.
í heimkynni sínu er hún nefnd
Red Wood eða rauðviðartré.
Risafuruættkvíslin er ævagömul,
jarðsögulega séð. Er hægt að rekja
aldur hennar a. m. k. 100 milljón
ár aftur í tímann. Þá var hinn vest-
ræni heimur morandi í risaeðlum.
Það má því með sanni segja, líkt og
biblían kemst að orði; Þá voru ris-
ar á jörðinni. En skriðdýrarisamir
hurfu smátt og smátt og fullkomn-
ari dýr hófu þróunarskeið sitt. Stór-
felldar jarðbyltingar áttu sér stað,
bæði í sjó og á landi, en risaíururn-
ar létu enn engan bilbug á sér
finna. Stórveldi risafurutegund-
anna rís hæst á fyrri hluta tertier-
tímans. Samhliða risafuru óx j>á á
Grænlandi magnolíutré, valhnotu-
tré og vínviður. Víðáttumiklir skóg-
ar risafurunnar náðu þá yfir mik-
inn hluta af norðurhveli jarðar. í
Síberíu, á Svalbarða og á íslandi
lifði }>essi glæsilega fura }>á góðu
lífi. Og hér var ekki um eina eða
tvær tegundir að ræða. Gleggst
vitni um þetta bera mókolin og
einstakir steingervingar, sem jarð-
lögin hafa 'varðveitt um miMjónir
ára. Seint á tertier-tímanum tók
loftslag að kólna á norðurhveli
jarðar; hinn mikli fimbulvetur,
jökultíminn, gekk í garð. Risafur-
urnar þoldu ckki kuldann, þær
reyndu að þoka sér suður á bóginn
til hlýrri heimkynna. Þeim tveim
tegundum, scm minnst hefur verið
á hér að framan, og nú lifa í Kali-
forníu, tókst það, en í Evrópu ráku
þær sig á óyfirstíganlegar tálmanir
og urðu aldauða.
Langt fram á 20. öldina var álit-
ið, að örlög risafuruskóganna liefðu
orðið þau sömu í Asíu sem í Ev-
rópu. Bæði í J.apan og Kína voru
þekktar alfmargar steingerðar furu-
tegundir frá miðöld jarðar og úr
eldri plíósen-lögum. Engum grasa-
fræðingi kom til hugar, að ættingi
þessa ævaforna skógargróðurs væri
enn á lífi. 'Það varð því uppi fótur
og fit meðal vísindamanna árið
1945, þegar ókennileg furutré
fundust í fylkinu Sze-chuan í Kína í
900—1300 m. Iiæð yfir sjó. Við at-
hugun kom í ljós, að hér var um að
ræða tegund, sem telzt til deildar
úr risafuru-ættkvíslinni, og var
tegund þessi allútbreidd á sínum
tima á norðurhveli jarðar. Þessi
óvænti fundur er eitt af hinu mark-
verðasta, sem gerzt hefur í sögu
flórunnar á 20. öldinni. Kínversku
fururnar eru þó orðnar úrættaðar,
því að hæð þeirra stærstu er naum-
ast yfir 35 metra, en það ætti engan
að íurða, því að móðir náttúra hef-
ur áreiðanlega ekki alltaf tekið á
þeim mjúkum höndum. Það sem
skilur tré þetta frá amerísku risa-
furunni er, að það hefur gagnstæð-
ar greinar og fellir barrið að liaust-
inu líkt og lerkitré gera. Fræ af
trénu hefur verið reynt í mörgum
löndum, þar á meðal hér á landi,
og gefið góðan árangur. En nú skul-
um við snúa okkur aftur að hintim
tveim amerísku, núlifandi risafuru-
tegundum, sem björguðust af í
fjandagangi aldanna. Tegundirnar
vaxa ekki hlið við hlið. Stórviður-
inn hefur bólfestu í vesturhlíðum
Snæfjallanna á 400 km. löngu belti
og í 1500—2500 m. hæð yfir sjávar-
rnáli. Rauðviðurinn vex aftur á
móti í vesturhlíðum strandfjall-
anna (Goast Range) á 800 km.
löngu og 64 km. breiðu svæði, og
tæplega hærra yfir sjó en 800 m.
Trén mynda ekki nú orðið satn-
felldan skóg, heldur mörg aðgreind
skógarsvæði. Þekktustu skógarnir
eru: Calaverasskógurinn austan við
San Francisco og Mariposaskógur í
sunnanverðum Yosemite-þjóðgarð-
inum. Áður fyrr voru sum skógar-
svæðin í eign einstakra manna eða
félaga, sem nytjuðu þau til hins
ýtrasta. Beztu trén voru höggvin
upp miskunnarlaust, því að hvert
tré gefur mikinn og góðan við, sér í
lagi rauðviðurinn, kjörviður trésins
er írauður að lit og fúnar seint. En
stjórnin hefur íyrir löngu stöðvað
rányrkjuna, keypt skógana og gert
þá að þjöðgarði.
Á s.l. öldurn hefur risafuran orð-
ið fyrir þungum búsifjum og }>að
með ýrnsu móti; en rnest hefur hún