Dagur - 23.12.1959, Blaðsíða 27

Dagur - 23.12.1959, Blaðsíða 27
JÓLABLAÐ DAGS 27 í trénu steinflís, seni kastast hefur inn í stofn þess af afli miklu, en sár- ið greri og flísin hvarf í viðinn. Og lífið gekk sinn vanagang. Risafururnar bfómgast snennna vors í heimalahdi sínu og gullið frjóregnið leggst yfir allt umhverfi þeirra. Könglar trjánna, sem þurfa 1 eða 2 ár til að ná fullum þroska, eru stærri en ungbarnsnögl. Þegar haustvindarnir blása, er ekkert óvanalegt að sjá sæg ai þessum fræ- fiðrildum svífa um skóginn og út yfir rjóðrin, þar scm vænfegt er til búsetu. Þau dreymir um það, að Verða voldugir einvaldar skógarins, eins og forfeðm Jreirra'vo.ru á sinni líð. En Jrví miður eru ungviðin oft sein að komast á legg og verða und- ir í lífsbaráttunni við hraðvaxta barrviðartegundir, sem einnig dreymir sína stórveldisdrauma. Ferðamaðurinn, sem heimsækir rísafuruþjóðgarðinn í Kalílorníu, beygir höfuð sitt ósjálfrátt í þög- ulli lotningu fyrir þessurn elstu verum jarðarinnar. Hann er ef til vifl svo lánsamur að fá að gista í stóru glæsilegu herbqrgi, sem útbú- ið hefur verið í holum stofni fall- innar furu eða fá að aka bifreið sinni í gegnum furustofn. Hann skoðar sárafleti stofna, sem eru nær 100 íermetrar að flatarmáli. Við, setn fjarri stöndum, getum litla hugmynd gert okkur urn það, Iive miklurn erfiðleikum það er bundið að feggja Jressi tré að velli. Til þess að gefa mönnum ofurlitla hug- mynd um efniviðinn í trjájötnum Jtessum af stærri gerðinni, skulum við hugsa okkur, að við htrggvum einn þeirra upp, bútum hann nið- ur og flytjum burt á vörubifreið. Germn ráð fyrir að ltægt væri að hlaða 6 tonnum á bifreiðina og 10 l'erðir væru farnar á dag. Samt tæki Jrað 4 mánuði að flytja allt tréð (gengið út frá því, að bílstjórinn hafi frí alla sunnudaga). í Evrópu hefur fræi risafurunnar verið sáð í trjágarða en einnig á öðruin stoðum, Jtar sem skilyrði eru góð. Trén eru sérstaklega skjól- elsk og Jturfa rakt loftslag. Þar sem hægt hefur verið að fullnægja Jtess- um skilyrðum, hefur furan vaxið sæmilega, og er sums staðar orðin myndarlegt tré samanborið við inn- lendar furutegundir. Ef veðráttan fer heldur hlýnandi en hitt á næstu Jtús. árum, væri ekki loku fyrir það skotið, að risafuran ætti eftir að mynda fönguleg tré í Evrópu norð- anverðri, sér í lagi, ef mannshöndin væri Jtar með í verki. En að minni hyggju endurlifir hún Jtó aldrei aftur hið fyrra blómaskeið sitt. Engin líkindi eru Jtó til Jtess, að risafurur geti dafnað hér á landi Þessi hugsun speglast í augum manna þessa daga, og víst er gaman að gleðja aðra á fæðingarhátíð frels- arans. En að gefa konu sinni eða manni, börnum eða efnuðum vin- um, sem ölI endurgjalda dýrar gjaf- ir með enn meiri gjöfum, er lítils virði. Að gefa af eignum sínum er lítil gjöf, hefur réttilega verið sagt. Hin dulda ósk um Jtakkir eða beint endurgjald eitrar jólagjöfina, og gleður ekki gefandann, eins og Jtann sem gefur af þörf til að hjálpa nú, svo að nokkru gagni komi, enda Jtótt Jtær yxu hér með ágætum fyr ir tugmilljónúm ára. Nú eru það harðgerðari og lágvaxnari barrvið- ir, sem eiga að klæða landið okkar á komandi öldum. Kynslóðir koma og kynslóðir fara engu síður í heimi gróðursins en í heimi rnanna og dýra. Sú kemur tíðin, og máske fyrr en margan grunar, að aldursforsetar jarðar, fururnar niiklu, líði undir lok — hverfi fyrir fullt og allt inn í dánarheim ámanna’ — á sama hátt og þúsundir tegunda jurta og dýra hafa gert á undan þeim. Engin I í 1 - vera, lrversu voldug sem hún er, megnar að bjóða Jteim örlögum byrginn. og gleðja, án Jtess að aðrir viti. Einhvern tíma kemur að Jtví, að af okkur verður allt tekið og gefið öðrum, en þá vaui betra að hafa látið gjafmildi sína lyfta sér og þiggjendunum á meðan tírni var til. Margir eru gjafar Jturfi um þessi jól. Lítum til Jteirra nieð gát og lát- um eitthvað af liendi rakna — okk- ar vegna fyrst og fremst — liinna fátæku líka. GLEÐILEG JÓL! HVORT ER SKYNSAMARA, KARLINN EÐA KONAN? Hinn frægi, þýzki heimspekingur, Schopenhauer, var eitt sinn spurð- ur að því í samkvæmi, hvort hann áliti skynsamara, karlinn eða konuna. Hann svaraði óðara: — Auðvitað er konan skynsamari. Hún velur sér karlmann fyrir maka og lífsförunaut, en karlmaðurinn velur konuna. HVAÐ Á AÐ GEFA í JÓLAGJÖF?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.